Unga fˇlki­ spurningar og sv÷r

 
Unga fólkið spurningar og svör

 
 
Hvað þýðir orðið HIV?
HIV er stytting á heitinu human immunodeficiency virus sem  brýtur niður ónæmiskerfið.  Ónæmiskerfið hefur það hlutverk að verja líkamann og berjast við ýmsar sýkingar. 

Hverjir geta smitast?
Allir geta smitast af HIV. Börn, fullorðnir, menn, konur.

Hvernig kemst vírusinn í líkamann?
HIV er yfirleitt ekki bráðsmitandi, smit getur átt sér stað við samfarir, með blóðblöndun, t.d. hjá sprautufíklum eða ef sýkt blóð kemst í opin sár, veiran getur einnig borist frá móður til fósturs.

HIV og alnæmi í fjölskyldunni
Flest börn og unglingar sem eru HIV smituð hafa smitast af móður á meðgöngu. Það þýðir að næstum öll HIV jákvæð börn og unglingar,eiga móðir sem er HIV jákvæð.

Hvernig er hægt að hjálpa þeim einstaklingi sem er smitaður?
Einginn veit hvað lengi er hægt að vera með HIV smit áður en það leiðir til alnæmis. Það er hægt að hjálpa með lyfjameðferð,þekking og góður skilningur hjálpar oftast.

Hvað eru aukaverkanir?
Aukaverkanir eru óæskilegir fylgikvillar af læknalyfjum (eins og til dæmis niðurgangur af pensilíni).

Getur manneskja með HIV lifað eðlilegu lífi?
Það er ómögulegt að segja hvað er eðlilegt en HIV jákvæðir geta líka átt kærstu/a, verið í  vinnu, stundað nám, stundað kynlíf, eignast börn o.s.frv. Það er eðlilegt. 

Sumir þurfa að taka mikið af lyfjum sem oft valda aukaverkunum, aðrir eru veikir en allir lifa með þá vissu að hafa vírus í líkamanum sem er banvænn því ekki finnst nein lækning ennþá, fyrir flesta er það mjög erfitt. 

Getur maður læknast af HIV eða alnæmi?

Í dag finnast ýmis lyf sem geta haldið aftur af HIV-vírusnum, en það eru ekki til nein lyf sem lækna sýkinguna.

Eru margar tegundir af lyfjum?
Það eru þrír lyfjaflokkar sem hindra vírusin í að dreifa sér og brjóta niður ónæmiskerfið. Þessi þrjú lyf eru gefin saman þeim sem eru í lyfjameðferð vegna HIV. Hvert þessara þriggja lyfa hefur marga undirflokka.

18 ára kk
Spurt
Eru  einhverjar líkur á að smitast af HIV þótt maður sé með smokkin?

Svar
Líkurnar á að smitast í samförum með smokk eru engar (þó smokkururinn rifni eru líkur á smiti frá konu til karls littlar).


Spurt

Ég var að stunda kynlif um daginn með stelpu sem eg þekki litið, ég var með lítið sár á hendinni sem hætt var að blæða, og leggöngsvökvin fór held eg á sárið..  eru einhverjar likur á smiti ef þessi stelpa er með HIV?? eru þetta ekki hverfandi litlar likur??

Svar
Það er ómögulegt að átta sig á hvort sárið hafi verið lokað eða bara hætt að blæða, Læknir yrði að skoða sárið. HIV er yfirleitt ekki bráðsmitandi en HIV getur smitast komist vökvi frá leggöngum í opið sár. Það verður ekki smit þótt blóð,sæði,eða vökvi frá leggöngum komist í snertingu við húð nema þeir komist í opin sár. Enginn hætta er á smiti hafi sárið verið lokað. Hafi sárið á hendinni á þér verið opið og þig grunar að stúlkan hafi verið HIV smituð er rétt að fara í mótefnamælingu. Líkurnar á smiti eru hverfandi littlar og Vonandi svarar þetta spurningu þinni.

karlmaður á þrítugsaldri.
Mig langar að spyrja aðeins út í hugsanlegar smitleiðir, en ég er karlmaður á þrítugsaldri.

Svar
Smitleiðir hiv (human immunodeficiency virus) eru 3:  Við kynmök, blóðblöndun, (t.d. með menguðum sprautum og nálum) eða ef sýkt blóð kemst í opin sár, og getur veiran einnig borist frá móður til fósturs.HIV er yfirleitt ekki bráðsmitand,algengast er að hiv smiti við samfarir, veiran finnst aðallega í blóði og sæðisvökva.

Spurt
Hverjar eru líkurnar á því að smit berist (frá konu til karls) þegar smokkur rifnar á síðustu sekúntum samfara í leggöng?

Svar
Líkurnar á smiti frá konu til karls eru mun minni en frá karli til konu og mjög littlar í þínu tilviki þar sem smokkurinn var notaður, jafnvel þó hann hafi rifnað á síðustu sekundunum í hita leiksins. Hins vegar ef þú hefðir verið smitaður hefði konan verið í töluverðri hættu að smitast.

Spurt
Nú var það svo að engin sár eða neitt var að sjá á lim og því að mínu viti ekki möguleiki að blóðblöndun hafi átt sér stað.  Sú sem ég hafði samfarir við er í áhættuhópi, en skv.því sem hún segir mér fékk hún greiningu samdægurs eftir atvikið (í Thailandi) að allt væri í lagi, s.s. hvorki HIV né annað (sem ég hélt að væri ekki möguleiki, þ.e.a.s. að fá svo fljótt úr því skorið)  en hún hafði s.s. frekar áhyggjur af því að ég gæti hafa smitað hana en hún mig.Ég tek það fram að ég er nýbúinn að fara í blóðprufu en er mjög óþreyjufullur.

Svar
Eftir sex vikur frá því að smit er talið hafa geta átt sér stað er prófið (mótefnamæling) 98% öruggt og eftir tólf vikur er það 100% öruggt.Sé niðurstaða mótefnamælingar neikvæð er sú niðurstaða 100% örugg eftir 12 vikur frá hugsanlegu smiti.Sé niðurstaða prófsins hins vegar  jákvæð getur verið um skekkju að ræða og prófið því gert aftur.

Er þorandi að koma til hjálpar slösuðu, blæðandi fólki?

Já. Að hjálpa nauðstöddum er alltaf rétt og skylt. HIV-smit er sjaldgæft á Íslandi og afar ólíklegt að venjuleg snerting eða nálgun við HIV-sjúkling valdi smiti. Góð meginregla er auðvitað að þvo sér vel, hafi maður fengið blóðslettur,  t.d. á hendur.

Er möguleiki á smiti vegna blóðgjafar og án þess að vita um það?
Nei. Fólk í áhættuhópi hvað varðar smitun hefur árum saman verið hvatt til að gefa alls ekki blóð. Allt frá árinu 1985 hefur allt blóð sem gefið er í blóðbanka verið rannsakað. Örlítil hætta á smiti gæti verið fyrir hendi hjá þeim sem þáðu blóð á árunum 1979-1983. Læknar hvöttu á sínum tíma alla þá sem gefið var blóð á framangreindu tímabili að fara í HIV-prófun

Má treysta því fullkomlega að það blóð sem sjúkrahúsin hafa nú til ráðstöfunar sé ósmitað?

Blóð er einungis gefið sjúklingi þegar um líf er að tefla. Blóðbönkum er fyrirmunað að taka við eða  nýta sér blóð frá fólki í áhættuhópi. Frá og með árinu 1983 hefur allt blóð verið rannsakað og hugsanlega smituðu blóði verið fargað.

Er mögulegt að láta taka úr sjálfum sér blóð og fá það geymt til að nota síðar – t.d. vegna uppskurðar?
Engin hefð er fyrir slíku, en ef aðgerð er í vændum er reynandi að ræða slíkt í tæka tíð við lækni eða á viðkomandi sjúkrahúsi.

Hafi barni verið gefið blóð við fæðingu árið 1983 eru þá líkur á að það hafi smitast?
Á þeim tíma var áhættan hverfandi lítil. Hefði barnið samt smitast væru einkennin þegar komin í ljós. Sé fólk óttaslegið eða í vafa er best að ræða við lækni.

Er hætta á smiti við gervifrjóvgun?
Já, og þess vegna lúta sæðisgjafar sömu reglum og blóðgjafar. Fólk í HIV-áhættuhópi getur hvorki gefið blóð né sæði og þess vegna eru allir sæðisgjafar á Íslandi einnig sendir i HIV-prófun.

Hvers vegna heimiluðu stjórnvöld notkun blóðlyfja sem innihéldu smitað blóð sem ekki hafði fengið hitameðferð?

Þegar sumir blæðaranna smituðust á sínum tíma var enn ekki vitað hvaða smitefni olli HIV-sjúkdómnum. Ekki var heldur vitað hvernig meðhöndla skyldi læknislyf þannig að öruggt væri. Í dag fá öll slík lyf hitameðferð  að því marki að veirurnar, ef einhverjar eru, lifa ekki af. Við hreinsun á nokkrum tegundum blóðlyfja, allt fram til ársins 1986 voru þó, illu heilli, notaðar aðferðir sem ekki reyndust óbrigðular. Þær voru lagðar niður og í dag eru öll blóðlyf hitahreinsuð.

Er hætta á smiti ef fleiri deila með sér sprautu/nál?

Mjög mikil smithætta fylgir því að nota sprautu/nál með öðrum. Aðeins skyldi nota hreinar sprautur, nálar eða önnur áhöld.

Ef veikindi eða slys ber að höndum erlendis, t.d. í þróunarlandi; er þá óhætt að taka við blóðgjöf?
Blóðgjöf ætti ekki að eiga sér stað nema lífsnauðsyn krefji. Leita ætti að hugsanlegum blóðgjafa meðal kunningja eða ferðafélaga.

Geta óhreinar nálar valdið smiti við nálastungulækningar?
Áhættan, þó lítil sé, er vissulega fyrir hendi. Slíkar nálar þarf að dauðhreinsa á sama hátt og önnur lækningaáhöld.

Getur blæðing við tattóveringu verið hættuleg?
Dauðhreinsa þarf tattóveringarnálar eftir hverja notkun. Dæmi eru um að slíkar nálar og önnur áhöld hafi valdið smiti af öðrum sjúkdómum en HIV. Ef HIV-sjúklingi blæðir við tattóveringu fylgir smithætta fyrir þann sem verkið vinnur og er sjálfsagt að nota ávallt hanska og þvo sér vandlega um hendur eftir hvern viðskiptavin.

Fylgir smithætta þátttakendum í ratleikjakeppni?
Þær reglur sem gilda um fatnað keppenda og til varnar útbreiðslu á B-lifrarbólgu eiga einnig að duga gegn HIV-smiti.

Geta flugur og önnur blóðsjúgandi skordýr dreift HIV?
Nei.

Ef til dæmis barnabarn mitt er blæðari, er þá einhverra varúðarráðstafana þörf þegar barnið kemur í heimsókn?

Blæðarar eru alls ekki allir HIV-smitaðir, en jafnvel þó barnið væri smitað, þá er engin hætta á smiti við venjulega snertingu. Óhætt er að leika við barnið, taka það í fangið, borða með því og nota sama salerni.

Ef ég þjáðist af hvítblæði og tæki inn blóðmeðul með góðum árangri, væri mér nú óhætt að halda áfram að taka þau?
Já. 

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning