Sagan af rau­a bor­anum

hiv.is
 
 

Rauði borðinn er alheimstáknið fyrir samstöðu við HIV jákvæða og fólk með alnæmi, og hann sameinar þjóðir í sameiginlegri baráttu gegn þessum sjúkdómi.

Rauði borðinn er:

Rauður eins og ástin, tákn ástríðunnar og umburðarlyndis gagnvart þeim sem málið snertir

Rauður eins og blóðið, tákn sársaukans sem hinir fjölmörgu sem dóu úr alnæmi voru valdandi

Rauður eins og reiðin, reiðin yfir bjargarleysinu sem við stöndum frammi fyrir með sjúkdóm sem enn er engin lækning við

Rauður eins og aðvörunarskilti. Látum ekki kæruleysið gera okkur blind gagnvart einum mesta vanda sem við eigum við að glíma í samtímanum .

Snemma árs 1991 komu samtökin Visual AIDS í New York fram með hugmyndina að alheimstákni fyrir baráttunni gegn HIV/alnæmi.

Tákn sem stæði fyrir samstöðu og umburðarlyndi gagnvart þeim sem almenningur sýnir neikvæða mismunun - fólkinu sem lifir með HIV og alnæmi. Rauði borðinn varð til með hliðsjón af gulu borðunum sem voru vinsælir í Bandaríkjunum á þeim tíma og táknuðu samkennd með þeim hermönnum sem háðu stríðið í Persaflóa.

Einn af fyrstu væntanlegum listviðburðum New York borgar var afhending Tony verðlaunanna, og Visual Aids setti brátt stefnuna þangað. Herferðin spratt fram að sjálfsdáðum,sjálfboðaliðar sendu bréf og rauða borða til allra sem boðið hafði verið. Því miður reyndist kvikmyndaleikarinn Jeremy Irons vera einn sárafárra úr röðum fræga fólksins sem bar Rauða borðann í jakkaboðungnum þetta kvöld. Sjónvarpsáhorfendur voru ekki fræddir um merkingu þessa nýja tákns.

Allur Bandarískur almenningur þekkir nú merkingu Rauða borðans, og á hann jafnvel í fórum sínum. Borðinn barst fyrst yfir til Evrópu á annan í páskum 1992. Þá voru haldnir minningartónleikar um Freddie Mercury til styrktar "Meðvitundar um HIV/alnæmi" á Wembley leikvanginum í London, og yfir 100.000 Rauðum borðum var dreyft til viðstaddra.

Meira en einn milljarður manna í yfir 70 löndum horfði á tónleikahaldið í sjónvarpinu. Þann sama dag var Alþjóðlegi rauði borðinn stofnaður í London (Red Ribbon International).

Búðu til Rauða borðann: Youtube vídeo sjá hér...

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning