Nota smokk

 Nota smokk

 

Mikilvægt er að nota smokkinn rétt, því annars veitir hann ekki tilætlaða vernd gegn HIV-veirunni og Öðrum kynsjúkdómum.

Þannig er smokkurinn notaður:

-Pakkinn er opnaður varlega án þess að skemma smokkinn.
-Gæta ber vel að nöglunum og ekki má bíta í pakkann.
-Setja má sleipiefni á kónginn á limnum, það eykur næmnina.Hins vegar getur of mikið sleipiefni valdið því að smokkurinn renni af.

-Dragðu forhúðina tilbaka og haltu um totuna á smokknum með tveim fingrum svo að lokist þar inni loft, og smokraðu smokknum upp á liminn, alveg að rót hans..
-Notaðu alltaf vantsleysanlegt og sæðisdrepandi sleipiefni, hugsanlega með nonoxýnól-9.
Ráðlegt er að skipta um smokk ef kynmök standa lengi.

Eftir sáðlát: Haltu um liminn og smokkinn við rótina svo að hann renni ekki af um leið og þú dregur þig út úr rekkjunautnum. Með þeim hætti geturðu verið viss um að sæðið er kyrrt í smokknum.

ATH

Smokkur veitir góða vörn gegn HIV-smiti og smiti annara kynsjúkdóma. Smokkar sem eru viðurkenndir á Íslandi  eru einkar áreiðanlegir. Notaðu aldrei smokka sem eru of gamlir eða hafa getað orðið fyrir skemmdum. Farðu varlega þegar þú opnar pakkann og setur smokkinn á þannig að neglurnar þínar skemmi hann ekki.

Það á ekki að draga smokkinn á. Haltu um totuna jafnframt því sem þú rúllar smokknum á og gættu að því að hann fari rétt á. Smokknum á að rúlla á þegar limurinn er stinnur. Ef þú setur smokkinn á linan eða hálfstinnan liminn getur smokkurinn runnið af eða orðið fyrir hnjaski. Sumir eiga í vanda með að nota smokk. Ráð er að þjálfa í einrúmi.

Smokkurinn á að vera á limnum allan tíman meðan á kynmökum stendur. Þetta er nauðsynlegt vegna þess að veira getur verið í vökvanum sem seytlar út þegar maður er kynferðislega æstur. Ennfremur getur verið erfitt að hafa stjórn á því hvenær sáðlátið komi. Það er mikilvægt að virki aðilinn dragi liminn út eftir sáðlát vegna þess að smokkurinn getur auðveldlega runnið af þegar limurinn linast. Haltu um smokkinn þannig að öruggt sé að hann komi með út.

Mök í endaþarm geta fólgið í sér vissa hættu vegna þess að smokkurinn getur brostið. Ef þú vilt vera algjörlega öruggur um að smita ekki geturðu ekki haft mök í endaþarm. En smokkur ásamt vatnsleysanlegu sleipiefni veitir góða vörn gegn HIV-smiti. Þegar smokkur er notaður rétt er lítl hætta á því að hann bresti. Ef samfarirnar standa lengi áttu að skipta um smokk.

Smokkurinn er talinn veita 100% vörn gegn HIV-smiti. Sleipiefni minnkar álagið á smokkinn meðan á samförunum stendur.

Smokkar og sleipiefni:

Smokkurinn veitir 100% vernd gegn HIV-smiti, ef hann er viðurkenndur samkvæmt ESB-staðli og er notaður rétt og alltaf. Allir smokkar á Íslenska markaðnum fullnægja ströngum gæðakröfum. Þú getur því án þess að hafa neinar áhyggjur notað þá tegund sem þér hentar best. Erlendis geta smokkar verið af lakari gæðum en á Íslandi, taktu því smokka með að heiman þegar þú ferðast. Ef smokkurinn er notaður rétt minnkar hættan á því að hann bresti eða renni af. Áríðandi er að þú notir smokk sem hæfir limnum á þér.

Smokkur er minnst 16-17 cm langt gúmmíhulstur sem er lokað í annan endann og í kringum opið í hinum endanum er eins konar teygja. Hann er úr latex-gúmmíi sem er aðeins um 0,03-0,06 mm á þykkt. Einnig er hægt að fá smokka úr kindagörnum eins og í gamla daga - en þeir veita ekki 100% vörn. Í lokaða enda smokksins getur verið lítil tota. Smokkar geta verið beinir og sléttir og þeir geta verið með rifflum, doppum eða af sérstakri lögun og stundum vakið kátínu. Í umbúðunum er smokkurinn annað hvort púðraður eða smurður sílikonolíu eða sæðisdrepandi kremi. Allir smokkar eru merktir dagsetningu þannig að vel er ljóst hvenær á að nota þá í síðasta lagi.

Sleipniefni minnkar álagið á smokkinn þar með hættuna á því að hann bresti. Notaðu alltaf vatnsleysanlegt sleipiefni þótt krem sé á smokknum fyrir. Það nægir nefnilega ekki. Forðast ber alveg að nota krem, sem í er fita, olía og vaselín. Fita og olía eyðir latex/gummíi og smokkurinn brestur auðveldlega. Ef samfarir standa lengi glatar sleipiefnið smurhæfni sinni og þá rennur smokkurinn ekki eins létt lengur. Ef svo er þarf að nota meira sleipiefni. Vatnsleysanlegt sleipiefni má kaupa á apótekinu t.d.(Lubricating jelly). Klámbúðir selja einnig vatnsleysanlegt sleipiefni.

Margs konar sleipiefni er til með sæðis- og veirudrepandi efni sem nefnist nonoxínól-9. Tilraunir hafa sýnt að þetta efni hefur tiltekin hamlandi áhrif á HIV-veiruna. Sæðis- og veirudrepandi krem má  e.t.v. nota innan í smokknum en þá er hættara við að hann renni af. Nota má kremið eftir samfarir ef smokkurinn hefur brostið eða runnið af. Þannig verkar kremið eins og þvottaefni. Notaðu ekki vatn til að skola úr leggöngunum eða endaþarminum eftir kynmök, því slíkt veldur því aðeins að hugsanleg veira berst ofar. Veittu því athygli að sæðis- og veirudrepandi krem geta valdið ofnæmisviðbrögðum hjá sumum og dregið úr endingu smokksins.


 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning