Lifrabˇlgur

Lifrabólgur 

Lifrarbólga

Lifrarbólga er bólgumyndun í lifur. Veirur geta valdið lifrarbólgu, einnig áfengi, fíkniefni, sum lyfseðilsskyld lyf og eiturefni. Þá geta ýmsar tækifærissýkingar ss. geislasveppasýkingar (Mycobacterium Avium Complex) og herpesveirusýkingar (Cytomegalovirus) valdið lifrarbólgu.

Lifrarbólga er mjög algengur sjúkdómur. Hún birtist í fólki með heilbrigt ónæmiskerfi. Bólgan getur valdið örmyndun eða skorpnun í lifrinni (kallast þá skorpulifur) og lifrarbilun sem getur verið banvæn. Mörg lifrarbólgutilfelli eru ekki meðhöndluð því að fólk telur sig vera með flensu. Algengustu einkennin eru lystarleysi, þreyta, hiti, verkir, ógleði og uppköst, og magaverkir. Í alvarlegri tilfellum verður þvagið dökkt, hægðir ljósleitar og húðin eða augnhvítan gulnar (kallast þá gula).

Læknirinn gerir blóðrannsókn til að kanna hvort lifrin starfi eðlilega. Þá er mælt magn vissra efnasambanda: gallrauða (bilirubin), asparssýru amínófærsluensím (AST) og alanín amínófærsluensím ALT (áður kallað SGOT og SGPT). Hátt gildi slíkra efna í blóði getur verið vísbending um lifrarbólgu. Blóðið er líka skimað fyrir lifrarbólguveirum. Stundum eru tekin nálarsýni úr lifrinni til að kanna smit. Það kallast vefjasýnataka.

Veirulifrarbólga

Vísindamenn þekkja sjö veirur er valdið geta lifrarbólgu. Þær nefnast lifrarbólguveira A, B, C, D, E, F og G, eða HAV, HBV og svo framvegis. Yfir 90% tilfella eru af gerðinni A, B eða C. Veirulifrarbólga getur verið ýmist bráð eða krónísk (viðvarandi). Bráð lifrarbólga þýðir nokkra vikna veikindi og síðan bati. Krónísk lifrarbólga merkir að lifrin er bólgin lengur en sex mánuði og er viðvarandi í líkamanum. Hún getur smitast til annarra og einnig blossað upp aftur.

Lifrarbólga A og E eru bráðasjúkdómar. Veiran smitast með saur, ýmist beint eða í saurmenguðum mat. Lifrarbólga A og E valda ekki krónískum sjúkdómum.

Lifrabólga B er algengasta lifrarbólguveiran. Hún getur breiðst út innan fjölskyldu með kynlífi eða blóðsmiti. Um 7% HIV smitaðra með lifrarbólgu B fá króníska lifrarbólgu. Þessi tala er lægri en áður var, að hluta vegna bólusetningar við B veirunni, en einnig vegna notkunar veiruvarnarlyfjablöndu fyrir HIV smitaða, einkum þeirri sem inniheldur lyfið 3TC en það vinnur bæði á HIV veiruna og lifrarbólgu B veiruna. Lifrarbólga B er miklu hættulegri fólki með HIV en öðrum.

Lifrarbólga C breiðist yfirleitt út með blóðsmiti eða óhreinum sprautunálum. Sýkingin getur verið mjög væg eða einkennalaus en valdið alvarlegum lifrarskaða 10 árum eftir smiti. Næstum allir með lifrarbólgu C eru smitberar.


Lifrarbólga D finnst eingöngu í fólki með lifrarbólgu B og það veikist meira en fólk sem er eingöngu með B veiruna.

Lifrarbólga F er mjög sjaldgæf og lítið vitað um hana.

Lifrarbólga G kallast réttu nafni GBV-C veiran. Hún veldur ekki neinum þekktum sjúkdómum en er algeng meðal HIV smitaðra. Ein skýrsla fullyrðir að GBV-C smit hægi á framgangi HIV sjúkdómsins. En þeir sem eru „lausir við“ GBV-C smit farnast verr.

Besta leiðin til að forðast veirulifrarbólgusmit  er hreinlæti og með því að forðast náin kynni eða blóðsnertingu við smitaða einstaklinga. Verjur eða smokkar geta komið í veg fyrir B lifrarbólgusmit og til eru bóluefni við bæði A og B lifrarbólguveirunni sem veita vörn jafnvel eftir smit.

Engin áhrifarík meðferð er til við lifrarbólgu A og E en veikindin standa bara yfir í nokkrar vikur. Interferon-alpha og önnur lyf notuð í baráttunni við HIV - lamivudine (3TC), Descovy og Truvada – geta unnið á lifrarbólgu B og D.
Lyfin sérstaklega tengist lifur aukaverkanir eru ddI (dídanósín Videx, Videx EB), lopinavir / ritonavir (Kaletra) og darunaviri (Prezista). Í september 2002 gáfu Bandaríkjamenn grænt ljós á notkun lyfsins adefovir dipivoxil (Hepsera®) við meðhöndlun lifrarbólgu B. Sum nýrri HIV lyf geta líka nýst gegn lifrarbólgu B, C og D.

Aðrar orsakir lifrarbólgu

Lifrarbólga af völdum áfengis, fíkniefna, lyfja eða eiturefna veldur sömu einkennum og veirulifrarbólga. En lifrin skaðast ekki af völdum veiru í þessum tilfellum. Starf lifrinnar er að brjóta niður margvísleg efni í blóðinu og því hægt er að ofgera henni. Sum lyf við alnæmi eða sambærilegum sjúkdómum geta valdið lifrarbólgu. Það geta sum algeng verkjalyf einnig s.s. paracetamol eða Tylenol®.

Besta meðferðin við lifrarbólgu af þessum orsökum er að hætta notkun áfengis eða lyfja/fíkniefna sem erta lifrina. Ef lifrarbólgan stafar af tækifærissýkingu út frá HIV þarf að ná tökum á henni svo að lifrin geta náð sér á ný.

Lyfjavandamál

Lifrin þarf að starfa eðlilega til að brjóta niður flest lyf. Lyf, sem ollu engum vandkvæðum þegar lifrin var heilbrigð, geta gert lifrarbólgusmitaða manneskju mjög veika. Það gildir einnig um áfengi, aspirín (magnýl), jurtalyf og fíkniefni. Gakktu úr skugga um að læknirinn þinn viti hvaða töflur eða fæðubótarefni þú sért að taka.

Víxlverkun getur átt sér milli sumra lifrarbólgulyfja og veiruvarnarlyfja. Læknirinn þarf að athuga vandlega hvaða lyf megi taka á sama tíma.

Aðrar meðferðir

Tvö jurtalyf virðast gagnast við allar gerðir lifrarbólgu. Annað er lakkrisplantan (Glycyrrhiza glabra), oft neytt í hylkjum eða sem te. Hitt er mjólkurþistillinn (Silybum marianum), neytt sem seyði eða te. Ræddu við lækninn þinn eða reyndan jurtalækni áður en þú notar lakkrisplöntu eða mjólkurþistil.

Nátúrleg lifrarbólgulyf  ESSENTIALE FORTE N 300 mg 

Lesa meira...

Bólusetning við lifrarbólgu A og B

Það eru þrjár leiðir til að fyrirbyggja lifrarbólgusmit. Ef um stutta ferð til útlanda er að ræða með lítil samskipti við innfædda þá nægir yfirleitt bólusetning með Havrix bóluefninu við lifrarbólgu A. Havrix er gefið í tveim skömmtum. Sá fyrri rétt fyrir brottför og sá síðari 5-12 mánuðum seinna. Havrix bólusetning veitir vernd í að minnsta kosti 20 ár. Engerix-B er bóluefni við lifrarbólgu B og er gefið í þrem skömmtum, þeim fyrsta að minnsti kosti mánuði fyrir brottför. Engerix-B bólusetning veitir vernd gegn lifrarbólgu B í að minnsta kosti 5-8 ár.

Mælt er með bólusetningu við lifrarbólgu A og B fyrir þá sem ferðast oft til fjarlægra landa. Twinrix bóluefnið er gefið í tveim skömmtum og ver við bæði lifrarbólgu A og B. Best er að fá fyrri skammtinn mánuð fyrr brottför. Twinrix bólusetning veitir vernd fyrir lifrarbólgu A í að minnsta kosti 20 ár og fyrir lifarbólgu B í að minnsta kosti 5-8 ár.

Bóluefni við þessum sjúkdómum er til. Havrix er bóluefni við lifrarbólgu A, Engerix-B við lifrarbólgu B og Twinrix er blandað bólefni við báðar lifrarbólgugerðirnar. Íslendingar eru mjög berskjaldaðir fyrir A lifrarbólgusmiti vegna lítilla meðfæddra veiruvarna.

Hvað ætti ég að gera?

1) Notaðu verjur við kynlíf (hvort heldur við karlmann eða konu).
2) Þvoðu þér oft um hendur.
3) Farðu reglulega í læknisskoðun, fræðstu um ábyrgt kynlíf og einkenni lifrarbólgu.

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning