Fer­al÷g og bˇlusetningar

 
Ferðalög og bólusetningar

 

Ráðgjöf varðandi ferðalög og bólusetningar ætti alltaf að miðast við heilsufar og ástand einstaklingsins. Þetta er afar mikilvægt, einkum hvað varðar HIV-jákvæða, með það í huga að ónæmisstigið getur verið breytingum háð.

Almennt talað ættu HIV-jákvæðir alltaf að vera á varðbergi og gæta sín, sérstaklega hvað varðar hreinlæti í meðferð matar og drykkjar. Þess vegna ættu þeir alltaf að hafa samband við lækni sinn í tæka tíð tæka tíð áður en lagt er í utanlandsferð, einkum og sér í lagi ef þeir hyggja á ferðalög utan Vestur-Evrópu, Kanaríeyja, Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada , Japan og Nýja Sjálands.

HIV-jákvæðir þurfa, eins og allir aðrir, að gera sérstakar ráðstafanir ef þeir ætla að ferðast til landa þar sem búast má við annars konar hreinlætisstaðli en við erum vön heima fyrir. Þessar reglur eru:

Matur/drykkur/böð og sund

Magakveisa og niðurgangur eru algengir ferðamannakvillar. Einkennin koma venjulega í ljós 6-12 klukkustundum eftir að menn hafa etið eða drukkið eitthvað skemmt eða mengað, og geta varað í 2-3 sólarhringa. Önnur matareitrunareinkenni, t.d. vegna salmonellusýkingar, koma í ljós eftir 1-3 daga eða jafnvel síðar. Mikilvægar forvarnir gegn sýkingu af völdum matar- eða drykkjarvöru eru:

*Að viðhafa fyllsta hreinlæti í eldhúsinu og við meðhöndlun á mat og drykk;

*Að þvo sér alltaf vandlega um hendur áður en eldamennska hefst og að
sjálfsögðu eftir allar ferðir á snyrtingu;

*Að leggja sér aðeins til munns skeldýr, fisk- eða kjötmeti sem er soðið
eða steikt í gegn og framreitt sjóðandi heitt, og halda sig við ferskt
grænmeti og ávexti sem hver og einn getur hreinsað eða flysjað sjálfur;

*Að forðast majones, jafninga og sósur, linsoðin egg, salat, hrátt
grænmeti, rjóma- eða mjólkurís og ógerilsneyddar mjólkurvörur.

Þegar um er að ræða einstaklinga með innvortis sjúkdóma gæti verið skynsamlegt að láta þá hafa fúkalyf meðferðis, sem þeir gætu tekið inn ef einhver einkenni skyldu gera vart við sig, t.d. magaverkir og niðurgangur.Slík einkameðferð breytir þó þarmaflórunni og gæti breytt sjúkdómseinkennunum, þannig að ekki er hægt að mæla með henni fyrir alla HIV-jávæða. Hver einstakur ætti því að ræða þetta við sinn eigin lækni.

HIV-jákvæðir, með mjög lélegar ónæmisvarnir geta orðið afar veikir ef þeir sýkjast af völdum sníkjudýranna Cryptosporidium eða Giardia lamblia, sem finnast í illa hreinsuðu drykkjarvatni og á menguðum baðströndum, bæði í sjó og í sundlaugum. Því er lögð mikil áhersla á að HIV-jákvæðir neyti aðeins drykkjarvatns í háum gæðaflokki og almenna reglan er að drekka einungis hreinsað vatn, verksmiðjuátappað. Sérstaklega áríðandi er að drekka aldrei vatn úr stöðuvötnum, ám eða lækjum úti í náttúrunni. Kaffi, te, öl. vín, gosdrykkir og sóda- eða ferskt vatn frá viðurkenndum framleiðendum, átappað á flöskur, er yfirleitt alltaf öruggt til neyslu.

Öllum ferðamönnum ber að forðast böð, sund eða vatnsleiki í ósöltu vatni í löndum sunnan Miðjarðarhafsins og í hitabeltislöndum. Sjóböð eru yfirleitt talin örugg hvað smitsjúkdóma varðar, en HIV-jákvæðir eiga að vera vel á verði gegn öllu smiti og gæta sín að svelgja ekki vatn þegar þeir baða sig eða synda, sérstaklega vegna hættu á fyrrgreindum sníkjudýrum.

Daglegt, persónulegt hreinlæti

Hreinsun og umbúðir um smávægileg sár og rispur er sérstaklega áríðandi erlendis. Í hitabeltislöndum skulu menn varast að ganga berfættir annars staðar en á baðströndum, vegna þess að í rökum jarðveginum kunna að leynast ýmsir smit- eða sjúkdómsvaldar.

Varnir gegn mý- og flóabiti

Mikilvægt er fyrir alla að forðast mýbit í hitabeltislöndum. Mýflugur stinga allan sólarhringinn þar, en þó eru þær ágangsharðastar á tímanum milli sólarlags og sólarupprásar. Á svæðum þar sem malaría og beinbrunasótt (Dengue-fever) er landlæg, er skynsamlegt að klæðast alltaf sokkum, síðum buxum og langerma skyrtum og að nota mýflugnaáburð sem inniheldur dietyltoluatnid. Innanhúss er gott að verjast flugum með mýflugnaneti, yfir rúmi og fyrir gluggum og dyrum. Hótelherbergi með loftræstikerfi eru yfirleytt laus við mýflugur.

Áðurnefndar forvarnir eru sérstaklega mikilvægar fyrir HIV-jákvæða, sem ekki geta látið bólusetja sig t.d. gegn hitasóttargulu. Á svæðum þar sem flær eru útbreiddar (sérstaklega í Mið- og Austur Evrópu, er mikilvægt að verja sig með hentugum klæðnaði og skófatnaði. Með því að nota mýflugnaáburð og viðeigandi eitur, duft eða úr sprautubrúsa, á föt er að miklu leyti hægt að verja sig gegn flóm, sem geta bitið sig fastar á húðina, en ef það skeður verður að fjarlægja þær eins fljótt og mögulegt er.

HIV-jákvæðir ættu að hafa í huga mikilvægi þess að verja líkamann gegn stunguflugum eða skordýrum, sem geta borið með sér Leishmaniasis (Kala-Azar) á svæðum umhverfis Miðjarðarhafið, í Mið-Austurlöndum og í hitabeltinu.

Bólusetningar og almennar varúðarráðstafanir gegn sjúkdómum áður en lagt er í ferðalag

Flest þau bóluefni sem mælt er með að menn fái áður en lagt er af stað í langferð henta einnig HIV-jákvæðum. Þar að auki getur verið hentugt að bjóða HIV-jákvæðum með lágt ónæmisþol bóluefni, sem venjulegum ferðamönnum stendur yfirleitt ekki til boða, þ.e.a.s. bóluefni gegn lungnabólgu (Pneumokokk-infection) og/eða inflúensu.

Svonefnt "lifandi-bóluefni" ætti ekki að gefa HIV-jákvæðum. Þar er um að ræða bóluefni gegn gulu-hitasótt, berklum og mislingum (sem er með í MMR bóluefninu). Mörg lönd gera þó kröfu til að ferðamenn geti sýnt fram á gulu-hitasóttarbólusetningu.

HIV-jákvæðir, sem ekki eru bólusettir gegn gulu-hitasótt og hyggja á ferðalag til svæða þar sem vottorðs er krafist geta beðið lækni um vottorð (á ensku) þar sem fram kemur að viðkomandi þoli ekki gulu-hitasóttarbóluefni af læknisfræðilegum ástæðum (for medical reasons).

Mýrarköldulyf (Malaria) mega og eiga að notast af HIV-jákvæðum þegar farið er til svæða þar sem mýrarkalda geysar eða er jafnvel landlæg.

HIV-jákvæðum ber að sjálfsögðu að muna að nota verjur við samfarir og aðrar kynferðislegar athafnir, einnig og auðvitað þegar ferðast er á erlendri grund.

Lifrabólga

Lifrabólga er meðal alvarlegustu sjúkdóma sem ferðalangar geta smitast af á ferðalögum erlendis. Hún er venjulega ekki lífshættuleg en leiðir til mikillar bólgu í lifur sem getur tekið allt að eitt ár að ganga til baka. Mismunandi veirur valda lifrabólgu. Lifrabólga A og Lifrabólguveira B heita þær tegundir sem hægt er að verja sig gegn með bólusetningu.

Meðal ferðalanga er Lifrabólga A algengasti sjúkdómurinn á eftir niðurgangi og malaríu. Einnig herjar Lifrabólga B alloft á ferðalanga.

Það eru til bóluefni til varnar þessum sjúkdómum.

Havrix er bóluefni gegn Lifrabólgu A. Engerix - B. Er bóluefni gegn Lifrabólgu B og Twinrix er samsett bóluefni sem verndar gegn báðum þessum hættulegu sjúkdómum. Íslendingar eru mjög næmir fyrir Lifrabólgu A þar sem fæstir hafa náttuúrulega vörn gegn þessari veiru.

Hvert á að fara ... og hvernig?

Í Evrópu er hættan á að smitast lítil en mun meiri í Norður og Mið Afríku, löndunum fyrir botni Miðjarhafs, Asíu og flestum fyrrverandi austantjaldslöndunum.

Hættan á að smitast af lifrabólgu fer einnig eftir því hvernig ferðast er: Hættan á smiti eykst ef þú ætlar að ferðast meðal innfæddra, fara í safaríferðir, gönguferðir eða lestaferðir eða dvelja í langan tíma í framandi landi.

Smitleiðir lifrabólgum A

Lifrabólguveira A finnst í meinguðu vatni og í mat sem ekki hefur verið hitaður nægjanlega lengi t.d. Skelfisk. Alls staðar þar sem hreint vatn kemst í snertingu við skólp er hætta á smiti t.d. á baðströndum sem eru nálægt slíku frárennsli. Fyrst eftir smit eru einkenni engin og því getur sá nýsmitaði óafvitandi smitað aðra t.d. eftir ófullnægjandi hreinlæti við salernisferðir. Útbreiðsla er mikil meðal barna sem síðan geta smitað eldri systkini, foreldra og vini.

Sjúkdómurinn lifrabólga A

Meðgöngutími sýkingar er um einn mánuður. Fyrst verður vart flensulíkra einkenna; hita, vanlíðunar og lystarleysis. Eftir viku koma hefðbundin einkenni lifrabólgu; dökkt þvag, gulleit húð, hvíta í augum gulnar og kviðverkir. Það er engin meðferð til við lifrabólgu A og það getur tekið sjúklinginn marga mánuði að ná fullri heilsu.

Smitleiðir lifrabólgu B

Lifrabólga B smitast við blóðblöndun og kynmök. Í löndum þar sem útbreiðslan er mikil t.d. í Mið – Afríku og Suðaustur – Asíu telst lifrabólga B vera barnasjúkdómur þar sem móðir smitar barn sitt í fæðingu eða snemma á ævinni. Í Suðaustur - Asíu smitast um 20% þjóðarinnar árlega og nær allir hafa sýkst einhvern tímann.

Helstu áhættuþættir eru; kynmök án smokka, götun á húð, nálarstungur, húðflúr og meðferð á heilbrigðisstofnun ef notaðar eru vörur með blóði.

Sjúkdómurinn lifrabólga B

Meðgöngutími sýkingar er 2 – 6 mánuðir sem gerir fólki erfitt að finna út hvenær það hefur smitast. Einkenni minna á lifrabólgu A. Milli 5 – 10% smitaðra verða langvarandi smitberar og geta þeir smitað aðra með blóði og kynmökum. Börn verða sjaldan veik af lifrabólgu B en það eru helst þau sem verða langvarandi smitberar. Um fjórðungur þeirra sem verða langvarandi smitberar fá síðar skorpulifur eða krabbamein í lifur. Þetta gerir lifrabólgu B að helsta orsakavaldi krabbameins í heiminum á eftir reykingum.

Baráttan gegn lifrabólgu B

Lifrabólga B er annar algengasti sjúkdómurinn í heiminum á eftir malaríu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að um þriðjungur (2000 miljónir) af íbúafjölda heimsins hafi sýkst af lifrabólgu B. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur reynt að uppræta sjúkdóminn með því að hvetja þjóðir heims til þess að bólusetja börn gegn lifrabólgu B.

Um 85 lönd hafa svarað kallinu og bólusetja nú börn markvisst en Ísland er ekki á meðal þeirra. Ísland telst til þeirra svæða í heiminum sem hafa lægst hlutfall smitaðra á hverju ári. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt en það þýðir einnig að við þurfum að láta bólusetja okkur gegn þessari vá þegar við hyggjum á ferðalög til landa þar sem útbreiðslan er mikil.

Hafðu samband við lækni eða heilsugæslustöð til að fá frekari upplýsingar um bólusettningar fyrir ferðamenn.

Bólusetning

Hægt er að verja sig gegn lifrabólgu á þrjá vegu.

Ef ætlunin er að dvelja skamman tíma í landinu og hafa lítil samskipti við innfædda er oft nóg að bólusetja sig með Havrix gegn lifrabólgu A. Havrix er gefið í tveimur skömtum. Fyrsti skamtur er gefinn fyrir brottför og viðhaldsskamtur er gefinn 6 – 12 mánuðum síðar. Havrix veitir vörn gegn lifrabólgu A í a.m.k. 20 ár.

Engerix – B er bóluefni gegn lifrabólgu B. Engerix - B er gefið í þremur skömtum og þarf bólusetning að hefjast að minnsta kosti mánuði fyrir brottför. Engerix – B veitir a.m.k. 5 – 8 ára vörn gegn lifrabólgu B.

Fyrir þá sem ferðast mikið og að jafnaði til fjarlægra landa er mælt með vörn gegn lifrabólgu A og B. Twinrix er bóluefni sem verndar bæði gegn lifrabólgu A og B. Twinrix er gefið í þremur skömtum. Æskilegt er að fyrsta bólusetning fari fram einum mánuði fyrir áætlaða brottför. Twinrix veitir vörn gegn lifrabólgu A í a.m.k. 20 ár og lifrabólgu B í a.m.k. 5 – 8 ár.

Þessar uppl eru fengnar úr bæklingi: Ferð þú til útlanda ? það er hægt að verja þig og þína með bólusetningu! gsk Smith Kline Glaxo gaf bæklingin út í samvinnu við sóttvarnalækni.

Það eru til bóluefni til varnar þessum sjúkdómum.

Havrix er bóluefni gegn Lifrabólgu A. Engerix - B. Er bóluefni gegn Lifrabólgu B og Twinrix er samsett bóluefni sem verndar gegn báðum þessum hættulegu sjúkdómum. Íslendingar eru mjög næmir fyrir Lifrabólgu A þar sem fæstir hafa náttuúrulega vörn gegn þessari veiru.

Þú finnur uppl um þessi bóluefni á leitarvél lyfjastofnunar

Havrix
Engerix - B
Twinrix

Hægt er að fá almennar upplýsingar um bólusetningu á öllum heilsugæslustöðvum landsins, Landspítalanum og á Göngudeild sóttvarna. Á þessum stöðum eru bólusetningar einnig framkvæmdar. Skyldubólusetningar er nú einungis krafist gegn gulusótt (yellow fever) og aðeins við komu til tiltekinna landa. Í þeim tilvikum þarf ferðalangurinn gilt bólusetningarvottorð viðurkennt af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Vottorð um bólusetningu gegn gulusótt eru gefin út á Göngudeild sóttvarna eða á þinni heilsugæslustöð.

Upplýsingar um bólusetningar frá Doktor.is

Svonefnt "lifandi-bóluefni" ætti ekki að gefa HIV-jákvæðum. Þar er um að ræða bóluefni gegn gulu-hitasótt, berklum og mislingum (sem er með í MMR bóluefninu). Mörg lönd gera þó kröfu til að ferðamenn geti sýnt fram á gulu-hitasóttarbólusetningu.

HIV-jákvæðir, sem ekki eru bólusettir gegn gulu-hitasótt og hyggja á ferðalag til svæða þar sem vottorðs er krafist geta beðið lækni um vottorð (á ensku) þar sem fram kemur að viðkomandi þoli ekki gulu-hitasóttarbóluefni af læknisfræðilegum ástæðum (for medical reasons).

Sérstök ástæða er til að minna á endurnýjun bólusetningar gegn stífkrampa og mænusótt hafi það ekki verið gert fyrr. Mikilvægt er að huga að bólusetningum í tíma, lítið gagn er að bólusetningu sem gefin er brottfarardag.

Bólusetningar ferðamanna:

Ferðamannaheilsuvernd er flókin og síbreytileg. Ráðgjöfin byggist sumpart á ferðinni, sem fara á (hvert farið er, hvert ástandið er þar, hve lengi dvalið, hvers konar ferð) og sumpart á ferðamanninum sjálfum (t.d. fyrri bólusetningar, sjúkdómar, ofnæmi).

Best er að bóka a.m.k. mánuði fyrir brottför. Hafið með handbær skírteini um fyrri bólusetningar vegna ferðalaga.

Nánari upplýsingar og tímapantanir eru á Göngudeild sóttvarna, s. 585-1390 eða á þinni heilsugæslustöð.


Ferðamannabólusetningar

Ferðast með veiruvarnarlyf

Athugaðu hvort skæðir sjúkdómar hafi gert vart við sig og hvaða varúðarráðstafanir beri þá að gera.
Centers for Disease Control and Prevention (CDC) enska Sjá hér

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning