Varnir


Hættan á HIV-smiti samfara ýmsum útfærslum á kynlífi
 

Hættan á HIV-smiti samfara ýmsum útfærslum á kynlífi

Mök í endaþarm:
Mökum í endaþarm má skipta í tvo þætti:

1. Óvirki aðilinn = sá sem tekur við limnum í endaþarminn.
2. Virki aðilinn = sá sem setur liminn í endaþarminn.

Óvirki aðilinn sem hefur mök í endaþarm án smokks leggur sjálfa(n) sig í mjög mikla hættu á því að verða smituð/smitaður af HIV ef virki aðilinn er smitberi, vegna þess að slímhúðin í endaþarminum er þunn. HIV berst auðveldlega í gegnum slímhúðina í endaþarminum, einkum ef þar eru rispur eða opin sár.

Mök í endaþarm án verndar geta einnig valdið virka aðilanum hættu ef óvirki aðilinn er smitberi. Minni háttar blæðingar geta orðið frá endaþarmi og einnig getur verið blóð í hægðunum eða rispur eða gyllinæð í endaþarmi.

HIV getur borist í virka aðilann, væntanlega um slímhúðina og einnig um þvagrásina. Því er ekki nauðsynlegt að sár eða rispur séu á limi virka aðilans til þess að smit geti borist á milli.

Munngælur - Tungukossar:
HIV smitar ekki með munnvatni. Því er engin hætta á að smit berist þegar kysst er venjulegum kossum á varir eða og heldur ekki þótt kysst sé tungukossum nema báðir aðilar hafi blæðandi sár í munni (t.d áblástur, herpes o.fl.); og þá kyssa menn ekki! Fræðilega hættan við kossa lýtur sem sagt að því hvort blóð er annars vegar, ekki munnvatn.

Að sleikja og kyssa:
Sleik og kossar á geirvörtur, brjóst, eyrnasnepla, eistu er öruggt kynlíf. Ef bitið er ber að gæta þess að ekki sé bitið svo fast að húðin blóðgist því þá er farvegur ruddur fyrir HIV.

Að sleikja lim (fellatio)
Að sleikja lim er sú tegund kynlífs sem einna erfiðast er að veita einhlít ráð um, því enginn veit með vissu hve smithættan er mikil. Ljóst er að hættan við að sleikja lim er verulega minni en við mök í endaþarm.

Í sáðvökvanum sem kemur við stinningu getur verið HIV-veira eins og við sáðlát en hún er ekki í því magni að nein raunveruleg hætta stafi af slíku.

Þegar einhver sleikir lim einstaklings sem er HIV-smitaður er hætta á að smit berist úr sæði hins HIV-smitaða í hana/hann sem sleikir liminn. Þó er talið að sár eða rispur þurfi að vera í munnholinu til þess að smit berist á milli þótt veiran geti farið um órofna slímhúð. Draga má verulega úr hættunni með því að forðast að fá sæði í munninn.

Engin staðfest hætta er á því að í einstakling sem HIV-smitberi sleikir liminn á berist smit vegna þess að magn HIV-smits í munnvatni er ofurlítið. Talið er að sá/sú sem sleikir verði að hafa blæðandi tannhold áður en hugsanlegt smit geti borist í hinn aðilann með þeim hætti. Þó er óvissan of mikil til að hægt sé að nota hugtakið "öruggt kynlíf".

Að sleikja kynfæri konu (cunnilingus)
Þegar einhver sleikir ytri kynfæri konu er hætta á að smit berist úr leggangavökva hennar, ef hún er smitberi. Þó er talið að sá/sú sem sleikir þurfi að hafa opin sár eða rispur í munninum. Hafa ber þó í huga að veira getur borist um slímhúðina.

Að sleikja endaþarmsopið (rimming)
Að sleikja endaþarmsopið felur ekki í sér hættu varðandi HIV nema til staðar sé blóð úr rispum eða gyllinæð. Að fá sleikt endaþarmsopið felur ekki í sér hættu fyrir hann/hana sem er sleikt/ur. Taka verður fram að aðrar sýkingar geta uðveldlega borist um munnslímahúðina.

Þvagsex:
Engin hætta stafar af þvagi utan á líkamanum, nema viðkomandi sé með opin sár vegna þess að í þvaginu getur verið blóð sem getur komist í blóðrás viðkomandi. Þetta á einkum við ef haft er þvaglát í endaþarm, þar sem húðin er afar þunn og næm.

Lítil hætta fylgir því að drekka þvag, en ekki er þó hægt að mæla með slíku. Meginreglan ætti þó að vera, vegna almennrar sýkingarhættu, að forðast þvag annarra aðila, bæði inn- og útvortis.

Hægðir:
Um hægðir utan á líkamann gildir það sama og sagt er hér að framan. Blóði í hægðum fylgir sama hætta og blóðismitun yfirleitt. Almennt hreinlæti ætti að gilda varðandi öll úrgangsefni líkamans.

Fistfucking:
Fist-fucking eða hnefareið krefst samviskusamlegs undirbúnings: Smyrja skal vel af kremi eða vaselíni á úlnliðina svo húðin verði nægilega sleip. Neglur skulu vera stuttkliptar og snyrtar. Hættan á HIV-smiti liggur aðallega í því að viðkomandi sé með opin sár á úlnlið eða höndum.

Nær öruggt er að hnefareið veldur sárum í endaþarmi mótaðilans. Hnefareið er öruggust ef notaðir eru latex-hanskar.

Margir sem stunda þessa tegund kynlífs hafa þá skoðun að vatnsuppleysanlegt krem nægi ekki, en sé notuð olía eða olíublandað krem er mikilvægt að forðast penis-samfarir á eftir því olían eyðileggur gúmmíið í verjunni. Almenna reglan er: samfarir fyrst og síðan hnefareið, eða eingöngu hnefareið og nota nægilega mikið af vatnsuppleysanlegu kremi.

Fingurörvun:
Lítil hætta er á að yfirfæra HIV við örvun með fingri í endaþarm. Vitaskuld er það ekki sjálfur fingurinn sem getur yfirfært HIV og HIV yfirfærist ekki heldur úr endaþarminum í fingurinn. En sæði eða vökvinn sem kemur úr limnum við stinningu getur borist af limnum/leggöngunum í slímhúðina í endaþarminum.

Þetta má forðast með því að hafa ekki fingurinn til skiptis á/í eigin limi/leggöngum og í endaþarmi hins aðilans. Það er þó ekki mikið magn leggangavökva og sæðis sem berst frá öðrum aðilanum til hins þannig að hættan er ekki mikil. Sleipiefni með nonoxínol-9 dregur enn úr hættunni.

Dýrasex:
HIV er tegundabundið. Kynferðislegt samband manna og dýra getur ekki valdið smiti nema í því tilviki að hafðar séu samfarir við vissa apategund!

Munnvatn:
Engin hætta er á smit berist á milli með munnvatni. Það magn HIV-veiru sem getur verið í munnvatni úr HIV-smituðum er of lítið til þess að geta talist raunverulegur smitþáttur.

Sæði:
Í sáðvökva HIV-smitaðs einstaklings er HIV-veira, en HIV-veira verður að berast í blóðrás hins aðilans til þess að hún yfirfærist. Því er engin hætta samfara því að fá eða sprauta sæði yfir allan líkamann á meðan húðin á líkamanum er heil.

Sadismi/masokismi (s/m)
Kynlífsleikir þar sem verða blæðingar, rispur eða opin sár á húðinni fela í sjálfum sér enga hættu í sér. En ef blóð, sæði eða leggangavökvi berst frá hinum smitaða í sár eða rispur hjá hinum er smithætta fyrir hendi.

Þegar notuð eru píngingartæki er mælt með að hafa eitt sett á mann og skiptast ekki á. Ef þetta er ekki hægt ber að þrífa tækin vandlega áður en þau eru notuð á öðrum.

Venjulegar samfarir:

Konur:
Kona getur smitast af HIV, ef HIV-smitað sæði eða þvag, sem inniheldur blóð, berst inn í leggöngin. Sama á við um blóð.

Karlmenn:
Karlmaður getur smitast af HIV í venjulegum samförum af völdum HIV-smitaðs leggangavökva og/eða blóðs. Sennilegasti smitstaðurinn eru rispur í þunnu húðinni á bak við forhúðina og um þvagrásina.

Kannanir sýna að smithætta er minni ef karlmaðurinn er umskorinn, en hættan er þó enn fyrir hendi. Gæta ber að því að ekki er nauðsynlegt að sár/rispur séu á slímhúðinni til þess að smit verði, en slíkt eykur að sjálfsögðu smithættuna.

Sjálfsfróun:
Engin hætta er á HIV-smiti við sjálfsfróun.

Gagnkvæm sjálfsfróun:
Sæði, leggangavökvi eða blóð frá HIV-smituðum á ósára húð myndar enga hættu. Ekki ætti að nota leggangavökva eða sæði frá hinum aðilanum sem sleipiefni við gagnkvæma sjálfsfróun. Þar með getur HIV borist í blóðrásina úr sárum eða rispum í slímhúðinni.

Kynlífsleikföng og hjálpartæki:
HIV-veira er mjög viðkvæm fyrir hitabreytingum og hún grandast mjög auðveldlega. Þó er talið að veira geti borist á milli við sameiginlega notkun á hjálpartækjum, sem sett eru í leggöng eða endaþarm, og því er ráðlegt að hvor aðili hafi sín eigin hjálpartæki sem aðeins sá einstaklingur notar.

Ef þetta er ekki hægt er mælt með því að draga á t.d. gervigetnaðarlim smokk og skipta um smokk áður en gervilimurinn er notaður á öðrum. Mælt er með því að kynlífsleikföng og hjálpartæki séu þrifin áður en þau eru notuð á öðrum. Gjarnan í 2-4% klórínlausn eða brennsluspritti.

Blóðsamruni:
Engin hætta stafar af því að fá blóð á húðina svo fremi að húðin sé heil. En hætta stafar af því þegar blóð úr einstaklingi berst í opin sár eða rispur á næóð úr öðrum einstaklingi. Blóð berst varla inn um gömul sár eða hrufl. Forðast ber að tíðablóð berist í rispur eða opin sár.

Rakstur:
Litlar rispur og sár geta myndast við rakstur. Forðast ber að sæði og blóð úr einstaklingi berist í þessi fersku sár eða rispur að loknum rakstri. Ef raksturinn er hluti af kynlífsleiknum er mikilvægt að sæði berist ekki á nýrakaða staði. Engin hætta stafar af því að fá sæði eða blóð á húðina svo fremi að húðin sé heil.

Leggangavökvi:
Hjá HIV-smitaðri konu inniheldur leggangavökvi hiv-veiru og magnið er meira ef tíðablóð er í vökvanum. Því ber að nota smokk við mök í leggöngin og forðast að leggangavökvi og blóð berist í munninn við munngælur.

Sáðvökvi sem myndast við stinningu:
Hjá flestum karlmönnum vætlar vökvi út um liminn þegar þeir verða kynferðislega æstir áður en þeir fá sáðlát. Hjá sumum meira en hjá öðrum. Þetta er sæðisvökvi og hann inniheldur HIV-veiru hjá HIV-smituðum einstaklingi.

Þessi vökvi er hins vegar af skornum skammti miðað við magn sæðis sem kemur við sjálft sáðlátið. Ekki er sannað að magn HIV-veiru sé nægilegt til að smit geti átt sér stað. Þessi sáðvökvi er ekki partur af öruggu kynlífi.

Húðflúr:
Húðflúr skal vinna með sótthreinsuðum verkfærum. Veldu flúrmeistara þar sem þú ert viss um notuð eru sótthreinsuð verkfæri.

Götun:
Við götun er mikilvægt að nota ekki sömu nálar á fleiri einstaklingum. Nálarnar eiga að vera sótthreinsaðar. Opin sár sem myndast við götun ryðja leiðina fyrir HIV-veiruna inn í blóðrásina. Því er mikilvægt að forðast, að sæði og blóð frá öðrum einstaklingum komist í snertingu við sár eftir götun.

Poppers:
Það er í sjálfu sér engin hætta á hiv-smiti með því að nota poppers nema þú stundir óábyrgt kynlíf. Poppers er þó almennt talið skaðlegt heilsunni.

Símakynlíf:
Alls engin hætta stafar af því að stunda símakynlíf!

Nudd:
Hvers konar nudd utan á líkamann er hættulaust.

Bindilosti (bondage):
Sá/sú sem lætur binda sig má ekki láta hinum aðilanum eftir að ákveða hvor stunda eigi öruggt kynlíf eða ekki. Ráðlegt er að hafa mörkin alveg á hreinu fyrir fram og menn verða að treysta hvor öðrum áður en farið er út í bindileiki.

Drottnun (dominans):
Engin hætta stafar af því að drottna eða láta drottna yfir sér á kynferðislegan hátt ef allir aðilar eru á því að stunda ábyrgt kynlíf.

HIV-jákvæð(ur) með HIV-jákvæðri/jákvæðum:
Vísindamenn um allan heim eru ekki á eitt sáttir um hvort tveir HIV-smitaðir, af hvoru kyninu sem er, eigi að stunda "öruggt kynlíf" eða hvort það skipti engu máli.

Ýmis af afbrigði eru til af HIV-veirunni sem eru kannski ekki öll jafn árásargjörn.

Sumir álíta þess vegna að HIV-smitaðir ættu að forðast að verða fyrir fleiri mismunandi afbrigðum af HIV-veirunni. Tveir HIV-smitaðir sem stunda ábyrgt kynlíf saman forðast jafnframt flestar aðrar sýkingar sem smitast við kynlíf.

HIV-jákvæð(ur) með HIV-neikvæðri/neikvæðum:
Engin smithætta eins lengi og þú stundar ábyrgt kynlíf.

Blóðgjöf:
Hættan á að smitast við blóðgjöf til dreyrasjúklinga eða sjúklinga, sem taka við blóði á íslandi, er hverfandi. Allt blóð til blóðgjafar verður í dag skimað og hitameðhöndlað og ekki er talin vera nein smithætta.

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning