VÝtamÝn og fŠ­ubˇtaefni


Vítamín og fæðubótaefni

 


Af hverju vítamín og fæðubótarefni eru mikilvæg

Vítamín og steinefni kallast stundum örefni. Líkaminn þarf á þeim að halda í litlum skömmtun til að standa undir efnahvörfum sem frumur þurfa til að lifa. Hin ýmsu næringarefni hafa áhrif á meltinguna, taugakerfið, hugarstarfsemina og aðra líkamsstarfsemi.

Örefni finnast í mörgum fæðutegundum. Heilbrigt fólk fær ef til vill næg vítamín og steinefni úr fæðunni. Fólk með HIV eða aðra sjúkdóma þarf meira af örefnum til að lagfæra og græða frumur. Mörg lyf geta auk þess valdið næringarefnahörgli.

Andoxunarefni (þráavarnarefni):

Sumar sameindir í líkamanum oxast þ.e. bindast súrefni. Þær kallast þá sindurefni (free radicals). Þær hvarfast auðveldlega við aðrar sameindir og geta skaðað frumur. Hátt hlutfall sindurefna virðist valda obbanum af því tjóni sem tengist öldrun.
 
Sindurefni myndast við eðlilega líkamsstarfsemi. Andoxunarefni eru sameindir sem geta hindrað það að sindurefni hvarfist við aðrar sameindir. Það takmarkar skaðsemi þeirra. Nokkur næringarefni eru andoxunarefni.

Andoxunarefni skipta HIV smitaða miklu máli því að HIV sýking leiðir til hækkaðs hlutfalls sindurefna í líkamanum. Og sindurefni auka áhrif HIV veirunnar. Hærra hlutfall andoxunarefna getur hægt á veirunni og hjálpað til við að bæta skaðann sem hún veldur.

Mikilvæg næringarefni

Það getur gagnast HIV sjúkum að taka eftirfarandi vítamín og steinefni sem fæðubótarefni:
 
B-vítamín: B1-vítamín (þíamín), B2-vítamín (ríbóflavín), B6-vítamín (pýrídoxín), B12-vítamín (kóbalamín) og fólat (fólínsýra).

Andoxunarefni m.a. beta-karótín (líkaminn brýtur niður beta-karótín til að mynda A-vítamín), selen, E-vítamín (tókóferól) og C-vítamín.

Magnesín og sink

Auk vítamína og steinefni mæla sumir næringarfræðingar með því að HIV smitaðir taki inn önnur bætiefni:

Acidophilus, sýrukærar bakteríur sem finnast í þörmum og aðstoða við meltingu.

Alfa-lípósýra er öflugt andoxunarefni sem getur slegið á taugakvilla (neuropathy) og geðraskanir.

Kóensím Q10 getur eflt ónæmisstarfsemina.

Lífsnauðsynlegar fitusýrur, sem finnast í næturljósaolíu (evening primrose oil) eða hörfræjaolíu, geta nýst við húðþurrk og flösu.


Andoxunarefnið N-asetýl-systein viðheldur glútaþíonmagni líkamans. Glútaþíón er eitt aðalandoxunarefni líkamans.

Flest vítamín og næringarefni virðast skaðlaus sem fæðubótarefni, jafnvel í meira magni en daglegi ráðlagði skammturinn (RDA) segir til um.  En sum geta haft skaðlega verkun í of miklu magni m.a. A-vítamín, D-vítamín, kopar, járn, níasín (níkótínsýra), selen og sink.

Óhætt er að taka að staðaldri ýmis vítamín og steinefni í fæðubótarformi m.a. eftirfarandi (í samræmi við ráðlagðar skammtastærðir og tíðni á umbúðum):

Fjölvítamín- og steinefnatöflur (án auka járns).
Blanda af nokkrum andoxunarefnum og snefilefnablanda.
Lífsnauðsynlegu snefilefnin eru sjö talsins: króm, kopar, kóbalt, joð, járn, selen og sink. Sum fjölvítamín innihalda einnig snefilefni.

Blaðlilja – aloe vera plantan

Blaðliljan eða aloe vera plantan virðist skara fram úr í að stýra ónæmiskerfinu (ónæmismótari). Þetta þýðir að hún getur örvað ónæmisviðbragð fólks með veiklað ónæmiskerfi ýmist vegna yfirstandandi ástands eða þreytu eftir veikindi. Hún getur líka róað ónæmisviðbragðið td. við frjónæmi þegar dempað viðbragð er betra.

Aloe vera er eina þekkta uppspretta B12-vítamíns í jurtaríkinu og inniheldur mörg steinefni sem eru nauðsynleg fyrir vöxt og viðgang líkamsstarfseminnar. Fjölmargar rannsóknir um heim allan gefa til kynna að hún er almennt til heilsubótar fyrir ónæmiskerfið og hjálpar í báráttunni gegn fjölmörgum kvillum.

Árið 1994 samþykkti bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið notkun aloe vera við meðhöndlun HIV. Yfirstandandi rannsóknir víða um heim sýna að aloe vera þykkni getur örvað myndun hvítkorna sem geta gagnast í baráttunni við veirur og einnig æxli.

Aloe vera inniheldur prótín, kalk, magnesín, sink, A-vítamín, B12-vítamín, E-vítamín, lífsnauðsynlegar fitusýrur og er rík af:

C-vítamíni sem viðheldur þan blóðæða og stuðlar að góðri hringrás. Það skiptir sköpum fyrir heilbrigði nýrnahettanna sem stýra streituviðbrögðum líkamans.

Amínósýrum - sameindalengjum sem mynda prótín líkamans.

Ensímum sem eru hvatar hverrar lifandi frumu og sameindir í nattúrulegu hráfæði. Þau yngja upp aldraða vefi og stuðla að heilbrigðri húð.

German – steinefni sem sumir í heilbrigðisgeiranum fullyrða að gagnist við ónæmisbrest, sársauka, hjartakvilla, blóðrásartruflanir og augnsjúkdóma.

Safi aloe vera plöntunnar er sagður vera einn besti líkamshreinsinn. Hann fjarlægir sjúkdómsvaldandi efni úr maga, lifur, nýrum, milta og þvagblöðru og er sagður vera besti ristilhreinsirinn sem fyrirfinnst. Fólk telur sig hafi náð bata af gigt, blöðru- og nýrnasýkingum; fótakrampa, hægðatregðu, gyllinæð, svefnleysi og slíðurbólgu (vaginitis). Auk þess er safinn sagður fyrirtaksgott legskol. Hann er afbragðsgóður heilsudrykkur sem eykur orku og vellíðan, örvar fæðunýtingu, bætir meltingu, húð og almennt heilbrigði og hamingju.

Um inntöku annarra fæðubótarefna ætti að ráðfæra sig við lækni eða næringarfræðing. 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning