A­ greina frß HIV e­a alnŠmissmiti


 Að greina frá HIV eða alnæmissmiti


Að greina frá HIV eða alnæmissmiti


Mundu að þú þarft ekki að greina öllum frá, bara þeim sem þú treystir og vilt eða þarft að greina frá. Hugleiddu vandlega hvernig þú eigir að bera þig að við það og vertu þolinmóður þegar þú segir öðrum að þú sért HIV jákvæður. Það getur kostað mikla umræðu og margt sem þarf að taka tillit til. Það er til góðs að upplýsa aðra um stöðu mála, ekki síst fyrir þig.

Líttu á uppljóstrunina sem nýtt upphaf í samskiptum við nánustu vini og ástvini. Þau læra heilmikið um þig við það og þú um sjálfan þig. Þú gætir brotið ísinn með því að segja: „Ég hef nokkuð að segja þér - ég er með HIV.“ Þú mátt samt búast við því að þetta verða ekki lokaorðin í málinu.

En stund og staður skipta máli. Hugleiddu hvernig þú vilt koma orðum að þessu og hvar – einhvers staðar þar sem þér líður vel og finnur til öryggiskenndar. Hugleiddu líka hvert þú getir farið eftir að hafa sagt einhverjum i fyrsta sinn frá veikindunum – einhvern öruggan stað – svo sem heimili vinar eða stuðningshóps.

Íhugaðu að hafa meðferðis fræðsluefni um HIV til handa þeim sem þú ert að greina frá veikinni. Þeir geta nýtt sér það síðar en það getur líka leitt þeim fyrir sjónir að þú standir ekki ein/einsamall, að þú hafir stuðning og þeir líka. Íhugaðu að hafa einhvern meðferðis sem veit þegar af HIV smiti þínu.

Mundu að fyrstu viðbrögð viðmælanda þíns verða ekki þeirra síðustu. Líkt og þú þurfa ástvinir þínir tíma til að melta fréttirnar.

Stuðningur:

Læknirinn getur vísað þér á ráðgjafa á vegum spítalans

Einnig gæti verið ráð að finna hlutlausan fagaðila  t.d sjálfstætt starfandi sálfræðingDeildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning