Reykingar og HIV

Reykingar og HIV 

 

HIV smitaðir eru líklegri til að reykja en aðrir. Reykingar geta raskað eðlilegri lungnastarfsemi í heilbrigðu fólki. Reykingar gera HIV smituðum erfiðara um vik að berjast á móti alvarlegum sýkingum.

Fólk með HIV lifir núna lengur. Reykingar og tengd vandamál geta hamlað lífsgæðin til lengri tíma litið.

Hættan af reykingum:

Reykingar veikja ónæmiskerfið. Þær gera HIV smituðum erfiðara með að berjast gegn sýkingum. Það á sérstaklega við um lungnasýkingar. Þetta á bæði við um kannabisreykingar og tóbaksreykingar. HIV sjúkir, sem reykja, eru í meiri hættu á að fá ólæknandi lungnasjúkdóma.

Reykingar geta truflað niðurbrot lyfja í lifrinni. Lifrarvandamál, svo sem lifrarbólga, geta versnað við reykingar.

Reykingar og aukaverkanir:

HIV smituðum, sem reykja, er hættara við aukaverkunum af HIV lyfjum en þeim sem reykja ekki.

Reykingar auka hættuna á nokkrum langtíma hliðarverkunum HIV og HIV meðferðar m.a. beinþynningu (veiking beina sem getur valdið beinbrotum). HIV meðferð eykur örlítið hættu á hjartaáföllum, en stærsti fyrirbyggjanlegi áhættuvaldur hjartaáfalla og blóðtappa er reykingar.

Reykingar og tækifærissýkingar

HIV sjúkir reykingamenn eru líklegri til að fá ýmsar tækifærissýkingar en aðrir, svo sem:

þruska
oral hairy leucoplakia (hvítur þykkildisblettur í munnslímshúð)
lungnabólga af völdum bakteríu
lungnabólga í lungnablöðrum

Meðal HIV kvenna geta reykingar aukið sýkingarhættu af völdum þekjuæxlaveirunnar (human papilloma virus) og gert hana alvarlegri. Þetta eykur líkurnar á leghálssjúkdómum.

Nýlega var bakterían, sem veldur Mycobacterium avium complex (MAC) geislasveppasýkingu, tengd reykingum. Hún fannst í tóbaki, sígarettupappa og –síum, jafnvel eftir að þær höfðu brunnið.

Hættu að reykja!

Tóbaksreykingar eru mjög ávanabindandi. Það er afar erfitt að hætta að reykja og engin ein leið til þess. Ólíkar aðferðir henta ólíku fólki og best að ákveða hvaða aðferð eigi að beita í samráði við heimilislækni.

Sumir hætta að reykja harkalega þ.e. hætta í einum rykk. Aðrir þurfa einhverja aðstoð til þess, t.d. lyf sem draga úr fráhvarfseinkennum eða sálfræðimeðferð sem tekur á reykingafíkninni.

Níkótínfráhvarf má meðhöndla með lyfjum. Sum fást án lyfseðils í apótekum, önnur eru lyfseðilsskyldar. Níkótíntyggjó og –munntöflur getur slegið á löngunina í níkótín og fást oft án lyfseðils. Níkótínúðatæki, nefúðar og töflur eru lyfseðilsskyld. Allt hjálpar þetta við að draga úr líkamlegum og efnalegum fráhvarfseinkennum.

Sumir reyna að hætta að reykja með því að bregða vananum sem ýtti undir reykingarnar. Aðrir fá aðstoð við að minnka utanaðkomandi streituþætti sem hvetja til reykinga.


 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning