MatarŠ­i

 
Það er einkum tvennt sem hægt er að gera til að styrkja ónæmiskerfi líkamans. Annað varðar mataræðið, hitt er að byrja á viðbótartöku á snefilefnum og þar eru með talin andoxunarefni af ýmsu tagi.
Hvers vegna skiptir mataræði og fæðubótarefni svo miklu máli?


Það er einkum tvennt sem hægt er að gera til að styrkja ónæmiskerfi líkamans. Annað varðar mataræðið. Þess verður að gæta að neyta nógu mikils af prótínum, að hafna sem mestu af unnum matvörum og sykri, auk þess að tryggja að ávextir, grænmeti og góð náttúruleg fæða séu sem mest á borðum. Hitt er að byrja á viðbótartöku á snefilefnum og þar eru með talin andoxunarefni af ýmsu tagi.

Mannslíkaminn þarfnast næringar til að geta virkað sem best. Besta leiðin er að reyna að uppfylla þessar þarfir hans með hollu og fjölbreyttu mataræði. Nútímamaðurinn neytir um of hálfunninna matvæla með litlu næringargildi og fæðu sem í er að finna eiturefni og önnur skaðleg efni sem valda því að menn þurfa fæðubótarefni til að sinna líkamanum sem best.

Rannsóknir sýna að HIV-jákvæðir búa við mismunandi vítamínskort. Veiran getur reyndar nýtt sér þessar aðstæður og aukið tímgunargetu sína. Einnig er vel þekkt að sjálft smitið og /eða aukaverkanir vegna lyfjagjafar geta leitt til þess að fólk minnkar fæðuneyslu sína og fær þannig minna af þeim efnum sem líkaminn hefur þörf fyrir. Hiv-jákvæðir þurfa stundum allt að helmingi meiri næringu á dag en það sem eðlilegt getur talist til að koma í veg fyrir ófullnægjandi fæði, tap á vöðvamassa, vannæringu og þar með ónæmiskerfi sem veikist.

Rétt samsett mataræði með bæði fiski, kjöti, grænmeti, ávöxtum og kornmeti (brauð, morgunkorni, pasta, rísgrjónum os.frv.) ásamt nægum vökva styrkir ónæmiskerfið til að vinna gegn veirunni.

Þess vegna er lagt til þess að neytt sé vítamína, steinefna og snefilefna til að koma í veg fyrir sjúkdóma, einkum sé maður HIV-jákvæður. Við veikindi og að þeim loknum þarf líkaminn á að halda auknu magni þessara efna til að geta viðhaldið jafnvægi og verið betur fær um að lækna sig sjálfur en annars.

Margt bendir einnig til þess að fæðubótarefni með ákveðnum vítamínum, steinefnum og snefilefnum stuðli að því að draga úr hliðarverkunum meðferðar gegn veirum og komi í veg fyrir skaðleg áhrif lyfjagjafarinnar á líkamann.

Það er of mikið í húfi til að það borgi sig að sleppa daglegum vítamínskammti en auk þess þarf mataræðið að vera hollt og fjölbreytt.

Mataræði

Láttu fæðu þína vera lyf þitt og lyf þitt fæðu þína -  Hippókrates

Mataræðið hefur mikil áhrif á ónæmiskerfið og mögulegt er að byggja upp góða mótstöðu gegn smiti með því að gera sér grein fyrir því sem menn láta ofan í sig. Það dregur úr streitu að bæta daglegt mataræði og þannig fær líkaminn það byggingarefni sem honum er svo nauðsynlegt til að geta byggt upp gott heilsufar og haldið því við.

Þess vegna skiptir máli hvað borðað er, sama hvort það er gert til að fyrirbyggja sjúkdóm eða til að njóta réttrar og nægrar næringar í veikindum. Það er kannski enn mikilvægara að velja það sem hver og einn er sáttur við til að átta sig á hvernig viðkomandi vill lifa en ekki bara að þrauka. Notaðu heilbrigða skynsemi.

Það er hægt að vera góður við sjálfa(n) sig á marga vegu, einkum hvað fæðu varðar. Hafðu í huga að ónæmisvarnir byrja í maganum. Ef líkaminn fær ekki nægt magn af næringu verður erfitt að halda ónæmiskerfinu nógu öflugu til lengri tíma litið til að hafa taumhald á HIV-veirunni.

Notaðu hugmyndaflugið og gerðu hverja máltíð að hátíð. Finnst þér leiðinlegt að borða ein(n) þíns liðs? Bjóddu einhverjum í heimsókn, til dæmis góðum vini. Gerðu mikið úr sameiginlegum undirbúningi. Leiktu þér með hugmyndaflugið og hráefnið. Opnaðu munninn, gefðu þér góðan tíma til að borða og drekka og njóttu þess. Þá snýst málið ekki lengur bara um mataræði heldur um lífslistina.

Hér koma nokkur grundvallaratriði:  

Reyndu einkum að láta tillögurnar hér að neðan ekki ganga fram af þér, gerðu einfaldar smábreytingar sem ekki verða þér of dýrar. Lærðu að hlusta á þinn eigin líkama til að vita hvað hentar þér vel einmitt núna.

Mikið og fjölbreytt

Borðaðu mikinn og fjölbreyttan mat og leggðu áherslu á að neyta mikils af ferskum ávöxtum og grænmeti. Þetta stuðlar að upptöku þeirra andoxunar- og næringarefna sem líkaminn þarfnast til að halda sér hraustum eins lengi og mögulegt er. Sterkir litir gefa oft til kynna hátt hlutfall andoxunarefna.

Prótín

Tryggðu að líkaminn fái nægju sína af eggjahvítu. Hún er hornsteinn líkamans hvað varðar uppbyggingu vöðvamassa og gegnir einkum miklu hlutverki þegar um þráláta smitsjúkdóma eða aðra kvilla er að ræða. Leggðu áherslu að fá nóg af prótínum úr fiski, soja (ísóflavónum), baunum og linsum fremur en úr kjötvörum.

Heilhveitivörur


Komdu jafnvægi á mataræði þitt með því að neyta heilhveitis. Það inniheldur næringarefni en stuðlar auk þess að góðu heilbrigði þarma og losun úrgangsefna.

Lífrænt ræktaðar matvörur

Ef þú getur skaltu neyta lífrænt ræktaðra matvara til að minnka neyslu efna sem eru slæm fyrir ónæmiskerfið.

Vatn með stofuhita

Drekktu mikið vatn til að auðvelda líkamanum að skilja út úrgangsefni. Hafðu vatnið gjarna í stofuhita svo líkaminn þurfi ekki orku til að hita það upp.

Laukur sem styrkir ónæmiskerfið

Ýmis matvæli styrkja líkamann og ónæmiskerfið og vinna gegn veirum, t.d. hvítlaukur, laukur, þörungar, spírúlína, shiitakesveppur, astragalus, engifer, hveitigrassafi og margt annað.

Hvers vegna ekki að nota einhver þessara matvæla í daglegu mataræði sínu?

Dragðu úr sykur- og gerneyslu


Dragðu úr neyslu sykur, tómra kolefna, mjólkurvara og mats sem inniheldur ger. Sykur og ger skapar kjöraðstæður fyrir sveppa-, bakteríu- og veirusýkingar.

Dragðu úr saltneyslu

Það getur borgað sig að draga úr neyslu á salti, smjörlíki, smjöri, fitu, tilbúnum mat og skyndibita. Salt leiðir m.a. til hækkaðs blóðþrýstings og þótt líkaminn hafi þörf fyrir nokkra fitu getur of mikil neysla hennar veikt ónæmiskerfið. Notaðu gæðastimplaða olívuolíu í stað smjörlíkis og smjörs.

Ráðfærðu þig við næringarsérfræðing

Hafðu samband við næringarsérfræðing eða viðurkenndan sérfræðing á sviði náttúrulegs mataræðis til að gera áætlun um mataræði og næringu. Við höfum öll einstaklingsbundnar þarfir hvað varðar mataræði til lengri tíma litið.

Mataræðisáætlanir geta á stundum komið sér vel til að afeitra líkamann og styrkja hann. Þó ber alltaf að njóta handleiðslu fagfólks við þessar aðstæður.

Gefðu þér góðan tíma

Gefðu þér góðan tíma til að undirbúa máltíðir og neyta þeirra. Þannig nýtir líkaminn næringarefnin best. Ónæmiskerfið er háð góðri næringu og rétt neysla hefst með því að gefa sér tíma til að matreiða og njóta matarins.

Neyttu margra lítilla máltíða

Dreifðu neyslu matar til dæmis á margar litlar máltíðir yfir daginn frekar en að fá þér þrjár stórar.

Er maturinn og lyfin samhæfð?

Ef þú tekur lyf verðurðu að muna að einstaka matvæli fara mjög illa með þeim lyfjum sem tekin eru. Ræddu við lækni þinn.

Fæðubótarefni

Önnur mikilvæg forsenda góðrar heilsu er að neyta mikils af andoxunarefnum til að draga sem mest úr tjóninu sem streita veldur. Gættu þess að neyta eða auka neyslu á matvælum sem innihalda mikið af E-vítamíni, C-vítamíni, selen og sinki. Hafðu einnig með snefilefni eins og kopar, mangan, magnesíum og germaníum  en þau styrkja við ónæmiskerfið. Sama á við um A-vítamín, D-vítamín og ýmsar tegundir B-vítamína (B1, B6 og B12).

Mælt er með daglegri viðbót vítamína, steinefna og snefilefna til að hindra sjúkdóma, einkum séu menn HIV-smitaðir. Margt bendir til þess að auknir skammtar sumra þessara efna vinni gegn tilfallandi smitsjúkdómum hjá HIV-smituðum. Við veikindi og í framhaldi af þeim þarf líkaminn aukna skammta bætiefna til að viðhalda jafnvægi og auka getu sína til að lækna sig sjálfan. Margt bendir einnig til þess að fæðubót með ákveðnum vítamínum, steinefnum og snefilefnum stuðli að því að draga úr aukaverkunum við meðferð gegn veirusýkingum.

Það er of mikið í hættu til að það borgi sig að sleppa daglegri vítamínneyslu til viðbótar hollu og fjölbreyttu mataræði. Stöðugt fleiri rannsóknir benda til þessa. Fólk með HIV-smit hefur einkum gagn af A-, C-, E- og B-vítamínum (einkum B1, B6 og B12), sinki, selen, magnesíum, Ómega 3 fitusýrum og acidofilus-bakteríum.

Til eru ýmis ráð og áætlanir um hvað fólk eigi að taka og í hve stórum skömmtum. Læknar hafa, með heiðarlegum undantekningum þó, því miður ekki fullnægjandi þekkingu á sviði mataræðis og fæðubótarefna.

Leitaðu til viðurkennds matvælasérfræðings eða sérfræðings á sviði náttúrulegs mataræðis sem hafa góða þekkingu á fæðubótarefnum.

Ástæða þessa er sú að þörfin fyrir fæðubótarefni er mismunandi eftir einstaklingum og getur verið breytileg til lengri tíma litið, allt eftir því hvernig almennt heilsufar er. Það hefur einnig mikið að segja hvort tekin eru önnur lyf til viðbótar.

Oft er mælt með því að taka eina til tvær fjölvítamíntöflur með steinefnum, Ómega 3 hylki eða lýsi, og acidofilushylki (náttúrulegar bakteríur sem bæta næringarfrásog) og svo að bæta við ef vill A-vítamíni, C-vítamíni, E-vítamíni og jafnvel sinki, selen og magnesíum til að ná nógu stórum skömmtum. Það gæti borgað sig að deila vítamínneyslunni á 2 til 3 máltíðir yfir daginn svo líkamanum sé gert kleift að ná til sín sem mestu af næringarefnunum.

Hér að neðan má finna tvær nákvæmar skilgreindar tillögur um fæðubótarefni fyrir hiv-jákvæða. Margt bendir til þess að oft séu upplýsingar ófullnægjandi um hvað fólk eigi að taka og í hve stórum skömmtum.


Tillögur um daglega neyslu vítamína, steinefna og snefilefna ætlaðar þeim sem taka lyf gegn veirum er að finna í bæklingi um lyf gegn HIV

Fjölvítamíntöflur með járni + steinefnum -  2 töflur á dag

C-vítamín 250 mg  -  4 töflur á dag

B-vítamín - 6 töflur á dag

Möllers Dobbel (vitamin A+D+E)  -  2 töflur á dag

Ido-E (vitamin E) - 4 töflur á dag

Flestum sem fá meðferð gegn veirusmiti finnst þeir fá meira en nóg af töflum daglega. Þess vegna gæti verið gott að neyta vítamína í sogtöflum eða fljótandi formi.

B-vítamín  - B-Tonin eða Tonipan mikstur   

A + D-vítamín - Lýsi (fæst líka með bragðefnum)   

E-vítamín -  E-sogtöflur með bananabragði

Fjölvítamíntöflur með járni + steinefnum -  Smátöflur sem auðvelt er að gleypa

Tillaga að daglegum skammti af vítamínum, steinefnum og snefilefnum:

Morgunn

Fjölvítamíntafla                         1 tab

Fjölsteinefnatafla                      1 tab

C-vítamín 1000 mg                   2 tab

B6-vítamín 100 mg                   1 tab

Acetyl L-carnitine 500 mg         1 tab

Alpha-lipoic acid 200 mg           1 tab

N-acetyl cysteine 600 mg         1 tab

Acidophilus                             1 tab

Kvöld

Fjölvítamíntafla                         1 tab

Fjölsteinefnatafla                      1 tab

C-vítamín 1000 mg                   2 tab

B6-vítamín 100 mg                   1 tab

Acetyl L-carnitine 500 mg         1 tab

Alpha-lipoic acid 200 mg          1 tab

N-acetyl cysteine 600 mg         1 tab

Acidophilus                             1 tab

Ofskammtar*

Hafðu í huga að stórir skammtar einstakra vítamína, steinefna og snefilefna hafa slæm áhrif á líkamann og ónæmiskerfið. Gættu þess því alltaf að neyta ekki of stórra skammta af þeim. Ef þú ert í vafa skaltu ræða við viðurkenndan sérfræðing á sviði náttúrulegs mataræðis eða næringarfræðing. Ef þú tekur lyf skaltu ræða við lækni þinn um hvernig eigi að forðast óheppilegar aukaverkanir bætiefnanna sem þú tekur.

Vertu vakandi fyrir þessu:

Vítamín
Skammtar
Aukaverkanir

 
A-vítamín
Meira en100.000 i.e á dag
Ógleði, uppsölur, lifrarskemmdir
 
C-vítamín
Meira en 10 g á dag
Niðurgangur
 
E-vítamín
Meira en 1.200 i.e á dag
Hár blóðþrýstingur, höfuðverkur
 
B-vítamín
Meira en 500 mg á dag
Úttaugakvilli
 
Sink
Meira en 100 mg á  dag
Ónæmiskerfið veikist
 
Selen
Meira en 400 míkrógrömm á  dag
Ónæmiskerfið veikist
 
Hvar fást vítamín keypt?

Spyrstu fyrir í heilsuvöruverslunum eða í apótekum. Veldu helst aðeins vörur sem eru framleiddar á lífrænan hátt

Margir kaupa bætiefni erlendis. Það er ekki bannað að flytja inn vítamín, steinefni eða önnur fæðubótarefni til eigin neyslu, að því tilskyldu að þau innihaldi ekki ólögleg efni. Ættingjar og vinir geta keypt þau fyrir þig erlendis.

Gættu þess vel að mismunandi reglur gilda t.d. innan ESB, í Bandaríkjunum og Kanada um sölu þessara efna.

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning