Hreyfing - Ůjßlfun


 Hreyfing - Þjálfun

 

Líkamsþjálfun getur aukið vellíðan HIV sjúkra og styrkt ónæmiskerfi þeirra. Hún heldur ekki aftur af sjúkdómnum eða stöðvar hann en getur hjálpað þér að líða betur og haldið aftur af fylgifiskum HIV sjúkdómsins og HIV lyfjanna.

Kostir líkamsþjálfunar:

HIV sjúkir njóta góðs af reglulegri og hóflegri líkamsþjálfun til jafns við aðra. Þjálfun getur:

Aukið vöðvamassa, styrkleik og úthald
Bætt hjarta- og lungnaþol
Veitt meiri orku þ.a. þreyta minnkar
Dregið úr streitu
Aukið vellíðan
Dregið úr fækkun T-fruma
Styrkt bein
Lækkað kólesteról og þríglýseríð
Minnkað kviðfitu
Aukið matarlyst
Bætt svefn
Bætt blóðsykurstýringu líkamans

Áhættuþættir líkamsþjálfunar:

Ofþornun (of mikið vökvatap) sé þess ekki gætt að drekka nóg.
Meiðsli geta verið lengur að gróa.
Vöðvarýrnun (brennsla fitulítilla vöðva) getur hlotist af of mikilli þrekþjálfun. Í alvarlegum tilfellum getur það ýtt undir alnæmistæringu.
Meiðsli vegna „rangrar“ líkamsbeitingar við þjálfun.
Líkamsþjálfun getur hjálpað hjartveikum, en ræddu málin við lækni svo að þjálfunin sé hættulaus.

Leiðbeiningar:
Ofgerðu þig ekki!


Hófleg þjálfunaráætlun hjálpar þér að umbreyta fæðunni í vöðvamassa. Farðu rólega af stað og bættu æfingum inn í stundaskrá hvers dags.

Stefndu að því að koma þér upp 20 mínútna þjálfunaráætlun, minnst þrisvar í viku, ef heilsan leyfir. Þetta getur aukið þol þitt verulega og vellíðan þína líka.

HIV sjúkir geta bætt þol sitt með þjálfun alveg eins og annað fólk. En þeir geta átt erfiðara með viðhalda áætluninni sökum þreytu.

Byrjaðu að þjálfa þig meðan heilsan er í lagi. Það getur seinkað neikvæðum einkennum HIV. Finndu nýjar æfingar og nýjar leiðir til að halda uppi dampi og jákvæðni gagnvart líkamsþjálfun.

Þrekið er kannski annað en áður var. Það skiptir miklu máli að fara hægt í sakirnar við þjálfun til að forðast meiðsli.

Borðaðu rétt og drekktu nóg

Miklu skiptir að drekka nóg við þjálfun. Aukin vatnsneysla bætir upp vökvatapið. Mundu að te-, kaffi- og kókdrykkja, súkkulaðiát og áfengisneysla valda í reynd vökvatapi.

Neyttu ekki matar við líkamsþjálfun. Reyndar er best að bíða í um tvo tíma eftir fulla máltíð áður en hafist er handa við æfingar. Bíddu líka í um klukkutíma eftir æfingar áður en þú neytir matar.

Rétt næring skiptir líka sköpum. Aukin hreyfing kallar á fleiri hitaeiningar til að hindra þyngdartap.

Veldu eitthvað sem þú hefur gaman að

Veldu þjálfun sem þú hefur ánægju af – slökun, skokk, hjólreiðar eða aðrar íþróttagreinar. Gerðu eitthvað sem hvetur þig til dáða og tryggir að þú fylgir þjálfunaráætlun þinni. Ekki hjakka í sama farinu! Breyttu um æfingar við og við svo að áhugahvötin haldist sterk. 

Ef þrekið er gott gætirðu tekið þátt í keppnisgreinum. Keppnisþátttaka skapar ekki hættu á að HIV smit berist í  aðra þróttamenn eða þjálfara.

Ef þú slasast og þig blæðir er HIV smithættan gagnvart öðrum sáralítil. En ef þú færð blæðandi sár meðan á leik stendur ættirðu af fara af velli og binda um meiðslin áður en þú heldur leiknum áfram.

Lóðalyftingar (viðnámsþjálfun)

Viðnámsþjálfun er ein besta leiðin til að endurbyggja vöðvamassa sem HIV og aldur hefur rýrt. Almennt nægir að stunda þjálfun þrisvar í viku sé rétt að málum staðið. Sambland af lóðalyftingum og hjartsláttaraukandi æfingum (30 mínútur í senn) er heppilegasta leiðin til að bæta líkamsbygginguna og halda blóðfitu og blóðsykri í lágmarki. Hjartsláttaraukandi æfingar eru meðal annars hraðganga, skokk, hjólreiðar eða sund. 

Þjálfun styrkir, vinnur gegn þreytu og depurð, eykur úthald, styrkir hjarta- og æðakerfi, dregur úr streitu, eykur vöðvamassa og eflir jafnframt ónæmiskerfið.Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning