Hlßturinn


Hláturinn

 

Hláturinn hefst í lungum og þind og kemur maga, lifur og öðrum líffærum í hraða og mjúka hreyfingu, sem veldur þægindakennd og örvun.

Hvenær sem menn anda djúpt eða hlæja innilega, bungar þind niður og þrýstir á magann svo hann titrar.

Tíður hlátur eykur meltingarstarfsemina Hjartað slær örar og dælir blóðinu hraðar út um líkamann.

Hláturinn örvar andardráttinn  og eykur varma og hitamagn líkamans, skerpir augnatillitið, eykur útgufun, þenur brjóstkassann og ryður burt eitruðu lofti úr þeim lungnafrumum sem minnst eru í notkun.

Glaðvær hlátur eflir líkamlegt heilbrigði.

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning