HIV og kˇlesterˇl

 
LDL vont kólesteról, HDL gott kólesteról.

 

Kólesteról er fituefni sem er aðallega myndað í lifrinni en finnst einnig í fæðunni. Líkaminn framleiðir allt það kólesteról sem hann þarfnast.

Kólesteról gegnir margþættu hlutverki:

• Myndar og viðheldur frumuhimnunni
• Myndar kynhórmon
• Myndar gallsölt sem melta fæðuna
• Myndar D-vítamín

Hvað eru þríglýseríð?

Þríglýseríð er það form sem mestöll líkamsfita og fita í fæðu finnst á. Þegar við neytum matar umbreytir líkaminn fitunni í þríglýseríð og varðveitir orkunni á því formi uns hennar er þörf. Þegar líkaminn þarfnast orku er þríglýseríðum sleppt og brennt sem eldsneyti til að mæta orkuþörfinni.

Fyrst þau skipta svo miklu máli, hvers vegna er það áhyggjuefni ef þau finnast í of miklum mæli í blóðinu?


Læknirinn tekur blóðprufu í reglubundinni skoðun til að mæla magn kólesteróls og þríglýseríða í blóðinu. Sumir eru með rétt hlutfall þessara fituefna í blóðinu en margir sökum mataræðis,lyfjatöku og fitusamsetningar fæðu eru með hærra magn kólesteróls og þríglýseríða en líkaminn þarf.
Í þessu tilliti er meira því miður verra.

Of hátt hlutfall kólesteróls og þríglýseríða hefur verið tengt við:

• Hjartasjúkdóma með tilheyrandi brjóstverkjum og hjartaáföllum
• Æðastíflun í fótleggjum
• Heilablóðföll eða slög vegna stíflaðra æða í höfði og hálsi
• Brisbólgu og fiturýrnun (lipodystrophy)

Ég hef heyrt að ekki öll fita sé skaðleg. Er það rétt??

Reyndar er til tvenns konar kólesteról, háþéttnifituefni (HDL) og láþéttnifituefni (LDL). Eða með öðrum orðum „gott“ kólesteról og „vont“ kólesteról.

• Gott kólesteról (HDL):
ber burt skaðlegar fituútfellingar frá frumum og vefjum til lifrarinnar þaðan sem þær skiljast út úr líkamanum. Of lágt hlutfall HDL eykur reyndar hættu á hjartasjúkdómum. Þeim mun hærra sem HDL hlutfallið er því betra.

• Vont kólesteról (LDL):
er stærsti hluti blóðfitu og flytur kólesteról til vefja og æða líkamans og getur stíflað þær. Of hátt LDL hlutfall eykur hættu á hjartasjúkdómum. Þeim mun lægra sem LDL hlutfallið er því betra.

Hvað hækkar blóðfituna?

Eins og nefnt var að framan er ýmislegt sem hækkar hlutfall kólesteróls og þríglýseríða í blóði m.a. eftirfarandi:

• Mikil fituneysla
• Lítil líkamsþjálfun
• Sum lyf, einkum HIV lyf
• Erfðaþættir

Hvernig má halda kólesteróls- og þríglýseríðsmagni í skefjum?

Huga að fituneyslu.

Þar eð of mikið er óhollt hvernig má halda kólesteróls- og þríglýseríðsmagni í skefjum?

• Lestu innihaldaslýsingar matvara: yfirleitt er tilgreint á vörunni hve mikil fita, kólesteról o.fl. er að finna í hverri þyngdareiningu. Lestu miðann og reyndu að komast að því hvað er í fæðunni.

• Borðaðu réttu fituna: best er að neyta einómettaða og fjölómettaða fitu (skoðaðu miðana). Mettaðar fitur lækka HDL og hækka LDL. Hvort tveggja eykur hættu á hjartasjúkdómum.

• Borðaðu fitu í réttu magni: vitað er hve mikil fituneysla telst holl. Heilbrigður maður ætti ekki að neyta meira en 30% af heildarhitaeiningafjölda dagsins í formi fitu, þ.e.a.s. 7-10% sem mettaða fitu, um 10-15% sem einómettaða fitu og um 10% sem fjölómettaða fitu.

• Borðaðu rétt samsetta, heilbrigða fæðu: heilbrigt mataræði felur í sér 5 eða fleiri skammta af ávöxtum og grænmeti daglega. Matur má að samanstanda af heilkorni, baunum og  belgjurtum, eða 120g af fitulitlu dýrakjöti eða húðlausu alifuglakjöti og 2-3 skömmtum af fitusnauðum eða fitulausum mjólkurvörum daglega. Takmarkaðu sælgætisátið og aðra fituríka fæðu – og vandaðu valið á fitu- og olíutegundunum sem þú notar.

Annað sem gera má

Fitan í fæðunni skiptir máli en það eru til fleiri leiðir til að halda kólesteróls- og þríglýseríðsneyslu í skefjum.

• Hættu að reykja: reykingar lækka HDL magnið og eru auk þess áhættuþáttur í hjartasjúkdómum, lungnasjúkdómum og krabbameinum.

• Stundaðu líkamsrækt: líkamsrækt eykur HDL hlutfallið og brennir umframfitu.

• Gættu að þyngdinni: offita getur aukið LDL magn og er í sjálfu sér aukin áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdómum og of háum blóðþrýstingi.

• Hófleg áfengisneysla: rannsakendur vita ekki með vissu hvaða áhrif áfengi hefur á kólesteróls- og þríglýseríðsmagn blóðs en þó er vitað að það lækkar ekki LDL og stuðlar að lifrarsjúkdómum. Þess vegna ber að gæta hófs.

• Ræddu regulega við lækni: við ættum öll að fara í reglubundna læknisskoðun. En fyrir HIV smitaða skiptir sköpum að þeir líti til læknis að staðaldri til að halda heilsunni. Sum HIV lyf hækka kólesteróls- og þríglýseríðsmagnið all verulega og því þarf læknir að fylgjast grannt með gangi mála.

• Leitaðu ráða hjá reyndum næringarfræðingi: næringarfræðingur getur veitt fæðuráðgjöf og þjálfunarráðgjöf sem hjálpar við að hafa hemil á kólesteróls- og þríglýseríðsmagni blóðs.

• Lyfjataka gæti reynst nauðsynleg: ef allt annað bregst gæti læknirinn þurft að setja þig á kólesteróllækkandi lyf. Ræddu við lækni ef erfiðlega gengur að hafa hemil á kólesteróls- og þríglýseríðsmagninu.

Með réttar upplýsingar og leiðsögn að vopni geturðu stjórnað kólesteróls- og þríglýseríðsmagninu með góðum árangri. Að vita hvað má borða hjálpar að halda þér heilbrigðum og fituefnunum í skefjum.

 

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning