Gˇ­ rß­

  Góð ráð frá okkur

                                                        Góð ráð frá okkur

Til alvarlegrar athugunar!

Gangið ávallt úr skugga um að þær upplýsingar eða ráðleggingar sem á kreiki eru varðandi "óhefðbundnar lækningaaðferðir" eða "annarskonar meðferð" (alternative treatment), vítamín, steinefni og fæðubótaefni séu ekki orðnar úreltar og að þær eigi sér stað í vísindalegum tilraunum og rannsóknum.

Því miður eru á ferðinni fjölmargir söluaðilar sem eingöngu líta til ágóða og hika ekki við að markaðssetja alls konar efni og/eða óhefðbundnar lækningaaðferðir án tillits til sjúklinga og tilfinninga þeirra, og gefa loforð sem oftar en ekki reynast haldlaus með öllu.

Gagnvart loforðum eða auglýsingum sem lofa kraftaverki er sjálfsagt að vera vel á verði. Heilbrigð skynsemi er besta leiðarljósið ásamt því að fylgja eigin hugboði um hvað hentar best í persónulegu tilliti.

Þessar ráðlegingar eru settar fram til stuðnings þeim tengslum sem þú nú þegar hefur við þinn lækni, en ekki til þess að koma í þeirra stað.

Ef þú hefur í huga að gera tilraunir með óhefðbundnar lækningaaðferðir er áríðandi að ræða það við lækninn og fá hans samþykki, sérstaklega ef ætlunin er að reyna einhverskonar jurtalyf eða lyf frá gamalli tíð.

Því miður hafa læknar almennt (þó með heiðarlegum undantekningum) afar litla þekkingu á óhefðbundnum lækningaaðferðum, hvort sem um er að ræða lyf, fæðubótaefni og hvað hver einstakur sjúklingur getur sjálfur lagt sér til í þeim tilgangi að styrkja ónæmiskerfið. Viss andstaða lækna þarf því als ekki að koma á óvart.

 Ekki má gleyma því að þú hefur fullan rétt til sjálfsákvörðunar varðandi þitt eigið líf of heilsu. Þetta er þitt líf - þú ræður!

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning