┴fengi, fÝkniefni og HIV


 Áfengi, fíkniefni og HIVHvert er samband áfengis, fíkniefna og HIV?

Fólk notar og misnotar mörg vímuefni sér til skemmtunar. Sum eru lögleg, önnur ólögleg. Algengasta vímuefnið er áfengi (bjór, léttvín eða brennivín). Meðal annarra vímuefna má nefna maríúana (kannabisefni), kókaín (líka krakk), heróín, amfetamín (spítt) og alsæla. Vímuefnanotkun eykur líkurnar á HIV smiti og veldur sérstökum erfiðleikum meðal HIV smitaðra.

Vímuefni og HIV smit

Áfengi og fíkniefni geta brenglað dómgreind fólks. Það getur sett sig í smithættu af HIV sem það myndi ekki gera allsgáð.

Því fylgir GRÍÐARLEG áhætta að deila sprautunálum við neyslu fíkniefna (s.s. heróíns, spítts eða stera) og HIV (og aðrir alvarlegir sjúkdómar) smitast auðveldlega milli manna.

Sumir fíklar skipta á kynlífi og fíkniefnum eða peningum til að kaupa meira dóp. Þeir eru í enn meiri hættu á HIV smiti, einkum þeir sem stunda óábyrgt kynlíf.

Vímuefni og HIV smitaðir

Sum vímuefni skaða ónæmiskerfi líkamans sem hefur það hlutverk að berjast gegn sýkingum. Þetta er sérlega hættulegt HIV smituðum. Sprautunálanotkun gerir HIV smitaða berskjaldaða fyrir skaðlegum bakteríum eða veirum sem geta gert þá mjög veika.

Fíklar og áfengissjúklingar eru oft vannærðir. Léleg næring getur orðið alvarlegt vandamál hjá HIV smituðum og gert það að verkum að þeir veikjast hraðar.

Hættuleg víxlverkun getur myndast ef áfengi og fíkniefni eru tekin með lyfjum sem HIV smitaðir þurfa að taka til að halda heilsunni.

Vímuefnanotkun setur líf fólks úr skorðum. Þegar HIV smitaðir nota vímuefni geta þeir gleymt að taka lyfin sín, heimsækja lækninn sinn eða gera annað sem lýtur að heilbrigði þeirra.Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning