Fer­al÷g og fer­atryggingar


 Ertu með tryggingu? Athugaðu smáaletrið

 

Ertu með tryggingu? Athugaðu smáaletrið!

Margir ferðalangar halda að einkatryggingar eða tryggingarnar á bakvið greiðslukort nái yfir allar ferðir erlendis, en staðreyndin er oft alt önnur !

Í öllum tilvikum skalt þú fá þér ferðatryggingu! Jafnvel minni háttar meiðsli eins og fótbrot eða alvarleg veikindi geta auðveldalega kostað þig mörg þúsund evrur-dollara. Alvarleg veikindi hundruðir þúsunda evra – dollara jafnvel miljónir.

Vakin er athygli á því hvað felst - og hvað ekki - í kreditkortatryggingum (VISA, Master card, American Express) og sérstökum ferða- og forfallatryggingum til samanburðar við það sem fæst fyrir forfallagjald flugfélaganna. Forfalla- og ferðatryggingar eru ekki - frekar en aðrar tryggingar eða þjónusta - alls staðar eins.

Forfallagjöld bæta fargjöld við forföll vegna dauðsfalls, veikinda eða slyss en það er misjafnt hversu víðtækt þessi hugtök eru skilgreind. Ferðatrygging er yfirleitt ekki fríðindi sem fylgja almennum kreditkortum og heldur ekki silfurkortum án fríðinda. Ef ferðatrygging fylgir kreditkorti er oftast skilyrði að a.m.k. 50% ferðakostnaðar sé greidd með kortinu.

Evrópska sjúkratryggingakortið
Evrópska sjúkratryggingakortið er notað ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES-ríki.

Ferðast með veiruvarnarlyf

Hvað er Lággjaldaflugfélag?

Lággjaldaflugfélag er flugfélag, með lægri fargjöld en venjulegt flugfélag, sem rukkar oft fyrir þjónustur eins og mat um borð, farangur, forgangsmiða, sætaval og fleira. Lággjaldaflugfélög reka oft styttri flug en önnur flugfélög og er oftast eingöngu flogið milli tveggja áfangastaða án viðdvala.

Samkeppni á meðal lággjaldaflugfélaga er mikil en fimm stærstu lággjaldaflugfélögin í Evrópu eru Ryanair, Thomas Cook, EasyJet, Thomson, Norwegian.com svo að dæmi séu nefnd.

Fargjöld hjá sumum lággjaldaflugfélögum eru oft auglýst án skatta þannig að þau er oftast mun hærri en búast mætti við. Stundum eru flug jafnvel auglýst sem „ókeypis“ en þá þarf að borga skatta og önnur gjöld. Undanfarin ár hafa sum lággjaldaflugfélög byrjað að rukka viðskiptavini fyrir að nota ákveðinn greiðslumáta, t.d. debetkort - kreditkort. Oft er ekki hægt að komast hjá þessum aukagjöldum og í sumum löndum mega flugfélög ekki nota slíka sölutækni (svindl).


Réttindi farþega: pdf   word
Heimild: Innanríkisráðuneytið

Upplýsingasíða Evrópusambandsins um réttindi flugfarþega

Lággjaldaflugfélög
kvartanir - umsagnir:  Easyjet, Thomas cook ):

Easyjet

Complaintsboard.com

Customerservicescoreboard.com

Thomas cook

Complaintsboard.com


 

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning