Beinsj˙kdˇmar og HIV

Beinsjúkdómar og HIV
 

Hvað er bein?

Bein er lifandi og vaxandi vefur. Grindin er úr prótíni, styrkt með kalki.

Í ytra lagi beina eru taugar og fínt háræðanet. Stöðugt bætist við nýtt bein en gamalt eyðist. Í ungu fóki bætist við meira bein en eyðist. Beinin þyngjast og styrkjast með aldrinum. En um þrítugt eykst beinlosið. Beinin verða léttari og brothættari. Tveir beinsjúkdómar eru óvenjualgengir hjá HIV sjúkum: beinþynning (osteoporosis) og beindrep (osteonecrosis). Ekki er vitað hvort þeir eru fylgifiskar HIV veirunnar eða HIV lyfjanna.

Hvað er beinþynning?

Beinþynning, eða beinstökkvi, heitir það þegar of mikið af steinefnum hverfur úr beingrindinni. Beinin verða stökk og brotna auðveldar. Algengustu brotin eru í mjöðmum, hryggsúlu og úlnliðum. Beingisnun (osteopenia) nefnist vægari þynning beina en í beinþynningu.

Þegar aldurinn færist yfir lækkar steinefnainnihald beina. Beinefnatapið er meira eftir fimmtugsaldri, hjá konum eftir tíðahvörf, hjá hvítu fólki og asísku, grannvaxta fólki og léttu. Beinþynning tengist líka kalk- eða D vítamínsskorti í fæðu, reykingum, mikilli koffín- eða áfengisneyslu og kyrrsetulífi. Ekki er vitað af hverju beinþynning er algengari meðal HIV smitaðra en annarra. Nýleg rannsókn leiddi hins vegar í ljós að fylgni er milli beintaps og þess hve lengi manneskja hefur borið HIV smit.

Því miður uppgötva fæstir að þeir beinþynningu sína fyrr en þeir brotna. Eina leiðin til að greina beinefnatap er með mælingu. Beinþéttnimæling er algengasta aðferðin til að mæla beinmassa.

Beinmassi mælist í grömmum á fersentimetra. Gildið er borið saman við beinþéttni heilbrigðs, þrítugs einstaklings af sama kyni. Reiknað er út T-gildi sem segir til um hve langt beinþéttnin er frá staðalgildi. Beinþynning er skilgreind sem T-gildi undir -2,5 en beingisnun ef T-gildið er -1 til -2,5. Stundum er reiknað Z-gildi en þá er beinþéttnin borin saman við fólk af sama kyni og aldri.

Til að fyrirbyggja beinþynningu þarf að gæta þess að líkaminn fái nægt kalk til beinabyggingar (fram að 30 ára aldri). Því hærri sem beinþéttnin er þeim mun betra.

Fólk með beingisnun eða beinþynningu getur dregið úr hættu á beinbrotum:

-Með inntöku kalks, einkum kalsíumkarbónats eða kalsíumcítrats. D-vítamín auðveldar upptöku kalks. Ræddu við lækninn um hvaða bætiefni megi taka og í hvaða magni.

-Gerðu þungaæfingar. Það sendir skilaboð til beinanna um að halda í sér steinefni.

-Hættu að reykja og minnkaðu koffín- og áfengisneyslu.

-Farðu gætilega til að þú dettir síður. Gættu þín á lausamunum í gangvegi heima fyrir. Farðu varlega í tröppum og halla.

Beindrep (osteonecrosis):

Beindrep þýðir drepmyndun í beini. Það gerist oftast í lærleggnum, beininu sem festist við mjöðmina.

Beindrep gerist þegar blóðflæði til beins minnkar eða hættir. Meiðsli, langvarandi áfengisnotkun og langvinn steranotun (gefið til að draga úr bólgum) geta valdið beindrep. Fita getur stíflað blóðæðar í beinum. Beindrep veldur verkjum í liðum. Sársauki á mjaðmarsvæði getur t.d. verið vísbending um beindrep. Í fyrstu gæti verkurinn eingöngu fundist þegar þungi er settur á liðinn. Í alvarlegri tilfellum gæti verkurinn verið viðvarandi. Hægt er að greina beindrep tímanlega með segulómun (MRI). Alvarlegri tilfelli sjást á röntgenmyndum og sneiðmyndum. Sumir læknar greina beindrep með uppskurði.

Heilbrigð manneskja getur stundum náð sér af beindrepi, einkum ef það er afleiðing slyss. Líkaminn getur gert við skemmdar æðar og endurbyggð skemmd bein. Ef beindrepið stafar af áfengi eða sterum þarf auðvitað að hætta slíkri notkun. Fólk getur líka lagt af til að minnka álag á liði. Þetta er öfugt við meðferð á beinþynningu. Í alvarlegum tilfellum þarf skurðaðgerð til laga skemmda beinið eða skipta um skemmdan lið, oftast mjaðmarlið.

Tveir beinsjúkdómar eru óvenjutíðir meðal HIV sjúkra: beinþynning og beindrep. Ekki er vitað hvort HIV veiran veldur þessu eða HIV lyfin.

Hægt er að koma í veg fyrir beinþynningu með því að taka kalk og D-vítamín, hætta að reykja og draga úr áfengis- og koffínneyslu. Þungaæfingar hjálpa svo framarlega sem engir liðaverkir séu til staðar. Beinþynningu má greina með sérprófum (beinþéttnimælingu). En liðaverkir, einkum í mjöðmum, geta verið vísbending um beindrep. Ræddu við lækni ef þú hefur verki í liðum áður en þú ferð í mikla þrekþjálfun.

 


 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning