Ůinn rÚttur

Þinn rétturÖllum er frjálst að fara í HIV-mótefnapróf ókeypis
Það felur jafnframt í sér að enginn er settur að tilefnislausu í blóðrannsókn gegn vilja sínum og allir sem fara í blóðrannsókn eiga að fá upplýsingar um hvað í henni felst. Barnshafandi konum stendur til boða að fara í slík próf í mæðraeftirliti. Við umsóknir um landvistarleyfi er venjulega ekki krafist HIV-mótefnamælingar enda tengist umfjöllun slíkra umsókna ekki HIV-greiningu.

Allir sem telja sig geta hafa smitast af HIV ættu að fara í slíka blóðrannsókn. Hún er ókeypis og hægt er að gera hana hjá öllum læknum. Ævinlega er gætt fyllsta trúnaðar um niðurstöður HIV-prófa.

Læknismeðferð, rannsóknir og lyf vegna HIV-sýkingar eru sjúklingum að kostnaðarlausu:
Mikilvægt er að lyfjameðhöndlun geti hafist um leið og nauðsyn krefur. Notkun lyfja við HIV krefst reglubundins eftirlits hjá lækni. Allir sem greinast með HIV-smit fá slíkt eftirlit auk ráðgjafar og meðferðar hjá sérfræðingum. Læknismeðferð, rannsóknir og lyf vegna HIV-sýkingar eru sjúklingum að kostnaðarlausu.
Heimild: Landlæknisembættið

Lög um réttindi sjúklinga
, nr. 74/1997, tóku gildi 1. júlí 1997.  Grunnhugsunin í lögunum er að sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er unnt að veita og skal þá taka mið af ástandi hans, horfum og bestu þekkingu sem völ er á á hverjum tíma.

Velferðarráðuneytið tók formlega til starfa 1. janúar 2011 samkvæmt lögum um breytingu á Stjórnarráð Íslands sem samþykkt voru á Alþingi 9. september 2010. Með lagabreytingunni voru heilbrigðisráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið sameinuð og var velferðarráðuneytið stofnað á grunni þeirra. Verkefni velferðarráðuneytisins varða velferðar- og fjölskyldumál, heilbrigðisþjónustu, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og jafnréttismál.
Heimild:
Velferðarráðuneytið

Ferðakostnaður

Sjúkratryggðir einstaklingar geta átt rétt á greiðslu ferðakostnaðar vegna sjúkdómsmeðferða sé viðeigandi þjónusta ekki í boði á heimaslóðum, að uppfylltum skilyrðum reglugerðar nr. 871/2004 um ferðakostnað sjúklinga innanlands.

Heimild: Sjúkratryggingar Íslands


Sjúkrahótel LSH

Sjúkrahótel er hugsað sem úrræði fyrir einstaklinga sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð. Aðstandendur hafa möguleika á gistingu gegn gjaldi.Gestir greiða hlutdeild í dvalarkostnaði. Dvöl er háð tilvísun lækna og hjúkrunarfræðinga á LSH eða heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.

Hverjir eru sjúkratryggðir?

Heimild: Sjúkratrygginga Íslands

Fræðslunámskeið og nauðsynlegir fundir.

Sjúkratryggingum er heimilt að endurgreiða kostnað við ferðir foreldra eða nánustu aðstandenda alvarlega fatlaðra einstaklinga og sjúklinga sem haldnir eru langvinnum og alvarlegum sjúkdómum til að sækja fræðslunámskeið eða nauðsynlega fundi sem viðurkennd eru af Sjúkratryggingum.
Heimild: Sjúkratryggingar Íslands

Sjúkratryggingar Íslands starfa samkvæmt lögum nr. 112/2008 um sjúkratryggingar sem tóku gildi þann 1. október 2008. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðherra og annast framkvæmd sjúkratrygginga. Jafnframt semur hún um og greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu.
Heimasíða

Tryggingastofnun ríkisins sér um framkvæmd lífeyristrygginga. Tryggingastofnun starfar samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 og lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007.
Heimasíða

Alþjóðasamband leigjanda heimasíða: IUT / International Union of Tenants


Rétturinn til húsnæðis (Stofnskrá leigjandans)
Heimild: Alþjóðasamband leigjenda / þýðing Leigjendasamtökin
sjá hér PDF pdf


Leiðarvísir að opinberri þjónustu
Ísland.is

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning