Stu­ningur

Stuðningur
 

Til þín sem nýlega hefur fengið að vita að þú sért með HIV-smit ! Einhvern til að tala við?

Það er mjög nauðsynlegt fyrir þig að geta talað við einhvern, það segir sig sjálft hversu erfitt það er í fyrstu að standa frammi fyrir því að vera HIV smitaður, og kanski hafa sama og enga vitneskju um sjúkdóminn annað en það sem þú hefur heyrt og séð í fjölmiðlum. Þess vegna viljum við láta þig vita um að þú ert ekki ein/einn, það eru margir sem hægt er að leyta til.T.D. Ráðgjafar, hjúkrunafræðingar sem veita hjálp og stuðning.

Hafðu í huga að það er mikilvægt fyrir þig að ígrunda vel hverjum þú ætlar að treysta! Ísland er lítið land, og hér er ekki jafn mikla þjónustu og stuðning að finna eins og í skandinaviu eða mörgum löndum vestur evrópu. Það er mikilvægt að þú eignist gott trúnaðarsamband við þinn lækni.Þetta er þitt einkamál !

Það hefur enginn rétt á að vita um að þú sért HIV+ það er þitt einkamál. Hvernig þú smitaðist er líka þitt einkamál en það er mjög gott að ræða við ráðgjafa eða trúnaðarmanneskju um alla þessa hluti. Það getur verið hann eða hún sem þú hefur smitast af, þú getur líka verið óttaslegin um að hafa smitað einhvern. Hafðu í huga að mjög gott er að tala við einhvern sem þú treystir og skilur hvernig þér líður einhvern sem leyfir þér að blása út og getur veitt þér stuðning og styrk til að brosa á ný.

Við hvetjum þig sem greinist HIV - jákvæður að leita þér stuðnings strax. Hér á Íslandi fá allir sem greinast HIV - jákvæðir sérfræðing í smitsjúkdómum og eiga kost á einni bestu læknis og  lyfjameðferð sem völ er á. Hafðu í huga að mikilvægt er að traust og trúnaður sé á milli þín og þess sérfræðings í smitsjúkdómum sem meðhöndlar þinn sjúkdóm.

Gangi þér vel.

Stuðningur:

Læknirinn getur vísað þér á ráðgjafa á vegum spítalans

Einnig gæti verið ráð að finna hlutlausan fagaðila  t.d sjálfstætt starfandi sálfræðing

 

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning