SßlfrŠ­ileg einkenni

Sálfræðileg einkenni


HIV/alnæmi á sér einkar margslungnar sálfræðivíddir: kynlíf, dauði og ágreiningur. Faraldurinn hefur valdið miklu sálfræðilegu og líkamlegu tjóni, orsakað kvíða og þunglyndi meðal smitaðra og fólks í áhættuhópum. Fyrsta skrefið í baráttunni gegn sálarfræðilegum vandamálum HIV smits er að viðurkenna kvíðann eða þunglyndið. Það hefur reynst mörgum góð hjálp að ræða við aðra sem eru kvíðafullir vegna HIV smits. Að taka virkan þátt í hlutlausum baráttusamtökum gegn HIV/alnæmismiti getur dregið úr einangrun og máttleysistilfinningu.

Meðal sálfræðilegra einkenna HIV smitaðra er:

·Þrálát depurð eða vonleysi

·Mikill óróleiki eða pirringur

·Kvíða- eða hræðsluköst

·Þráhyggja um sjúkdóms- eða líkamseinkenni

·Aukin notkun fíkniefna, þar með talið áfengis

·Langvarandi svefnleysi

·Einbeitingarskortur, þrekleysi, hægagangur

·Hætta að geta stundað heimilisstörf eða vinnu

·Hætta að geta notið félagslífs eða kynlífs

·Forðast að sækja sér nauðsynlega læknishjálp  

·Sjálfsmorðshugsanir

Ef þú finnur stöðugt fyrir einhverjum af þessum einkennum skaltu leita þér sálfræðihjálpar. Með því að kynna þér staðreyndir um HIV smit og draga úr áhættuþáttum geturðu dregið úr kvíðaeinkennum. Ef sálfræðilegu einkennin hverfa ekki skaltu athuga þann möguleika að þau stafi af einhverjum öðrum tilfinningaárekstrum.

 


 

 

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning