Konur og HIV

Konur og HIV


Konur eru í áhættuhópi fyrir HIV. Margar konur halda að HIV/alnæmi sé sjúkdómur samkynhneigðra karla. En konur smitast af HIV af óhreinum sprautunálum og kynmökum við karla. HIV berst mun greiðar milli manns og konu við kynmök en milli konu og manns. Smithætta kvenna eykst enn frekar við endaþarmsmök eða ef konan er með sjúkdóm í leggöngum. Smithættan er jafnframt meiri ef rekkjunauturinn er eða var sprautufíkill, samrekkir öðrum, sefur hjá smituðum eða hefur samfarir við menn.

Konur ættu að grípa til varúðarráðstafana gegn HIV smiti. Það dregur úr hættu á HIV smiti ef rekkjunauturinn notar smokk að staðaldri. Til eru verjur fyrir konur sem draga úr smithættu en ekkert í líkingu við smokkinn. Aðrar getnaðarvarnir koma EKKI í veg fyrir HIV smit, m.a. pillan, hettan eða lykkjan. Enn eru engin örverukrem eða -gel til sem konur geta notað til að fyrirbyggja HIV smit.

Farðu í HIV próf ef þú heldur að þú hafir hugsanlega orðið fyrir smiti. Margar konur uppgötva ekki að þær eru smitaðar fyrr en þær veikjast eða fara í meðgönguskoðun. Þær konur sem ekki fara í HIV próf virðast veikjast og deyja hraðar en karlmenn. En ef þær eru greindar og meðhöndlaðar eru lífslíkur þeirra jafn miklar og manna.
 
Blóðveirumagn kvenna er lægra en karla. Þær eru yfirleitt með lægra veirumagn fyrstu árin eftir smitgreiningu. Þetta ber að hafa í huga við meðhöndlun nýsýktra kvenna með T-frumugildi yfir 350. Framganga sjúkdómsins er hins vegar eins hjá báðum kynjum.

Kvensjúkdómar geta oft verið fyrstu einkenni HIV smits. Legsæri, þrálátar gersveppasýkingar og bólgur í leggöngum, legi og eggjaleiðurum (Pelvic Inflammatory Disease (PID)) geta verið vísbendingar um HIV smit. Hormónabreytingar, getnaðarvarnarpillur eða fúkkalyf geta líka valdið slíkum leggangakvillum. Leitaðu læknis til að ganga úr um skugga um hvort heldur er.

Konur fá fleiri og aðrar aukaverkanir en karlar. Þær eru líklegri en karlar til fá útbrot og lifrarsjúkdóma og röskun á fitudreifingu. Þær verða meira fyrir barðinu á vörtuveirum (human papillomavirus). Vörtuveirusýkingar virðast ekki skána þótt tekin séu kröftug veiruvarnarlyf.

Margar konur þurfa að annast börn í ofan á lag við að kljást við heilsu og atvinnu. Það gerir þeim oft erfiðar fyrir að taka lyf og tímasetja læknisskoðanir. En með góðum stuðningi dafna konur vel í HIV meðferð.

Meðhöndlun:

HIV smitaðar konur ættu að leita til læknis sem skilur að einkenni HIV og meðhöndlun hennar getur verið önnur í konum en körlum.

HIV smitaðar konur fá tíðari og alvarlegri leggangasýkingar, kynfærasýkingar, PID-bólgur og kynfæravörtur en ósmitaðar konur.
 
Aðeins ein kona fær Kaposi sarkmein, húðkrabbamein, á móti hverjum átta karlmönnum.
 
Konur fá þrusku í hálsi og áblásturssótt (herpesveiru sem veldur frunsum og kynfæraherpes) um 30% oftar en karlar.

Konur eru mun líklegri til að fá alvarleg útbrot við notkun gagnumritunartálmans nevírapíns en karlar.

Konur með raskaða fitudreifingu eru líklegri til að safna fitu á kviði eða við brjóst en karlar og ólíklegri til að missa fitu í handleggjum og fótleggjum.

Æxlismyndun og leghálskrabbamein er tíðari og alvarlegri meðal HIV jákvæðra kvenna en annarra.

Sífellt fleiri konur greinast með HIV. Með skjótri greiningu og meðhöndlun eru lífslíkur þeirra þær sömu og karla. Konur þurfa að fræðast betur um smitleiðir og ættu að fara í greiningu ef þær hafa minnsta grun um að þær hafi komist í snertingu við HIV. Þetta á sérstaklega við um þungaðar konur. Ef þær reynast HIV smitaðar geta þær gert ráðstafanir til að draga úr smithættu barna sinna.

Besta leiðin til að forðast smit frá karlmanni er að nota smokka. Aðrar getnaðarverjur koma ekki í veg fyrir HIV smit. Sprautufíklar ættu ekki að deila sprautum með öðrum. Konur ættu að ræða við lækni  um leggangakvilla, einkum þrálátar gersveppasýkingar eða legsæri. Þau geta verið vísbending um HIV smit.

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning