HIV og h˙­sj˙kdˇmar


HIV og húðsjúkdómar


Húðkvillar og HIV/alnæmi


Hvers vegna er heilbrigði húðar mikilvæg?

Húðin er stærsta líffæri líkamans og fremsta varnarlína ónæmiskerfisins. Ef hún rofnar – við skurði og sár – er líkaminn berskjaldaður fyrir sýkingu. Húðvandamál (einnig hár- og naglavandamál) geta verið vísbending um vandamál annars staðar í líkamanum. Ekki allir húðkvillar þarfnast skoðunar en ef þú ert í vafa skaltu leita álits læknis.

Þruska og HIV/alnæmi

Þruska (thrush) er slímhuðarkvilli í munni af völdum hvítasvepps (Candida) sem er gersveppur. Þruska þekkist á rjómahvítum, upphækkuðum knappskotum í munni – oftast á tungu eða innan á kinnum – en stundum einnig í munnþaki, gómi, kverkli eða koki. Sárin geta minnt í útliti á „kotasælu“ og verið aum og blætt smávegis úr þeim við núning eða tannburstun.

Hvítsveppssýkingar geta breiðst út til annarra líkamshluta m.a. lungna, lifurs og húðar. Það gerist oftar hjá fólki með krabbamein, HIV eða aðra ónæmisbælandi kvilla. Einkennin verða þrálátari og erfiðari viðureignar hjá fólki með veiklað ónæmiskerfi.

Læknirinn ávísar sveppalyfi við þrusku (í töfluformi, sogtöfluformi eða vökvaformi) sem ber að taka í 10-14 daga.

Kaposi sarkmein og HIV/alnæmi

Kaposi sarkmein (KS) er krabbamein sem myndast í húð og slímhúð. Það finnst í fólki með HIV og alnæmi og er skylt herpesveirunni.

KS birtist sem fjólublá eða dökkleit sár í húð. Bæklað ónæmiskerfi alnæmisveikra gerir að verkum að KS breiðst hratt út til annarra líkamshluta, meðal annars innri líffæra.

KS má meðhöndla með skurðaðgerð (skera burt meinið og nærliggjandi húð), efnameðferð (lyfjum sem drepa krabbameinsfrumur), geislun (sterkum skömmtum af röntgengeislum eða öðrum geislum) eða lífmeðferð (nota líkamann til að efla ónæmiskerfið). Besta meðferðin við KS er að meðhöndla HIV sýkinguna sjálfa og þannig koma ónæmiskerfinu í nógu gott lag aftur til að lækna sarkmeinið.

Loðslímuþykkildi í munni sem vísbending um HIV/alnæmi

Loðslímuþykkildi (oral hairy leukoplakia)  er munnsýking sem birtist sem hvítingsþykkildi eða sár á tungurót eða tunguhliðum. Það getur verið ein fyrsta vísbendingin um HIV eða alnæmi. Sýkingin stafar af Epstein-Barr veirunni.

Loðslímuþykkildi eða sár geta verið slétt og jöfn eða upphækkuð og loðin. Sárin valda ekki sársauka eða óþægindum og eru því yfirleitt ekki meðhöndluð. Einkennin hverfa oftast af sjálfu sér en birtast oft aftur. Meðhöndla má kvillan með herpeslyfinu acyclóvír gerist þess þörf.

HIV/alnæmi og frauðvörtur

Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru sýking sem einkennist af sléttum, hvítum eða húðlituðum vörtum á húðinni. Þessu veldur bóluveira og er smitandi.

Þetta er ekki alvarlegur kvilli og vörturnar hverfa af sjálfu sér án meðhöndlunar. En hjá HIV smituðum með bágbornar ónæmisvarnir getur sýkingin orðið viðvarandi og farið stigvaxandi. Gerist þess þörf er hægt að láta lækni fjarlægja vörturnar með því að skafa þær af eða frysta. Lyf sem nota má eru retínósýra eða imiquimod krem. Besta aðferðin er aftur sú að meðhöndla HIV sýkinguna sjálfa og þegar ónæmiskerfið styrkist þá hverfa frauðvörturnar.

HIV/alnæmi og herpes

Til eru tvær gerðir herpesveira: herpes simplex gerð 1 (HSV-1) sem finnst oftast á eða við munn og birtist sem frunsa eða áblástur, og herpes simplex gerð 2 (HSV-2) sem finnst oftast á eða við kynfæri og kallast stundum kynfæraherpes. Herpesveiran breiðist út við náin samskipti svo sem kossum eða kynmökum. Kynfæraherpes flokkast til kynsjúkdóma.

Engin lækning er til við herpes. Þegar einhver smitast af veirunni er hún alltaf til staðar í líkamanum. Hún liggur í dvala í taugafrumum uns eitthvað vekur hana og hún verður virk á ný. Þessa áblásturssótt, sem einkennist meðal annars af sársaukafullum blöðrusárum, má halda í skefjum með veirulyfjum.

Ristill  getur verið sársaukafull tenging við HIV/alnæmi

Ristill (herpes zoster) er sýking af völdum hlaupabóluveirunnar. Veiran liggur í dvala í líkama þeirra sem fengið hafa hlaupabólu og getur orðið virk á ný með tilheyrandi veikindum.

Fyrstu einkenni ristils eru smástingir, kláði, doði og stingandi sársauki í húð. Nokkrum dögum síðar koma fleiri einkenni m.a. útbrotasvæði eða ræma öðru megin á búk eða andliti, litlar rauðar vessabólur  og sársauki sem varir í nokkrar vikur.

Þótt ristill, líkt og allar aðrar veirusykingar, sé ólæknanlegur hverfur hann yfirleitt af sjálfum sér og þarfnast oftast engrar meðferðar við nema til að slá á einkennin. Læknar geta ávísað veirulyfjum til að hafa heimil á sýkingunni og draga úr alvarleika hennar og líftíma.

Læknar mæla stundum með ólyfseðilsskyldum verkjalyfjum ss. íbúprófeni, naproxeni eða paracetamóli til að slá á sársaukan. Þeir ávísa stundum sterkari verkjalyfjum ss. parkódíni eða oxykódoni við miklum sársauka og óþægindum.

Sóri og HIV/alnæmi

Sóri eða psóríasis er algengur húðkvilli sem einkennist af þykkum, bleikrauðum kláðaskellum á húð með silfurleitu hreistri. Útbrotin eru oftast í hársverði, olnbogum, hnjám eða mjóbaki og á sama stað á báðum líkamshelmingum. Getur líka brotist út á fingurnöglum.

Sóra er ekki hægt að lækna en meðhöndlun dregur stórlega úr einkennum, jafnvel í alvarlegum tilfellum. Algengast er að meðhöndla með sterakremum, D-vítamín kremum og retínól kremum. Auk þess er oft notast við ljósameðferð (UV geislun) í alvarlegum tilfellum. Í slæmum tilfellum er líka í boði árangursrík töflumeðferð eða sprautumeðferð.

HIV/alnæmi og fitukirtlabólga

Fitukirtlabólga (seborrheic dermatitis) er bólga í húðinni umhverfis fitukirtla líkamans (einkum á höfði, í andliti, á bringu, efri hluta baks og í nára). Þegar þessir kirtlar framleiða of mikla fitu verður húðin rauð og flagnar.

Enga lækningu er a finna við fitukirtlabólgu. Til að meðhöndla hana má nota sjampó sem inniheldur koltjöru, sínk pýríþíón eða selen súlfíð. Jafnframt má nota sterakrem ss. hýdrókortisón. Hjá HIV smituðum lagast fitukirtlabólga jafnhliða því að ónæmiskerfið styrkist við HIV meðferð.
Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning