Hjartasj˙kdˇmar og HIV/alnŠmi

 

Hjartasjúkdómar og HIV/alnæmi
 

 
HIV og hjarta- og æðasjúkdómar

Hjarta- og æðasjúkdómar (cardiovascular disease (CVD)) eru eins og nafnið bendir til kvillar sem tengjast hjarta (cardio) eða æðakerfi (vascular) t.d.:

•    kransæðasjúkdómar (hjartaáföll)
•    hjartakveisa (kvalakast fyrir hjarta vegna súrefnisskorts til hjartavöðva)
•    heilaæðasjúkdómar (æðakvillar í heila s.s. heilablóðafall)
•    hár blóðþrýstingur (háþrýstingur)
•    útæðasjúkdómar (stíflaðar æðar í fótleggjum)
•    hjartagigt (fylgifiskur hálssýkingar)
•    hjartagallar (fæðingagallar) og
•    hjartabilun.

CVD orskar um 30% allra dauðsfalla í heiminum.

Hvers vegna ættu HIV smitaðir láta sig CVD varða?

HIV smitaðir lifa lengur en áður vegna þess hve HIV lyf eru orðin áhrifarík. Sumar kannanir sýna að um 20% HIV sjúklinga látast af völdum CVD.

Tíðni CVD er hærri meðal HIV smitaðra en annarra. HIV smit eykur ýmsa áhættuþætti CVD og ekki er vitað að fullu hvernig. Sum veiruvarnarlyf geta aukið CVD áhættu. HIV smit veldur bólgumyndun og veiruvarnarlyf draga úr þeirri bólgumyndun. Þetta minnkar hættu á CVD. Þegar veiruvarnarmeðferð er hætt hækkar veirumagnið í blóði og jafnframt CVD hættan.

Hvað veldur CVD?

Hjartakveisa (angina pectoris) blossar upp þegar æðaþrengsli eða stífla truflar súrefnisflæði til hjartans. Hjartaáfall og heilablóðfall á sér stað þegar stífla er svo alvarleg að hjartað eða heilinn skaðast.

Algengast orsökin er fituuppsöfnun í æðaveggjum sem gerir að verkum að þær þrengjast og missa sveigjanleika sinn. Þetta kallast slagæðafituhrörnun (atherosclerosis) og veldur hjartakveisu.

Blóðtappar eru því líklegri til að stífla aðþrengdar æðar sem geta þá ekki flutt súrefni til hjarta og heila og þau skaðast vegna blóðskorts.

Aðalorsakavaldar hjarta- og æðasjúkdóma (hjartakveisa, hjartaáfalla og heilablóðfalla) eru tóbaksreykingar, háþrýstingur og sykursýki. Lítil líkamshreyfing og óheilsusamt mataræði gerir vandamál með kólesteról, blóðþrýsting og sýkursýki verri.

CVD áhætta eykst með aldrinum, er meiri hjá karlmönnum en konum og er hærri ef CVD þekkist í ættinni.

Veiruvarnarlyf geta aukið blóðfitu (kólesteról og tríglýseríð). Þau geta líka valdið sykursýki og insúlínóþol. Þetta eru allt áhættuþættir  hjartasjúkdóma.

HIV smit dregur úr myndun góðs kólesteróls og eykur myndun tríglýseríða. HIV eykur bólgumyndun. Hvort tveggja stuðlar að CVD.

Þegar allt er upptalið er CVD tíðnin meðal HIV smitaðra tiltölulega lág. En vegna HIV og meðferðarúrræða við veirunni eykst CVD áhættan á nokkrum sviðum. Því ættu HIV smitaðir að meta CVD áhættu sína. Ef hún er mikil þurfa þeir að grípa til ráðstafana til að draga úr henni.

Hvernig er CVD áhætta mæld?

Algengasta leiðin til að mæla CVD áhættu er Framingham áhættumatið.

Framingham reiknilíkanið er ekki sérhannað fyrir HIV smitaða en gefur góða nálgun.

Annað reiknilíkan tekur mið af HIV smituðum. Það er D:A:D

Hvernig er hægt draga úr CVD áhættu?

Stór rannsókn leiddi í ljós að þeir sem nota hvítukljúfstálma (protease inhibitors) voru í aðeins meiri hættu á að fá CVD en þeir sem nota gagnumritunartálma úr öðru en kirnisleifum (non-nucleoside reverse transcriptase inhibitors). Sama rannsókn leiddi í ljós að áhættan var aðeins meiri hjá þeim sem notu veiruvarnarlyfin abacavir og ddI. Áhættan hvarf sex mánuðum eftir að notkun þeirra var hætt.

Mikilvægasta leiðin til að draga úr CVD áhættu er að minnka hefðbundna áhættuþætti. Þar munar mest um að hætta að reykja. Regluleg tannburstun dregur úr hættu á bólgumyndun. Og breytt mataræði og aukin líkamsþjálfun getur lækkað kólesteról, tríglýseríð og glúkósa (blóðsykur). Lífstílsbreytingar skila samt ekki nema takmörkuðum árangri. 

Hvað um breyta lyfjunum?

Sumir HIV smitaðir hafa breytt lyfjum sínum til að lækka kólesterólmagn í blóði. Ekkert bendir til að það skili neinu.

Nýleg könnun leiddi í ljós að því fylgir áhætta að hætta að taka veiruvarnarlyf. Þeir sem hættu lyfjatöku áttu við fleiri heilsufarsvandamál að glíma, m.a. CVD, en þeir sem héldu lyfjatökunni áfram.

 

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning