Barneignir

Barneignir

 

Hér verður aðeins rætt um möguleika HIV jákvæðra karla og kvenna til barneigna.

HIV jákvæð meðganga


Sumum HIV jákvæðum konum finnst eða hefur verið tjáð að þær geti ekki eða megi ekki eignast börn. Þetta getur valdið djúpri sorg og er auk þess rangt.

Smithætta barns er allt niður í 1-2% ef:

Veirumagn móður er lágt eða ógreinanlegt;
CD4 gildið er hátt;
Veiruvarnarlyf eru tekin á meðgöngu og við fæðingu barns;
Móðir er undir góðu eftirliti á meðgöngu;
Barnið er tekið með keisaraskurði;
Barnið er ekki haft á brjósti;
Barnið fær veiruvarnarlyf í fjórar vikur eftir fæðingu.

HIV jákvæðir feður


Það eru ýmsir möguleikar í boði fyrir HIV jákvæða karla sem vilja verða feður. Máli skiptir að fá álit læknis með reynslu af HIV til að fara yfir möguleikana sem fyrir hendi eru.
 
Óvarin kynmök

Ef makinn er ekki með HIV og þið ætlið að hafa kynmök án verja þurfið þið að ræða hvernig hægt sé að minnka líkurnar á því að hún smitist af HIV.

Lykilatriði til að hafa í huga:


Veirumagn þitt (getur verið hærra á meðan að eða eftir að þröskuldsgildi (seroconversion) er náð);
Hvort þú eða maki þinn séuð með kynsjúkdóm (getur aukið líkurnar á HIV smiti);

Nota nógu mikið af smurefnum við kynmök;

Fækkið þeim skiptum sem þið hafið óvarin kynmök með því að stíla inn á að hafa mök þegar konan er með egglos.
 
Aðrir mögugleikar:

‚Sæðisþvottur‘ felur í sér að aðskilja sæði frá sæðisvökvanum og sæða konuna með því handvirkt; Umfrymissæðing (Intracytoplasmic sperm injection (ICSI)) er aðgerð þar sem egg konu er frjóvgað beint með einni sæðisfrumu;

Ef bæðin hjónin eru HIV jákvæð kemur glasafrjóvgun (in vitro fertilization (IVF)) til greina;
Frjóvgun með sæði frá sæðisgjafa;

 

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning