Lifa me­ HIV

 
HIV og alnæmi - geta snert viðkvæma strengi í öllum samfélögum

 

HIV og alnæmi - geta snert viðkvæma strengi í öllum samfélögum.

Fordómar gagnvart HIV og alnæmi - tengjast bannhelgi sem á sér djúpar rætur í samfélaginu.

Fyrir mörgum - táknar sjúkdómurinn langvarandi veikindi, dauða, kynlíf og fíkniefnaneyslu – Málefni sem mörgum okkar finnst erfitt að ræða opinskátt.

Auk þess að eiga erfitt með að ræða þessi málefni - glíma mörg samfélög við vanþekkingu, afneitun, ótta og umburðarleysi gagnvart sjúkdómnum sjálfum.

Þegar þessir sterku orsakaþættir
- koma saman getur það leitt til höfnunar og jafnvel fjandsamlegrar hegðunar gagnvart HIV-smituðum. Fyrir vikið er þeim jafnvel útskúfað af fjölskyldu sinni, sagt upp vinnu eða gert að yfirgefa heimili sitt.

Þá verða HIV-smitaðir fyrir mismunun í heilbrigðiskerfinu - fordómar og mismunun geta leitt til þunglyndis, veikrar sjálfsmyndar og jafnvel örvæntingar hjá HIV-smituðu fólki.

En það eru ekki eingöngu - HIV-smitaðir sem eru í áhættuhópi vegna ótta og fordóma af þessu tagi.

Neikvæð viðhorf til HIV
- geta leitt til meiri ótta við fordóma og mismunun sem tengjast sjúkdómnum en við sjúkdóminn sjálfan.

Þegar mismunun og ótti eru ríkjandi - hættir fólki til að líta framhjá þeim möguleika að það sjálft geti verið HIV-smitað, jafnvel þótt það sé meðvitað um að hafa stundum tekið áhættu.

Sumir gera ekki ráðstafanir til verndar sjálfum sér - vegna ótta við að slíkt brennimerki þá HIV-sjúkdómnum. Allt þetta stuðlar að útbreiðslu veirunnar.

Sá sem finnst hann vera öruggur í eigin samfélagi - er líklegri til að axla ábyrgð á sínum málum hvað varðar hugsanlegt eða staðfest HIV-smit. Því er afar mikilvægt að hvert og eitt okkar líti í eigin barm og velti fyrir sér eigin viðhorfum.

Við þurfum að spyrja okkur - erum við að leggja okkar af mörkum svo fólk geti axlað ábyrgð á sjálfum sér og öðrum? Eða eiga viðhorf okkar þátt í skömm, ótta og afneitun sem kemur í veg fyrir að tekið sé á málunum?

Til að vinna bug á sjúkdómnum
- verðum við að horfast í augu við, takast á við og fræða þá sem láta í ljósi fordóma og vanþóknun á HIV - og alnæmi - smituðu fólki.

Horfast í augu við
- ef þú heyrir fólk lýsa fordómum sínum skaltu segja þeim hvernig HIV tengist lífi þínu. Þetta gerir þeim ljóst að HIV hefur áhrif á líf venjulegra, holdi klæddra einstaklinga. Jafnvel þótt þú hafir ekki smitast af HIV má vera að einhver náinn þér sé smitaður eða hafi látist úr alnæmi.

Þá má vera að þú takir þátt í aðstoð við HIV smitaða með einhverjum hætti  - lýstu áhrifum HIV á líf þitt. Þetta auðveldar mörgum að skilja að HIV-smitaðir eru ekki bara eitthvað fólk úti í bæ heldur raunverulegir einstaklingar.

Takast á við - það að horfast í augu við þá sem láta í ljósi fordóma er bara byrjunin. Í slíkum tilvikum verðum við oft fyrir særandi ummælum og hegðun. Þá ber okkur að takast á við fordómana og gera fólki ljóst hvaða áhrif þeir hafa á okkur og okkar nánustu.

Fræða - yfirleitt byggjast fordómar á ótta, en óttinn byggist oft á vanþekkingu. Þegar þú hefur horfst í augu við og tekist á við fólk með fordóma skaltu reyna að fræða það um HIV og alnæmi.

Segðu frá smitleiðum HIV - lýstu því hvernig það er að vera HIV-smitaður á hverjum degi;
sýndu fram á að um lygasögur sé að ræða, þegar þörf er á og upplýstu viðmælendur þína með raunverulegum sögum af raunverulegu fólki og skaðlegum áhrifum fordóma á líf þeirra.

Ferðatakmarkanir HIV jákvæðra 2013 Sjá hér...

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning