Smitlei­ir HIV

 
Smitleiðir HIV
 
 

HIV er yfirleitt ekki bráðsmitandi en smit getur átt sér stað á þrjá vegu: Við samfarir, með blóðblöndun, t.d. með menguðum sprautum og nálum eða ef sýkt blóð kemst í opin sár, og þá getur veiran einnig borist frá móður til fósturs.

Algengast er að HIV smiti við samfarir, annað hvort milli karla og kvenna eða milli karla. Fíkniefnaneytendur eru í mikilli smithættu ef fleiri en einn nota sömu sprautunálina. Engin smithætta er í daglegum samskiptum. Hættulaust er að heilsa smituðum með handabandi eða að faðmast. Hósti og hnerri valda ekki smiti. Hiv smitar hvorki með mat eða drykk og ekki heldur með matarílátum.

Enda þótt veiran finnist aðallega í blóði, sæðisvökva og í vökva frá leggöngum verður ekki smit þótt vökvarnir komist í snertingu við húð nema þeir komist í opin sár. Slímhúðir eru mun viðkvæmari en húð og er því miklu meiri hætta á smiti ef þessir vökvar komast á þær.

Talið er að aðrir kynsjúkdómar sem valda sárum og ígerðum á kynfærum, s.s. herpes, lekandi, klamydia og sárasótt, geti auðveldað HIV-smit.

Munnmök

HIV-Áhætta við munnmök

Meirihluti þeirra sem smitast hafa af HIV vegna óvarinna munnmaka (þ.e.a.s.þegar annar aðilinn, við samfarir, notar varir og munn á kynfæri mótaðilans (félagans) hafa verið færðir í skýrslur síðan um miðjan 8. áratug á öldinni sem leið; mök milli karlmanna, frá körlum til kvenna, frá konum til karla og milli kvenna.

Frá því um miðjan 8. áratuginn hefur komið í ljós að HIV-sjúkdómurinn getur valdið smiti við sæðisgjafir og að ósnortnar slímhimnur veita enga sérstaka vörn gegn sjúkdómnum HIV. Þegar árið 1987 komu fyrstu skýrslurnar fram þess efnis að HIV ásamt hinum svonefndu T-hjálparfrumum smitar einnig frumur sem til staðar eru í slímhimnum, (makrofager, Langerhansfrumur og dendritiskar frumur). Þessar viðmiðunarfrumur höfum við bæði í kynfærum og munnholi.

Frá því árið 1989 hefur auk þess leikið grunur á að (upphafs-sár ("HIV-schanker") í koki, barka og vélinda , kynfærum og endaþarmi ákvarði eða "merki" smitstaði HIV. Sárin geta verið sýnileg í tengslum við byrjunareinkenni á HIV smitun og oft er bent á þau í koki og/eða barka/vélinda. Síðari rannsóknir staðfestu tengsl milli þess hvar upphafs-sárið fannst og þá aðferð sem sjúklingurinn viðhafði við kynmök.

Ástæðuna til þess að við vitum að smitsjúkdómar eins og til dæmis syfilis, lekandi, klamydía og herpes berast milli manna og kvenna við munnmök má þakka því að oft uppgötvast þessir kynsjúkdómar vegna staðbundinna einkenna í munni, koki og/eða barka/vélinda, og nýleg rannsókn á samkynhneigðum, sem smitast höfðu af lekanda, leiddi í ljós að 18% þeirra höfðu fengið sjúkdóminn eftir munnmök.

Mun erfiðara er að upplýsa áhættuna á því að smitast við munnmök vegna þess að aðeins lítill hluti sjúklinganna sýndi staðbundin einkenni eins og t.d. upphafs-sár og auk þess hafa viðkomandi haft kynmök með ýmsum aðferðum í einu og sama tilviki eða á tilteknum tíma sem þeira hafa verið undir eftirliti læknis. Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn á rhesus-öpum, sem smitaðir voru af SIV, en sá sjúkdómur er skyldur HIV og finnst í öpum, gátu vísindamennirnir smitað apana mun auðveldar gegnum munn þeirra en gegnum endaþarminn.

Hjá 147 samkynhneigðum körlum sem einvörðungu höfðu ástundað munnmök á meðan á rannsókn sjúkdómsins stóð, árið 1987, fundust engin merki um HIV-smitun, en í annarri rannsókn, sem fram fór á sama ári, var aðeins ein af átta HIV-smitunum, sem fram komu meðal 200 manns sem upphaflega voru HIV-neikvæðir, talin hafa orðið við munnmök.

Þegar fylgt var eftir rannsóknum á nýlega smituðum sjúklingum á Södersjúkrahússins á árunum 1990-1992 kom fram að 7 af 37 sjúklingum (18%) höfðu engin endaþarmsmök haft á því tímabili þegar þeir smituðust af HIV-veirunni. Sex af þessum 7 höfðu haft munnmök og einn sjúklingur skýrði frá því að hann hefði fengið sæði í auga. Seinni rannsókn, sem gerð var á þessari móttökudeild, sýndi að minnst 6% af HIV-smitunum meðal samkynhneigðra karla urðu við munnmök.

Kemur þessi tala vel heim við niðurstöður fjölda annarra rannsókna. Fjórir af 12 sjúklingum sem upplýstu nákvæmlega hvernig þeir hefðu smitast, gáfu einungis upp munnmök, að því er fram kemur í nýlokinni rannsókn á fólki með upphafeinkenni HIV-smits.

Hugsast getur að hluti sjúklinganna hafi ekki -- vegna aldagamallar fordæmingar á slíku athæfi -- skýrt frá endaþarmsmökum, en samtímis er nauðsynlegt að vekja athygli á því að hér er aðeins um að ræða brotabrot, þar eð sjúklingar sem skýra frá slíkum kynmökum eru sjálfkrafa taldir hafa smitast um endaþarm. Í sannleika sagt kunna margskonar kynfærasmitanir að leynast, jafnvel í þessum hópi. Hið sama á við um áhættuna sem tengist munnmökum, jafnvel þó ekki hafi orðið sáðlát, og einungis slím frá penis borist í munnslímhimnu mótaðilans.

Meirihluti skráðra tilvika um smitun vegna munnmaka hafa orðið til vegna þess að viðkomandi hafi sett penis mótaðilans í munninn eða þá að kynfæri konu hafa verið sleikt eða kysst, en einnig eru til skýrslur um hið gagnstæða -- tvö tilvik í Svíþjóð. Einnig hefur orðið vart við tilvik þar sem börn, sem gefið hefur verið blóð, hafi smitað mæður sínar við brjóstagjöf. Ástæðuna til þess að tiltölulega sjaldan hafi tekist að finna HIV-veiruna í slefi vilja menn í dag kenna aðstæðum á viðkomandi rannsóknastofu, en að líffræðilegar líkur séu vissulega fyrir hendi um að HIV- veiran geti borist í slefu. Auk þess kemur blóð í slefu iðulega fram við rannsókn.

Bent hefur verið á fjölda tilvika þar sem karlar hafa smitast eftir að hafa, í samförum við konu, snert kynfæri hennar með munni sínum og slík tilvik hafa einnig komið fram eftir samfarir samkynhneigðra kvenna. Hefur eitt slíkt tilvik verið tilkynnt í Svíþjóð. Þekkingin á smithættu á HIV meðal samkynhneigðra kvenna er mjög í molum, sumpart vegna þess að fjöldi Hiv-smitaðra, samkynhneigðra kvenna er ekki stór og sumpart vegna þess að slíkar rannsóknir eru enn afar ófullkomnar.

Vísað hefur verið til þátta í slímhúðarsamsetningu í munni sem hugsanlega gæti varið menn gegn smiti tengdum munnmökum. Hafa þessir þættir fundist bæði í slefu og þar að auki í brjóstamjólk, en hafa þó ekki varið gegn smiti, t.d. við brjóstagjöf eða gegn HIV-smituðu blóði í slímhimnu munnholsins. Frekari rannsóknir, þar sem HIV-veiran var ræktuð í slími eða slefu, sýndi fram á að það geta liðið milli 30 og 60 mínútur áður en vírusinn nær að tengjast og verða virkur í slími.

Ekki verður alls kostar gengið fram hjá áhættunni varðandi HIV-smit í tengslum við munn-samfarir, og ráðlegt að hafa varan á, ef maður er þess ekki fullviss að vera sjálfur ósmitaður eða í sambandi við ósmitaðan félaga. Verjur (smokkar) geta varið þig smiti. Hafa ber þó í huga að efnið, sem kemur frá penis rétt á undan sáðláti, getur innihaldið veirubrot, sem einfaldlega þýðir að verjur skuli nota við samfarir frá upphafi til enda.

Nota smokkinn rétt: Sjá hér...

 

 

 

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning