Nafnlaus HIV mˇtefnamŠling

 

 Nafnlaus HIV mótefnamæling

 

Til þess að vernda sjálfan þig fyrir hugsanlegum fordómum og ofbeldi í okkar littla samfélagi, ættirðu að fá mótefnamælingu án þess að gefa upp nafn. HIV mótefnamæling ætti að vera í boði nafnlaus, ef sá sem framkvæmir mótefnamælinguna veit ekki þitt raunverulega nafn, heimilisfang eða aðrar persónulegar upplýsingar, er mótefnamælingin nafnlaus.

Nafnlaus mótefnamæling fer þannig fram að þér yrði gefið númer (CODE) t.d xxxxx sem fylgir blóðprufinni í gegn um rannsóknarferlið.

Ef þú ert mótefnamæld/ur, hvort sem er jákvæð/ur eða neikvæð/ur, ígrundaðu vandlega hverjum þú segir frá niðurstöðunni. Þar sem HIV smitast ekki í almennri umgengni er enginn ástæða til að skýra neinum frá niðurstöðunni eins og heilbrigðisstarfsfólki eða vinnufélögum.

Áður en þú skýrir þínum lækni frá niðurstöðunni, spurðu þá lækninn hvort niðurstaðann verði skráð í sjúkraskrána þína. Sjúkraskrár eru aðgengilegar læknum og heilbrigðisstarfsfólki, og ekki hægt að tryggja hverjir kunna að lesa þína sjúkraskrá, í Heilsugæslunni og á stórum Spítulunum.

Þegar þú leggst inn á spítala, hafa mjög margir aðgang að sjúkraskránni þinni. En starfsfólk spítalans þarf ekki að vita hvort þú ert HIV jákvæð/ur til að verjast hugsanlegu smiti: Almennar vinnureglur varðandi smithættu á sjúkrahúsum hér á Islandi eru það góðar að enginn hætta er á smiti.

Við hvetjum þig sem greinist HIV - jákvæður að leita þér stuðnings strax.
Hægt er að ná sambandi við ráðgjafa eða hjúkrunarfræðing í síma 5431000 eða 5436040.

Stuðningur:

Læknirinn getur vísað þér á ráðgjafa á vegum spítalans

Einnig gæti verið ráð að finna hlutlausan fagaðila  t.d sjálfstætt starfandi sálfræðing

Trúnaðar og þagnarskylda sjá hér..

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning