Hva­ eru hjßlparfrumur

 Hvað eru hjálparfrumur

T-frumur er ein gerð eitilfrumna (hvítra blóðkorna). Þær eru veigamikill þáttur ónæmiskerfisins. T-frumur eru tvenns konar. T-4 frumur (einnig kallaðar CD4+) eru „hjálparfrumur“. Þær eru í fararbroddi sýkingarvarna. T-8 frumur (CD8+) eru „hemilsfrumur“ sem binda enda á ónæmisviðbrögð. CD8+ frumur geta líka verið „drápsfrumur“ sem drepa krabbameinsfrumur og veirusýktar frumur.

Rannsóknarmenn geta þekkt T-frumur í sundur á sérstökum prótínum á yfirborði þeirra. T-4 fruma er T-fruma með CD4 mólikúl á yfirborði sínu. Hún kallast þess vegna „CD4 jákvæð“ eða CD4+.

Þegar HIV veiran herjar á menn sýkir hún oftast CD4+ frumur. Veiran samlagast frumunni. Þegar CD4+ frumum fjölgar til að berjast við sýkingu þá fjölgar að sama skapi HIV veirunni. CD4+ frumum fækkar í fólki sem hefur gengið með HIV smit lengi (T-frumumagnið minnkar). Þetta er merki um að ónæmiskerfið sé að veikjast. Því lægra sem T-frumumagnið er þeim mun líklegra er að viðkomandi veikist.

Það eru til milljónir T-frumugerða sem hver um sig berst við ákveðinn sýkil. Þegar HIV veiran fækkar T-frumum geta sumar T-frumugerðir þurrkast út og þar með horfið með öllu geta líkamans til að berjast við ákveðnar örverugerðir. Ef það á sér stað geta tækifærissýkingar skotið upp kollinum. CD4+ gildið segir til um heilbrigði ónæmiskerfisins. Því lægra sem gildið er þeim mun meiri skaða hefur HIV veiran valdið. Þeir sem mælast með minna en 200 CD4+ frumur eða eru með CD4+ hlutfall innan við 14% eru taldir hafa alnæmi, að sögn bandaríska sjúkdómseftirlitsins, US Centers for Disease Control. CD4+ gildi og veirumagnsmæling eru notuð til að ákvarða hve lengi manneskja haldist heilbrigð. CD4+ gildi eru líka notuð til að ákveða hvenær hefja skuli vissa lyfjameðferð.

Hvers vegna að telja frumurnar?

CD4 T-frumutalning eða gildi er gagnleg aðferð til að segja til um á hvaða stigi og hve alvarleg HIV sýking er og hinn banvæni fylgifiskur hennar, alnæmi. Talning CD4 frumna skiptir máli þegar fylgst er með meðhöndlun HIV og alnæmis með HAART vírusvarnarmeðferðinni vegna þess að það eru þær sem veiran ræðst á og eyðir.

HIV veirusýking eyðir CD4 eitilfrumum og veikir ónæmisviðbrögð frumna, og eykur þar af leiðandi hættu á vissum sýkingum og krabbameinum. Byrjunarsýking veldur almenn veikindi og hita. Hættan á frekari veikindum, tengdum ónæmisbælingu, er í réttu hlutfalli við fjölda eftirlifandi CD4 eitilfrumna. HIV sýking getur blundað og verið einkennalaus í smitbera árum saman og um síðir þróast út í alnæmi á lokastigi, banvænum sjúkdómi sem einkennist af alvarlegum tækisfærissýkingum eða krabbameini.

Eitilfrumur

Um 25% hvítra blóðkorna eru eitilfrumur og sinna ónæmsvörnum líkamans. Blóðmeinafræðingar gerast býsna skáldlegir í nafngiftum blóðfrumna. Eitilfrumur, sem hafa upp á og eyða afbrigðilegum eða sýktum frumum, kallast drápsfrumur (Natural Killer Cells). B-frumur myndast og þroskast í beinmergi. Þær mynda mótefni sem hjálpa líkamanum að eyða afbrigðilegum frumum og sýklum svo sem bakteríum, veirum og sveppum. T-frumur eru nefndar eftir hóstarkirtlinum (thymus) en þangað ferðast þær til að þroskast eftir að þær myndast út frá stofnfrumum í beinmergnum. Þær eru ábyrgðar fyrir frumuónæmi þar eð þær geta varðveitt upplýsingar um fyrri sýkingar og því brugðist hraðar við sama sýkingarvaldi næst.

Meginskotmörk og fórnarlömb HIV eru T-frumugerð sem kallast hjálparfrumur en þessar eitilfrumur bera CD4 (glýkóprótín) á yfirborði sínu. CD4 er aðal tengiviðtaki HIV við CD4+ T-hjálparfrumu. Aðrir mælanlegir CD viðtakar eru CD3 og CD8.

Hvað er CD4+ hlutfall?

Hjá heilbrigðum einstaklingum eru T4-frumur milli 32% og 68% af heildarfjölda eitilfrumna. CD4 hlutfallið segir til um hlutfall CD4 fruma í blóðsýni og er stundum áreiðanlegri mæliaðferð en CD4 talning því að mælibreytileikinn er að jafnaði minni. Þessi breytileiki skiptir meira máli í börnum þar sem eðlilegt CD4 frumumagn breytist með aldri.

Útsmogin veira


HIV veiran gabbar eitilfrumur til hleypa sér gegnum frumuhimnuna og notar síðan gagnumritunarensím (reverse transcriptase) til að breyta veiru RNA (ríbósakjarnsýrunni) þannig að það samþættast erfðaefni hýsilfrumunnar.

Venjuleg frumugen afrita síðan þessar samþættuðu forveirur við hverja frumuskiptingu þ.a. öll afkvæmi sýktu frumunnar innihalda forveirusýkt erfðaefni. Forveirusýkta erfðaefnið knýr hýsilfrumuna til að mynda hundruð eintök af smitandi veirum.

Veirustyrkur á hverja blóðvökvaeiningu kallast veirumagn. Þessi þrældómur gengur um síður af T-hjálparfrumunni dauðri. Ónæmisröskunin samfara alnæmi stafar að miklu leyti af skertri getu CD4 T—hjálpareitilfrumna en þau skipta sköpum við frumuónæmi.

Tapmynstrið

Smitaðar CD4+ eitilfrumur hafa tveggja daga helmingunartíma. Eyðingarhlutfall CD4+ eitilfrumna sýnir fylgni við veirumagnið. Eðlilegt CD4+ T-eitilfrumumagn er um 750/míkróL og ónæmi skerðist litillega ef magnið er yfir 500/míkróL.

Ef engin HIV meðferð er í gangi þá lækkar T4 frumutalan að meðaltali um 50 til 100 frumur á ári. CD4+ T-frumur drepast í þrem áföngum og á mismiklum hraða eftir því hver á í hlut:

- Innan fyrstu vikna og mánaða frá smiti  eru sjúkdómseinkenni almenn, HIV magnið er í hæstu hæðum og magn CD4+ T-eitilfrumna í umferð lækkar hratt.

- CD4+ T-frumum fækkar hægar á næsta tímabili, sem getur spannað mörg ár, þegar sjúklingur er einkennalaus smitberi.

- Eftir þetta fækkar hjálparfrumum hraðar á ný þau 1 til 2 ár uns lokastigi alnæmis er náð þegar alvarlegar tækifærissýkingar og meinsemdir gera vart við sig og CD4+ frumutalan er komin niður fyrir 200.

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning