Hva­ er HIV veirumagn Ý blˇ­i?

 
Hvað er veirumagn í blóði

 

Veirumagnspróf (Viral Load Test) mælir magn HIV veira í blóði. Nokkrar mæliaðferðir eru til:


PCR-prófið (Polymerase Chain Reaction - pólýmerasakeðjuverkun) notar ensím til að hvata myndun HIV í blóðsýni. Efnahvarf merkir síðan veiruna. Merktu veirunar eru síðan mældar til að reikna út veirumagnið. Lyfjafyrirtækið Roche framleiðir prófið. bDNA prófið (branched DNA – greina DNA) samtengir efni sem gefur frá sér ljós við sýnasnertingu. Efnið tengist við HIV agnirnar. Ljósmagnið er mælt og umbreytt í veirutalningu. Lyfjafyrirtækið Chiron framleiðir þetta próf.

Niðurstöður úr PCR-prófinu eru oft aðrar en úr bDNA-prófinu fyrir sama sýni. Prófin byggja á ólíkum grunni og því er best að hver haldi sér við annað prófið (PCR eða bDNA) fyrir allar veirumagnsmælingar framvegis.

Veirumagn reiknast yfirleitt sem HIV eintök í einum millilítra af blóði. Prófin telja upp í 1,5 milljón veirueintök og sífellt er verið að gera þau næmari. Fyrsta bDNA-prófið mældi niður í 10.000 eintök. Næsta útgáfa prófsins gat mælt niður í 500 eintök. Nú eru til ofurnæm próf sem mæla færri en 5 veirueintök í sýni.

Besta veirumæliniðurstaðan kallast „ógreinanleg“. Það merkir ekki að engin veira sé í blóðsýninu heldur einungis að þær séu ekki nógu margar til að prófið geti greint þær. Þegar fyrstu prófin komu á markaðinn þýddi niðurstaðan „ógreinanleg“ 9.999 veirueintök! Þannig að niðurstaðan „ógreinanleg“ fer eftir því hve næmt mæliprófið er sem greinir blóðsýnið.

Ógreinanlegt veirumagn:

Öll veirumagnspróf hafa neðri mörk fyrir nákvæmnismælingar á HIV sem kallast mælimörk og eru breytileg eftir mæliprófum. Hafa ber í huga að þótt HIV magnið sé of lítið til að mælast í þessum prófum merkir það ekki að veiran sé horfin að öllu leyti. Veiran getur enn verið til staðar í blóðinu en í of litlu magni til að hún mælist með prófi. Veirumæliprófin mæla einungis HIV magn í blóði. Ef veirumagnið þar flokkast sem ógreinanlegt þýðir það ekki að það sé ógreinanlegt í öðrum líkamshlutum, svo sem eitlum.

Mælimörk núverandi prófa:

Í eldri prófum voru neðri mælimörk 400 eða 500 veirueintök. Núna eru almennt notuð ofurnæm próf sem mæla niður í 50 veirueintök. Sum próf mæla enn færri eintök en þau eru aðallega notuð við rannsóknir. Það er eftirsóknarvert að hafa ógreinanlegt veirumagn af tveim ástæðum: Hættan á alnæmismyndun er mjög lág. Hættan á lyfjaóþoli er mjög lítil.

Að mati margra lækna ætti markmið allrar meðhöndlunar er vera sú að mælast með ógreinanlegt veirumagn (innan við 50 veirueintök). Það tekur suma þrjá til sex mánuði að ná þessu stigi en aðrir ná fara niður fyrir mælimörkin á fjórum til tólf vikum. Enn aðrir ná því kannski aldrei.

Þeir sem eru að taka HIV lyf í fyrsta sinn eru líklegri til að lækka veirumagnið niður í þessi lágu mörk heldur en þeir sem hafa tekið lyfin áður.


Sumir læknir kunna að mæla með því að breyta lyfjasamsetningunni eða bæta við öðru lyfi (eftir að þeir hafa gert óþolspróf og komist að raun um að viðkomandi lyf hafi tilætluð áhrif) ef veirumagnið mælist ekki sem ógreinanlegt eftir þrjá mánuði á nýrri lyfjablöndu. 

Læknar hafa hins vegar ólíkar skoðanir á því hve fljótt eigi að breyta meðferðum. Sumir vilja breyta ‚snemma‘ til að draga úr líkum á óþolsmyndun. Aðrir segja að með því sé kannski verið að stöðva meðferð sem er enn að gagnast manneskjunni. Sjá „Truflun á veirumagni“ hér að neðan til að fá frekari upplýsingar um hvenær eigi að íhuga að breyta meðferð.

Ákjósanlegast er að meðferðarbreyting felist í að taka nýja lyfjablöndu sem ekki hefur verið tekin áður og ólíklegt sé að skapi víxlóþol við fyrri lyf. Þetta verður erfiðara því lengri sem lyfjasaga sjúklings er. Því hraðar sem veirumagn fellur niður fyrir 50 þeim mun lengur ætti það að haldast þar, svo fremi að lyfin eru tekin samkvæmt fyrirmælum. Sex mánuðum eftir nýja lyfjagjöf ætti veirumagnið að hafa fallið niður fyrir 50. Sumir bregðast hins vegar ekki svona vel við lyfjagjöf.

Truflun á veirumagni:

Fólk með ógreinanlegt veirumagn lendir stundum í mæliflökkti. Veirumagnið getur flökktað úr innan við 50 í einni mælingu í meira en 100 eða 200 í þeirri næstu, og síðan aftur mælst ógreinanlegt í þar næstu mælingu. Þetta er ekki óalgengt og merkir ekki að meðferðin sé að klikka. Mæliflökkt virðist oftast stafa af mæliskekkjum á rannsóknarstofunni.

Ef veirumagnið heldur hins vegar áfram að stiga við hverja mælingu eða helst yfir 50 án þess að fara yfir 500, er það vísbending um að meðferðin sé að bregðast og óþol að myndast. Þá ætti að ræða við lækni um að breyta meðferðinni. Því lengur sem veirumagn er greinanlegt við núverandi lyfjatöku þeim mun líklegra er að lyfjaóþol myndist. Núverandi óþolspróf geta hins vegar ekki mælt lyfjaóþol fyrr en veirumagnið fer yfir 1.000.

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning