HIV smit ß ═slandi 2016

 HIV smit á Íslandi

HIV/Alnæmi 31.12.2016

Fjöldi HIV jákvæðra á Íslandi hefur farið fjölgandi og greinast of mörg ný smit ár hvert. Kynhegðun fólks er með mörgu móti og í öllum hópum er að finna fólk með óábyrga hegðun í kynlífi. Þar er að finna ógreinda smitaða einstaklinga og eru þeir einkennalausir smitberar.

Margir einstaklingar fara ekki i HIV mótefnamælingu og eru ástæður þess margar m.a vanþekking, kæruleysi og ótti t.d. við fordóma, svo er sú hugsun einfaldlega fjarlæg flestum að þeir hafi smitast.

Staðreyndin er sú að það hefur verið mjög erfitt fyrir smitaða að opna sig um sjúkdóminn hér á landi og erfitt fyrir smitaða og aðstandendur þeirra að afla sér fróðleiks og stuðnings sem er afar takmarkaður.Smitaðir einstaklingar á Íslandi lifa margir í skugga með sinn sjúkdóm.

Með tilkomu nýrra lyfja sem hefta í flestum tilfellum þróun HIV veirunnar til alnæmis sem er lokastig sjúkdómsins hefur umræðan um HIV að mestu horfið af sjónarsviðinu. Álit margra virðist að lyfjameðferðin nýja, sem hófst hér 1996, hafi leyst svo til allan vanda. En því miður er það alls ekki þannig.

Þann 31. desember árið 2016 höfðu verið tilkynnt til sóttvarnalæknis samtals 361 tilfelli af HIV-sýkingu á Íslandi. Þar af höfðu 73 sjúklingar greinst með alnæmi og 39 látist af völdum sjúkdómsins.   

Flestir sem látast úr alnæmi deyja ekki af völdum veirunnar sjálfrar. Þeir látast af tækifærissýkingum. Oft smitast fólk af slíkum sýklum löngu áður en það fær HIV.

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning