Fara til smitsj˙kdˇmalŠknis


Ef þú býrð í smábæ eða dreifbýli skaltu fá viðtal við lækni sem hefur sérþekkingu á þessu sviði, og gera þér ferð til LHS í Reykjavík!Þegar þú ferð í fyrsta sinn til að láta skoða þig, vill smitsjúkdómalæknirinn vafalaust fá góða almenna mynd af heilsufari þínu með því að fara í gegnum sjúkrasöguna, gera nákvæma skoðun á þér og panta blóðrannsókn. Þessi upphafsyfirferð er grunnur sem gott er að hafa til samanburðar síðar. Vertu vel undirbúin/n áður en þú ferð til smitsjúkdómalæknir.  

Skrifaðu hjá þér þær spurningar sem þú vilt leggja fyrir smitsjúkdómalæknirinn. Ef þú ert ekki með skrifaðan lista, getur komið fát á þig þannig að þú gleymir hvers þú ætlaðir að spyrja. Ef þú hefur tök á því er gott að ræða spurningarnar við skilningsríkan vin sem veit sínu viti. Þá getur það einnig dregið úr kvíða, meðan á læknisheimsókninni stendur, að hafa vin eða vinkonu sér til halds og trausts.

Þú getur hitt á mikinn annatíma hjá lækninum, en þú átt rétt á öllum þeim tíma sem þú þarft til að spyrja spurninga og ræða ýmis mál. Sumir sérfræðingar eru svo önnum kafnir við að annast langt leidda sjúklinga að þeir hafa hreinlega ekki tíma til að sinna þeim sem eru minna veikir. Ef þú hefur ratað á lækni sem aldrei má vera að því að svara spurningum, þá skaltu leita til einhvers annars ef það er mögulegt.

Vertu viðbúin/n að þurfa að taka saman lista yfir öll undangengin veikindi og tímasetningar þeirra í grófum dráttum, einnig lista yfir lyf sem þú hefur fengið. Mundu að nefna smitsjúkdóma sem þú kannt að hafa fengið (svo sem kynsjúkdóma eða lifrarbólgu A - B - C) og einnig ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju, sérstaklega lyfjum.

Segðu lækninum frá öðrum lyfjum sem þú notar sem og áfengi og öðrum vímugjöfum. Við læknisskoðunina kann að verða leitað gaumgæfilega að húðvandamálum sem eru algeng hjá HIV-jákvæðu fólki. Þú og smitsjúkdómalæknirinn ættuð að koma ykkur saman um tíma fyrir reglulegar heimsóknir. Sértu með veruleg einkenni, þurfa heimsóknirnar að vera tíðari en ella.

Ef þú býrð í smábæ eða dreifbýli skaltu fá viðtal við lækni sem hefur sérþekkingu á þessu sviði, og gera þér ferð til LHS í Reykjavík!

Hvert er hægt að leita?

Göngudeild smitsjúkdóma, Landspítala háskólasjúkrahúsi Reykjavík
sími 543 1000 eða 543 6040

Gisting

Sjúkrahótel LSH

Sjúkrahótel er hugsað sem úrræði fyrir einstaklinga sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð. Aðstandendur hafa möguleika á gistingu gegn gjaldi.Gestir greiða hlutdeild í dvalarkostnaði. Dvöl er háð tilvísun lækna og hjúkrunarfræðinga á LSH eða heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.
 
· Sjúkrahótelið er m.a. ætlað fólki utan af landi sem er að leita sér lækninga, meðferðar, eftirlits eða er til rannsókna.
 
· Aðstandendum og fylgdarmönnum sjúklinga sem eru á sjúkrahótelinu.
 
· Sjúklingum sem útskrifast frá sjúkrahúsum eða þeim sem eru að bíða eftir sjúkrahúsdvöl og geta einhverra hluta vegna ekki verið heima.
 
· Þeim sem þurfa á skammtíma hvíldarvistun að halda.
 
· Læknir þarf að skrifa beiðni fyrir dvölinni og er hann eða deildin ábyrg fyrir sjúklingnum á meðan hann dvelur á sjúkrahótelinu.
 
· Alls eru rúm fyrir 65 gesti á sjúkrahótelinu annars vegar í eins manns og hins vegar tveggja manna herbergjum.
 
Kostnaður fyrir sjúklinga er 1.200 á sólarhring, fyrir aðstandendur 4.000 og fyrir ósjúkratryggða einstaklinga 18.000. Aðstandendur yngri en 12 ára greiða 1.200 en yngri en 1 árs greiða ekki.
Gisting og fullt fæði er innifalið í verðinu.

Ath.Sjúkrahótelið er als ekki í boði í flestum tilvikum yfirleitt fullt
 
Sími 543 6371 / 543 6372
sjukrahotel@landspitali.is

Vefsiða Sinnum heimaþjónusta ehf

Ferðakostnaður af landsbyggðinni:

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í ferðakostnaði að litlum hluta.

Nauðsynleg gögn

Staðfesting læknis á því að vísa hafi þurft sjúklingi til meðferðar utan héraðs þar sem þjónustan er ekki fyrir hendi í heimahéraði. Þá fyllir læknir út eyðublaðið „Staðfesting á nauðsynlegri ferð sjúklings utan heimahéraðs“. Ef ástand viðkomandi er alvarlegt og fellur undir heimild til ítrekaðra ferða þá er notað eyðublaðið „Skýrsla vegna ferðakostnaðar sjúklings innanlands“.

Sjúklingar þurfa alltaf að framvísa „Staðfestingu á komu til læknis“ frá sérfræðingnum/meðferðaraðilanum þegar það vitjar endurgreiðslu ásamt kvittunum fyrir fargjaldi. Framvísa þarf farseðlum ef ferð er farin með flugi, ferju, áætlunarbíl eða öðrum almenningsfarartækjum. Hið sama gildir um kvittanir fyrir greiðslu annars kostnaðar, þar á meðal vegna leigu á bifreið, leigubifreiða og fyrir greiðslu vegtolla. Sjúkratryggingar Íslands geta jafnframt beðið umsækjanda um kvittanir fyrir eldsneyti sé eigin bifreið notuð.

Vefsiða:Sjukra.is

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning