Er Úg smita­ur/u­

Ef þig grunar að þú gætir verið með HIV smit skaltu ekki bíða með að láta athuga það!Ef þig grunar að þú gætir verið með HIV smit skaltu ekki bíða með að láta athuga það!

Einkenni HIV smits líkjast einkennum margra annara sjúkdóma. Sumir sem smitast af HIV verða veikir nokkrum vikum eftir smit og fá einkenni sem hverfa fljótlega af sjálfu sér. Margir sem smitast fá þó engin einkenni, en eru samt sýktir og geta smitað aðra.

Sjúkdómseinkennin í byrjun lýkjast venjulegum sýkingum, þess vegna getur verið erfitt að vita hvort um HIV sýkingu sé að ræða nema með mótefnamælingu.

Mótefnamæling er venjulegt blóðpróf sem er tekið úr öðrum hvorum handleggnum. Á Rannsóknarstofu landspítalans í veirufræði er blóðið síðan rannsakað og kannað hvort það mælist mótefni sem ónæmiskerfið myndar gegn HIV vírusnum. Það er engin þörf á að kveljast í óvissu sem getur verið erfið andlega og valdið hræðslu og kvíða á háu stigi.

Ef minnsti grunur vaknar láttu þá mæla mótefni gegn HIV veirunni í blóðinu hjá þér og þar með kanna ástand ónæmiskerfisins. Slíkt er skynsamlegt að gera um leið og grunur leikur á því að þú hafir smitast. Því sértu smitaður einstaklingur er mikilvægt fyrir þig að fá greiningu til að hægt sé að veita læknismeðferð og einnig til að fyrirbyggja að þú smitir aðra.

Niðurstöður mótefnamælingar færðu að vita eftir ca viku. Eftir sex vikur frá því að smit er talið hafa geta átt sér stað, er prófið 98% öruggt og eftir tólf vikur er það 100% öruggt.

Sé niðurstaða mótefnamælingar neikvæð sem þýðir að þú ert ekki smitaður er sú niðurstaða 100% örugg eftir 12 vikur frá hugsanlegu smiti.

Sé niðurstaða prófsins hins vegar jákvæð getur verið um skekkju að ræða og prófið því gert aftur.

Það er mjög ólíklegt að þú sért með smit þar sem mjög fáir smitast af HIV
(human Immunodeficiency Virus).

Varastu að gefa blóð ef þú ert í áhættuhópi. Mótefnamælinginn í Blóðbankanum er til að tryggja að þeir sem þurfa blóðgjöf fái ósýkt blóð en ekki til að athuga hvort þú sért sýkt/ur.

Ef þú mælist HIV-Jákvæður, verður læknirinn að tilkynna smitið til landlæknisembættisins (sóttvarnalæknis) en aðrir læknar t.d. heimilislæknirinn þinn fá ekki vitneskju um smitið nema að þinni ósk. Það er þitt einkamál hverjum þú segir frá smitinu!

Við hvetjum þig sem greinist HIV - jákvæður að leita þér stuðnings strax.
Hægt er að ná sambandi í síma 5431000 eða 5436040.

Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að fá móefnamælingu:

Göngudeild húð- og kynsjúkdóma

Göngudeild húðsjúkdóma er opin frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga.
Sími: 543 6350.
(Panta þarf tíma)
Aðsetur: 1. hæð A álma Fossvogi

Göngudeild Landspítala Háskólasjúkrahús
við Hringbraut og í Fossvogi, kl. 8-15.
Sími:543-1000 eða 543-6040

Einnig er hægt að leita til heilsugæslustöðva og heimilislækna.
Á landsbyggðinni er hægt að leita til heilsugæslustöðvanna
Þú getur verið viss um að fyllsta trúnaðar og nafnleyndar er gætt

Mótefnamælingar eru gerðar öllum að kostnaðarlausu.

Kynningar myndband á Göngudeild húð og kynsjúkdóma sjá hér...

Stuðningur:

Læknirinn getur vísað þér á ráðgjafa á vegum spítalans

Einnig gæti verið ráð að finna hlutlausan fagaðila  t.d sjálfstætt starfandi sálfræðing

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning