Engin lŠkning

 
Engin lækning

 

Árið 1996 komu ný lyf með tilkomu nýs lyfjaflokks,proteasa hemla. Proteasi er annað ensím sem er nauðsynlegt til að ljúka veiru skiptingunni í sýktum frumum. Með tilkomu þessara lyfja lækkaði dánartíðni HIV smitaðra. Og fylgisýkingum fækkaði. Helsta vandamálið er vaxandi ónæmi HIV-veirunnar (human immunodeficiency virus) gegn andretroveirulyfjunum.

Aukaverkanir af lyfjunum geta verið mjög erfiðar, það er ekki vitað með vissu hvert það leiðir. Við vitum í mörgum tilvikum hvaða aukaverkanir gömlu vel þekktu læknalyfin hafa. Aukaverkanir geta komið upp í kjölfarið á langvarandi notkun bæði gamalla og nýrra læknalyfja. Mörg af lyfjunum (andretróvírus-lyf) sem notuð eru við HIV, hafa verið notuð síðustu 16-17 árin. Þar af leiðandi liggur alls ekki fyrir full vitneskja yfir mögulegar langtíma aukaverkanir.

Lyfjunum er ætlað að stöðva fjölgun HIV-veirunnar í líkamanum eins mikið og hægt er og eins lengi og hægt er. Það er sama hversu mörg lyf þú tekur, þú losnar ekki við veiruna úr líkamanum þar sem enginn lækning er til ennþá. En ef þú notar lyfin rétt, hægir það á fjölgun veirunnar í líkamanum. Lyfin sem stöðva fjölgun á hiv vírusnum kallast andretróvírus-lyf.

Til að stöðva fjölgun vírusins í líkamanum eins vel og hægt er þarf að nota samsetningu minnst þriggja mismunandi andretróvírus-lyfja. Það finnst engin föst regla um hvað er besta samsetningin. Smitsjúkdómalæknarnir finna réttu samsetninguna sem hentar hverjum og einum best. Það má í flestum tilfellum bæta líðan og lengja líf HIV-smitaðra. Lyfjameðferðin er  ævilöng og ennþá veldur hún miklum aukaverkunum hjá sumum.
 
Engin lækning er til við HIV(human immunodeficiency virus) Enn sem komið er. Veiran ræðst m.a. gegn hluta hvítu blóðkornanna og getur leynst lengi án þess að valda sjúkdómseinkennum. Hins vegar er hægt að halda veirunni í skefjum með lyfjameðferð og draga all verulega úr líkum á því að sjúkdómseinkenni komi fram. 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning