Til foreldra og starfsfˇlks Ý skˇlum


 Til foreldra og starfsfólks í skólumBörn og alnæmi


Til foreldra og starfsfólks í skólum

Alnæmisveiran eða HIV eins og hún er einnig kölluð veldur alnæmi. Veiran ræðst á ónæmiskerfið og getur valdið skemmdum á því eftir því sem árin líða frá smitun. Það getur leitt til þess að líkaminn verður berskjaldaður fyrir fjölda sýkinga og jafnvel krabbameini en þá er hinn smitaði kominn með alnæmi.

Veiran getur verið í blóði, sæði, legslími og móðurmjólk og hún þarf að komast inn í blóðrásina á annarri menneskju til þess að valda smitun, Hafið hugfast að HIV-smituð börn eru á allan hátt eins og önnur börn þrátt fyrir sýkinguna.

Smit getur borist með

• Kynmökum, þar sem sæði, skeiðarslím eða tíðablóð sem geymir í sér alnæmisveiruna kemst í samband við slímhúð í leggöngum, endaþarmi eða á getnaðarlim;

• Blóðblöndun, þar sem ferskt blóð með alnæmisveirunni kemst in í blóðrás, t.d. við nálarstungu. Þá getur alnæmisveiran komist frá móður til barns í meðgöngu, við fæðingu eða við brjóstamjólkurgjöf.

Veiran smitar ekki við almenna umgengni manna á milli. Það er engin áhætta við kossa, knús og snertingu. Hráki, hor, sviti, tár, hægðir, þvag og uppköst valda ekki smiti. Alnæmisveiran er viðkvæm. Hún lifir ekki af almennt hreinlæti og hún getur ekki fjölgað sér utan líkamans.

Þagnarskylda

Opinberir starfsmenn eru bundnir þagnarskyldu um viðkvæmar persónuupplýsingar, þ.m.t. heilsufarsupplýsingar sem þeir komast að í starfi sínu.

Það er engin hætta á smitun fyrir börn og starfsmenn í leikskólum og skólum. Þess vegna er engin ástæða til að rjúfa þagnarskyldu ef einhver starfsmaður fær upplýsingar um að barn sé smitað af alnæmisveirunni.

Starfsfólk hefur ekki þörf fyrir og á engan sérstakan rétt á að fá upplýsingar um HIV-smitaða einstaklinga. Sömuleiðis þurfa foreldrar ekki að fá upplýsingar um hugsanlegt smit af völdum alnæmisveiru meðal starfsmanna leikskóla.

Það er aðeins á valdi foreldra að ákveða hvort þeir vilji segja frá smiti barns af völdum alnæmisveirunnar og að leyfa að þessar upplýsingar verði veittar öðrum.

Heimild: Landlæknisembættið

 

Bæklingur: Börn og Alnæmi: Börn og alnæmi: Til foreldra og starfsfólks í skólum
Heimild: Landlæknisembættið

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning