Spurningalisti fyrir lŠkninn


Ef þú hefur ratað á lækni sem aldrei má vera að því að svara spurningum, þá skaltu leita til einhvers annars ef það er mögulegt.   

 
 
Spurningalisti fyrir lækninn um eftirlit með HIV sýkingu ásamt gátlista.

1. Á hvaða stigi er sjúkdómurinn?

Læknar og rannsakendur flokka HIV eftir nokkrum ólíkum þáttum m.a. niðurstöðum úr skoðunum og prufum og í hvaða mæli einkenni eru til staðar. Stigin eru fjögur: einkennalaus, fyrsta stig, millistig og lokastig (alnæmi)

Hvernig megi búa sig undir samtalið

* skráðu hjá þér hvenær þú greindist með HIV
* haltu nákvæma skrá yfir nýlegar sýkingar, bólusetningar og veikindi
* geymdu allar rannsóknar- og meðferðarniðurstöður 
* skráðu öll ný einkenni eftir HIV smitið
* geymdu skrá yfir öll lyf og meðferðir 

2. Hvaða rannsóknarniðurstöður verða notaðar til að vakta sjúkdóminn?

Læknirinn gerir væntanlega ýmis próf áður en meðferðin hefst og aftur með reglulegu millibili til að fylgjast með gangi sjúkdómsins. Á grundvelli þeirra verður ákveður hvenær veiruvarnarmeðferð hefst, hvaða lyfjum eða lyfjablöndu verði beitt og hve vel þau eru að virka. Prófin fylgjast líka hæfni ónæmiskerfisins, veirumagni blóðsins og hugsanlegum aukaverkunum lyfja. Próf verða hugsanlega gerð til að skoða erfðaefni HIV veirunnar í þér og hvort ákveðin lyf komi að gagni.

Nýjar rannsóknarniðurstöður verða bornar saman við eldri niðurstöður. Dæmi um hugsanleg blóðpróf:

* blóðþáttamæling þar sem mælt er heildarhlutfall hvítfruma, rauðfruma og blóðflagna í blóðsýni
* blóðefnamæling – efnasambönd í blóði mæld
* starfsemi lifurs og nýrna könnuð
* kólesterólmæling
* veirumagnsmæling
* T eitilfrumumæling (CD4 og CD8 T-frumur) – mælir hæfni ónæmiskerfisins

Önnur próf eru framkvæmd reglubundið til að kanna hvort vissar HIV sýkingar hafi skotið upp kollinum (tækifærissýkingar). Líka til að kanna hvort veiran sé að mynda lyfjaþol.

Hvernig megi búa sig undir samtalið

* geymdu allar rannsóknar- og meðferðarniðurstöður
* láttu sömu rannsóknarstofu framkvæma prófin í hvert sinn
* spurðu hvort megi neyta matar fyrir blóðpróf (sum próf eru framkvæmd á tómum maga til að tryggja nákvæmni í mælingu)

3. Hvenær ber að hefja veiruvarnarmeðferð?

* ákvörðun um HIV meðferð byggist á mörgum þáttum m.a. eftirfarandi:
* á hvaða stigi sjúkdómurinn er
* rannsóknarniðurstöðum (s.s. veirumagni og T-frumugildi)
* niðurstöðu líkamsskoðunar
* hvort þú viljir hefja meðferð
* hvort þú getir fylgt henni eftir

Ákvörðun um að hefja HIV meðferð þarf að taka að vel ígrunduðu máli þar eð meðferð gæti þurft að halda áfram til æviloka eftir að hún er hafin.

Spurðu lækninn hvernig lyfin styrkja ónæmiskerfið, um hugsanlegar aukaverkanir þeirra, um gagnverkun lyfja (hvaða lyf megi nota saman og hvaða lyf ekki), um lífstíl meðan á lyfjatöku stendur og frekari meðferðarmöguleika. Allar þessar upplýsingar hjálpa þér að taka upplýsta ákvörðun um hvort hefja eigi meðferð.

Hvernig megi búa sig undir samtalið

* skráðu hjá þér lyfjaaukaverkanir sem þú hefur orðið fyrir
* skráðu hjá þér þau lyfjaofnæmi sem þú hefur

4. Hvers vegna gæti þurft að breyta veiruvarnarmeðferð minni?

Hverri veiruvarnarmeðferð fylgja ólíkar leiðbeiningar sem fara þarf eftir í hvívetna við lyfjatöku m.a. hve margar pillur eigi að taka daglega, hvenær eigi að taka þær og hvort eigi að taka þær með mat eða á tóman maga.

Sumar áætlanir eru flóknari en aðrar. Læknirinn reynir að hafa áætlunina eins einfalda og hægt er. Margar ganga út á að taka öll lyf tvisvar á dag en aðrar einu sinnu á dag.

Ef þér finnst erfitt að fylgja meðferðaráætlun þinni gæti læknirinn hugsanlega einfaldað hana fyrir þig.

Önnur ástæða fyrir því að breyta meðferðinni er sú að hún virkar ekki sem skyldi. Markmið veiruvarnarmeðferðar er að drepa HIV veiruna og koma í vega fyrir að hún fjölgi sér.

Læknirinn gerir reglubundið blóðpróf til að kanna hvort veiran geti enn fjölgað sér þrátt fyrir lyfjatöku þ.e. mælir veiruviðnámið.

Læknirinn gerir þá próf (arfgerðar- og svipgerðarpróf) til að komast að því hvaða lyf myndast hefur þol við. Út frá því stingur hann væntanlega upp á breyttri lyfjameðferð.

Hvernig megi búa sig undir samtalið

* haltu skrá yfir matarvenjur þínar
* skráðu hvenær þú gast ekki tekið hin ávísuðu veiruvarnarlyf
* geymdu allar rannsóknar- og meðferðarniðurstöður

5. Hvað gerist ef ég fæ einhver HIV einkenni?

Sumir HIV smitaðir geta fengið ýmis einkenni sjúkdómsins. Mörg þeirra eru tækifærissýkingar td. lungnablöðrubólga (PCP pneumonia), berklar (utan lungna) og leghálskrabbi.

Meðferð við þessum sjúkdómum hefur ekki áhrif á HIV veiruna sjálfa en ef þú færð einhverja af þessum kvillum og ert ekki þegar á veiruvarnarlyfjum þá mælir læknirinn trúlega með því að þú hefjir meðferð.

Hvernig megi búa sig undir samtalið

* skráðu öll ný einkenni eftir HIV smitið
* haltu nákvæmar skrár yfir nýlegar sýkingar, bólusetningar og veikindi

Þú getur hitt á mikinn annatíma hjá lækninum, en þú átt rétt á öllum þeim tíma sem þú þarft til að spyrja spurninga og ræða ýmis mál. Sumir sérfræðingar eru svo önnum kafnir við að annast langt leidda sjúklinga að þeir hafa hreinlega ekki tíma til að sinna þeim sem eru minna veikir.

Ef þú hefur ratað á lækni sem aldrei má vera að því að svara spurningum, þá skaltu leita til einhvers annars ef það er mögulegt. 

Hvers vegna meðferðardagbók?

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning