Ëhef­bundin me­fer­

 
Óhefðbundin meðferð ???

 

Sumir geta ekki eða vilja ekki taka lyf. Lestu hér um þau sjónarmið sem liggja að baki óhefðbundnum aðferðum við að ráðast að HIV-vandanum.

Markmið

Að draga úr andlegu og líkamlegu álagi. Sambúðarerfiðleikar, slæmar aðstæður á vinnustað, lélegar svefnvenjur, óheppilegar matarvenjur, reykingar, ofneysla áfengis o.fl. E.t.v. getur maður farið í meðferð, í hugleiðslu, leitað kyrrðar og samhæfingar, horfst í augu við nýjar aðstæður og tekið ábyrgð á þeim. Markmiðið er að því marki sem unnt er að endurskapa sem best andlegt og lífefnafræðilegt jafnvægi.

Að fá meltingarveginn til að taka við sér. Minnka eiturefni og bólgur í þörmunum, e.t.v. breyta mataræði sínu. Bæta upptöku næringar en það er úrslitaatriði fyrir HIV-jákvæða sem oft er horft fram hjá.

Að efla innkirtlakerfið, þ.e. hormónajafnvægið. Næstum allir kirtlar líkamans sem framleiða hormón verða fyrir áhrifum af HIV-smitinu.

Að efla andoxunarvörnina (þ.e. vörnina gegn stakeindum) og þar með draga úr eyðileggingu helbrigðra frumna. Öflug andoxunarvörn stuðlar einnig að lækkun bólgustigs í líkamanum og léttir undir með ónæmisvarnarkerfinu.

Að treysta og bæta ónæmisstarfsemina. Ónæmiskerfið er í ójafnvægi. Tilteknir hlutar eru að brotna niður, aðrir eru ofvirkir,

Að koma jafnvægi á sítókín (nokkur merkjaefna ónæmiskerfisins) sem eru í ójafnvægi.

Að varðveita og endurbyggja frumumiðlað ónæmi. Þ.e. þann hluta ónæmisvarnarkerfisins sem skiptir mestu máli varðandi HIV-smitið.

Að hafa eftirlit með framleiðslu HIV-veira, og að draga úr eða stöðva fjölgun veira án þess að leggja meira á líkanamum en brýn nauðsyn ber til.

Að forðast sýkingar. Forðast útbrot t.d herpes. Koma í veg fyrir að aðkomuörverum sé hleypt inn í líkamann og komi af stað sýkingu, en slíkt getur leitt til aukins álags og hugsanlega aukinnar framleiðslu HIV-veira.

Að efla allan líkamann með efnum, sem vitað er að bæta starfsemi líkamans og efla þar með hæfni líkamans til að vinna gegn sjúkdómum, og þá einkum varnir gegn HIV-veirunni. Finna aðferðir til að draga úr aukaáhrifum lyfjagjafar gegn veirum Sem sagt:

Endurskapa jafnvægi með því að stöðva niðurbrotsstarfsemi og bæta úr skorti

Athugasemdir:

Hiv-sýking felur í sér að líkaminn er stöðugt í ástandi þar sem ber á bólgu/ertingu. HIV-veiran örvar bólgumyndun sem ýtir aftur undir aðra bólgumyndun - þennan sjálfstyrkjandi vítahring verður að stöðva. Vitað er úr mælingum að einfaldlega eru tiltekin steinefni, vítamín og önnur lífsnauðsynleg efni sem getur verið allt að 60% minna magn af hjá HIV-jákvæðum,- væntanlega vegna bólgumyndunarinnar og vegna aukins álags á vörnum líkamans.

Hiv-jákvæðir hafa jafnan um 40%  meiri næringarþörf en HIV-neikvæðir,- bæði vegna skertrar meltingar,- en einnig vegna aukins álags á líkamanum við að standast hina krónísku veirusýkingu.

Þetta samrýmist að sjálfsögðu illa skorti á matarlyst sem oft gætir, ógleði og skertri hæfni til að vinna næringu nægilega vel úr matnum.

Hiv-sýkingin veldur aukinni framleiðslu af stakeindum. Þær eru óstöðugir hlutar sameinda. Þessar aukaafurðir úr okkar almennu orkuvinnslu í líkamanum reyna mjög fljótlega að tortíma heilbrigðu frumunum í líkamanum.

Stakeindir eru jafnan í jafnvægi í heilbrigðum líkama. En varabirgðirnar endast skammt hjá hiv-jákvæðum og síðan leiðir af því sjálfstyrkjandi eyðileggjandi ferli fyrir frumurnar og ónæmiskerfið - hér eru nokkur dæmi:

Eyðing frumuhimnunnar og þar með tortíming frumnanna. Eyðing DNA sem leiðir af sér hættu á krabbameini.

Hiv-sýking getur að öðru leyti valdið þreytu, svefntruflunum, bólgumyndun í þörmum sem leiðir af sér vandamál með næringarupptöku svo og aukna framleiðslu histamína (ofnæmi).

Offramleiðsla hættulegra prostaglandía (forstig bólgu t.d.PG 2)

Eyðing taugakerfisins hjá sumum. Sjálfseyðing ónæmiskerfisins og margt fleira.

Líkaminn framleiða sjálfur andoxunarefni til þess að vinna gegn þessari eyðileggingu; en hann getur ekki framleitt nóg til að halda niðri HIV-sýkingu. Því mikilvægt að gefa aukaskammt af andoxunarefnum - sem eru efni, sem gefa af sér þá sameindahluta sem vantar og gerir þannig að engu eyðingarmátt stakeinda.

Með því að endurreisa þetta (oxandi) jafnvægi styrkist ónæmiskerfið mikið, m. a. vegna þess að HIV-veirur í frumum verða óvirkari. Slíkt hamlar framvindu sýkingarinnar. Það er til ótal andoxunarefna. Þau helstu eru C-vítamín, Betacaroten, E-vítamín Q10, NAC.Þau hafa öll mismunandi verkun og eyða mismunandi gerðum stakeinda. Ennfremur stuðla mismunandi önnur vítamín, steinefni, snefilefni, amínósýrur o.fl. að því að koma á jafnvægi í andoxunarvörninni og ónæmiskerfinu í heild.

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning