HvenŠr hefja ber me­fer­

 
Hvenær hefja ber meðferð

 

Hvenær hefja ber meðferð

Nokkrir þættir hafa áhrif á hvenær hefja beri veiruvarnarmeðferð (ART).

Þar má meðal annars nefna CD4 magn og veirumagn (viral load) í blóði. Ólíkar skoðanir eru uppi um það nákvæmlega hvenær fólk eigi að hefja veiruvarnarmeðferð en flestir hallast að því að best sé að byrja sem fyrst.

Nýlegar kannanir benda til að þeir sem byrja snemma að taka veiruvarnarlyf njóti betri heilsu. Fyrir vikið eru margir sérfræðingar á því að fólk með CD4 gildi lægra en 500 ætti að vera komið á lyf. Sumir álíta að hefja beri meðferðina fyrr: þegar CD4 gildið er yfir 500 og um leið og HIV smit greinist. Fyrir fólk með sjúkdómseinkenni HIV er yfirleitt mælt með að það sé í meðferð óháð CD4 gildi.

Aldur og heilsufar ræður líka hvenær byrja eigi á HIV lyfjum. Eldra fólk og lifrarbólgusmitaðir kjósa oft að hefja HIV meðferð eins fljótt og auðið er því að lyfin geta komið í veg fyrir myndun annarra sjúkdóma.

Meðferðin lækkar veirumagn í blóði og dregur því úr HIV smithættu. Hún virkar því sem forvörn gagnvart maka, ófrískum konum og börnum.

En það sem ræður mestu um hvort þú hefur meðferð er hvort þú getur skuldbundið þig ævilangt til að taka HIV lyfin daglega. Veiruvarnarmeðferð er orðin meðfærilegri nú hin síðari ár en hún er bindandi og má aðeins hefja þegar viðkomandi er tilbúinn að standa undir henni.


 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning