Hva­ eru VÝxlverkanir lyfja

 
Hvað eru Víxlverkanir lyfja
 

Hvað eru lyfjavíxlverkanir?

Ávísaðir lyfjaskammtar þurfa að vera nógu öflugir til að berjast gegn tilteknum sjúkdómi en nógu lágir til að valda ekki alvarlegum aukaverkunum. Lyfseðilsskyld lyf og ólyfseðilsskyld, fíkniefni, jurtalyf og matur geta haft áhrif á lyfjamagn í blóðrásinni. Þetta kallast lyfjavíxlverkun.

Víxlverkun lyfja er mjög algeng. Ástæðurnar eru þessar:

Læknar gera sér ekki grein fyrir hugsanlegum víxlverkunum ávísaðra lyfja

Nokkrir sérfræðingar ávísa kannski lyf handa sama sjúklingi

Rosknir sjúklingar eiga við margvíslegan heilsubrest að stríða og taka mörg lyf

Menn átta sig ekki á því að óvænt útkoma meðferðar eða óvæntar aukaverkanir séu vegna lyfjavíxlverkunar

Læknar og hjúkrunarlið vita ekki um öll lyf og bætiefni sem sjúklingarnir taka

Allir sem nota veiruvarnarlyf (ARV) þurfa að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart lyfjavíxlverkunum.

Mórg apótek athuga hugsanlegar víxlverkanir ef viðskiptavinir láta þau fá lista yfir öll lyf sem þeir taka. Gakktu úr skugga um að læknirinn þinn viti um ÖLL lyf og fæðubótarefni sem þú tekur. Vertu með uppfærðann lista!

Hvernig meðhöndlar líkaminn lyf?

Líkaminn lítur á lyf sem aðskotaefni og fjarlægir þau, yfirleitt með þvagi eða saur. Mörg lyf síast óbreytt gegnum nýrun út í þvag. Önnur lyf eru brotin niður í lifrinni. Lifrarensím umbreyta lyfjasameindum og skilja þær út í þvagi eða saur.

Þegar tafla er gleypt fer lyfið frá maga til þarma og þaðan til lifrar áður en það berst um líkamann með blóðrásinni.

Hvernig víxlverka lyf?

Algengustu víxlverkanir HIV lyfja tengjast lifrinni. Nokkur lyf hægja á eða hraða starfsemi lifrarensíma. Þetta getur valdið miklum sveiflum á uppleystu magni annarra lyfja í blóði sem notast við sama ensím. Nokkur lyf hægja á nýrun. Það eykur magn uppleystra blóðefna sem nýrun skilja venjulega út.

Hvaða HIV lyf valda flestum víxlverkunum?


Lifrin meðhöndlar hvítukljúfstálma (protease inhibitors) og gagnumritunartálma úr öðru en kirnisleifum (non-nucleoside reverse transcriptase inhibitors). Þetta veldur mörgum víxlverkunum.

Önnur lyf sem valda víxlverkunum eru m.a.:

Sveppalyf með heiti sem endar á „-azole“

Sum fúkkalyf með nöfn sem enda á „mycin“

Bakflæðislyfið Tagamet (með virka efnið cimetidín)

Sum flogalyf ss. Dilantin og Tegretol

Þetta er ekki tæmandi listi. Önnur lyf geta líka valdið víxlverkunum.

Hvaða lyf þar að hyggja sérstaklega að?

Þegar sum lyf eru gefin getur aðeins of mikið reynst hættulegur ofskammtur og aðeins of lítið gert þau gagnslaus. Þá eru meðferðarmörkin sögð þröng (narrow therapeutic index). Ef þú tekur slíkt lyf getur sérhver víxlverkun reynst hættuleg eða jafnvel banvæn.

Konur á getnaðarvarnarpillum ættu að ræða við lækni um hugsanlegar lyfjavíxlverkanir. Sum veiruvarnarlyf (ARV) geta lækkað styrk þessara lyfja í blóði og óvænt þungun hlotist af.

Mörg veiruvarnarlyf (ARV) víxlverka á önnur lyf, fíkniefni eða jurtalyf og sá listi lengist stöðugt. Þessar víxlverkanir geta valdið alvarlegri eða banvænni ofskömmtun annarra lyfja eða lækkað styrkleik þeirra svo að þau koma ekki að neinu gagni.

Skoðaðu vandlega með lækni þínum fylgiupplýsingarnar með hverju lyfi. Aflaðu þér upplýsinga um hvert lyf sem þú tekur. Gakktu úr skugga um að læknirinn skoði upplýsingar um ÖLL lyf, fíkniefni eða jurtalyf sem þú tekur.

Tenglar Víxlverkanir lyfja:
Lyfjabókin

 

 


 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning