HIV - Lyfja■ol

 HIV - Lyfjaþol 

 

Lyfjaþol

Undirstöðuatriði um HIV lyfjaþol


Við HIV greiningu er blóð þitt morandi af HIV veirum sem allar eru að leita að CD4 frumum til að festa sig við. Á þessu stigi kallast veiran „óbeisluð“ því að engin HIV lyf hafa enn verið gefin til að hemja hana. 

Þegar meðferðin hefst er markmiðið að hindra veirunna í að fjölga sér. Ef HIV lyf eru ekki gefin til að halda veirunni niðri fjölgar hún sér mjög skart. Vegna þess hve afritun veirunnar er ör verða oft mistök. Ef þessi gölluðu veirueintök ná að fjölga sér kallast þau stökkbreytingar og þá verða til ný veiruafbrigði.

Núverandi HIV lyf vinna ekki alltaf á stökkbreyttar veirur. Þá hafa þær myndað viðnám eða lyfjaþol. Lyfin virka ekki sem skyldi og koma ekki í veg fyirr fjölgun veirunnar. Ef lækninn þinn grunar að veiran sé orðin lyfjaþolin getur hann framkvæmt arfgerðarpróf eða svipgerðarpróf til að komast að því hvort þú sért með lyfjaþolið HIV og hvað af lyfjum þínum virka ekki lengur.

Að minnka lyfjaþol

Þú getur dregið úr líkunum á því að fá lyfjaþolið HIV með því stíga fáein einföld skref:

Reyndu að vinna með lækninum til að finna áhrifaríka lyfjasamsetningu sem þú þolir.

Taktu lyfin þín daglega og gættu þess að gleyma því sem sjaldnast.

Mættu í alla tíma hjá lækninum og láttu mæla CD4 gildið og veirumagnið á 3-4 mánaða fresti. Prófin gefa vísbendingar um lyfjaþol og þá er hægt að breyta meðferðinni til samræmis við það og halda HIV veirunni í skefjum.

Skráðu hjá þér hvaða HIV lyfjablöndur þú hefur tekið.

 

Tenglar:

Lesa meira um lyfjaþol (Enska): WHO

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning