Fer­ast me­ veiruvarnarlyf


Handfarangur - Ferðalög með veiruvarnarlyf 

Velkomin um borð.


 Góð ráð frá okkur,

Hér eru nokkrar ábendingar til að hafa í huga þegar ferðast er sem ferðamaður eða í viðskiptaerindum með veiruvarnarlyf vegna HIV lyfjameðferðar.

Vertu alltaf með lyfin þín í handfarangri. Farangurinn gæti týnst eða seinkað (hitastig er ekki öruggt í fararangri).
 
Taktu alltaf auka lyf með þér. Það geta komið upp ófyrirsjáanlegar aðstæður. Það er heilmikið mál að verða sér út um dýr S merkt lyf í öðru landi, og als ekki er víst að þú fáir þau lyf sem þú þarft að nota.

Kynntu þér reglur þess lands/landa sem þú ert að ferðast til. Í næstum öllum tilvikum, er einstaklingum heimilt að hafa með sér lyf til eigin nota og ætti ekki að valda vandræðum.

Til að vera eins öruggur og hægt er, hafðu læknisvottorð frá þínum lækni á ensku með þér. Læknisvottorðið ætti als ekki að tilgreina að lyfið sé gefið við HIV.

Lyfið skaltu hafa í upprunalegum umbúðum, merkt með þínu nafni.
 
Vertu ekki að veita upplýsingar um lyfin eða við hverju þau eru notuð t.d, tollvörðum, starfsfólki flugfélaga, útlendingareftirliti eða öðrum embættismönnum, þetta kemur þeim einfaldlega ekki við læknisvottorðið gildir !!!

Vertu meðvitaður um að fólk með HIV er brennimerkt í mörgum löndum. Starfsfólk flugvalla og flugfélaga gæti brennimerkt þig og valdið þér tjóni.

Ef þú dvelur í landinu sem ferðinni er heitið til í lengri tíma, vertu viss um að vita hvar HIV jákvæðir fá þjónustu.

Reyndu að fá email læknis sem sérhæfir sig í HIV og heimilisfang. Það gæti verið góð hugmynd að komast í samband við samtök HIV jákvæðra í landinu.

Ef þú notar önnur lyf .t.d við aukaverkunum eða öðru, kynntu þér vel að ekki sé litið á þau sem ólöglega lyfjaneyslu.

Ferðatakmarkanir HIV jákvæðra

Ef þú ert á leið til Evrópu hafðu Evrópska sjúkratryggingakortið með, uppl á sjukra.is

Athugaðu hvort skæðir sjúkdómar hafi gert vart við sig og hvaða varúðarráðstafanir beri þá að gera.
Centers for Disease Control and Prevention (CDC) enska Sjá hér

HIV.IS lið

 Ath. Skráning fyrir Íslendinga sem dvelja í lengri eða skemmri tíma erlendis.

Skráning í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins gegnir fyrst og fremst því hlutverki að geyma upplýsingar um íslenska ríkisborgara sem eru staddir erlendis, til lengri eða skemmri dvalar. Gagnagrunnurinn telst eign utanríkisráðuneytisins og verða upplýsingar úr grunninum ekki veittar til þriðja aðila nema ef öryggi þeirra sem skráðir eru í gagnagrunninn krefst þess. Upplýsingar í grunninum verða aðeins notaðar í öryggisskyni og til að utanríkisráðuneytið eða íslenskt sendiráð geti náð sambandi við viðkomandi.

Borgaraþjónusta

Árið um kring gætir borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara erlendis og veitir þeim ýmis konar aðstoð s.s. þegar slys, veikindi eða andlát ber að höndum á erlendri grundu.
Upplýsingabæklingur PDF pdf

Heimild: Utanríkisráðuneytið

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning