Dagbˇk sj˙klings


 Dagbók sjúklings


 Hvers vegna meðferðardagbók?


Ekki verður lögð of rík áhersla á mikilvægi þess að HIV jákvæðir einstaklingar séu vel upplýstir um sjúkdóm sinn, sjúkdómsþróun og meðferðarmöguleika og að þeir taki virkan þátt í ákvarðanatöku varðandi meðferðarkosti. Að þekkja til og fylgjast vel með meðferð þinni getur hjálpað þér á margvíslegan hátt:

Betri skilningur á tilgangi lyfjameðferðar og mikilvægi þess að lyfin séu tekin samkvæmt fyrirmælum.

Betri skilningur á þýðingu þeirra blóðrannsókna sem nauðsynlegt er að gera til að ganga úr skugga um að meðferðin nái tilgangi sínum.

Mikilvægt er að sjúklingar viti um helstu aukaverkanir sem þeir gætu orðið fyrir vegna HIV-meðferðarinnar og hvernig skuli brugðist við þeim. Þessi meðferðardagbók gerir þér fært að halda utan um sjúkdómssögu þína og meðferð og er gagnleg ef þú þarft að leita læknishjálpar utan spítalans t.d. vegna ferðalaga erlendis.

Í dagbókina eru skráðar niðurstöður úr blóðrannsóknum, svo sem fjölda CD4 hjálparfrumna, veirumagnsmælinga og næmisprófa auk nákvæmrar sögu um fyrri andretróveirulyf sem þú hefur tekið og ástæður fyrir þeim lyfja - breytingum sem kunna að hafa verið gerðar. Þá er mjög mikilvægt að skrá allar upplýsingar um lyfjaofnæmi með skýrum hætti. Hafðu dagbókina ávallt meðferðis þegar þú mætir til eftirlits.

Þinn læknir gefur þér upp þau atriði sem þarf til að fylla inn í bókina. Allir sjúklingar hafa rétt á að skoða sína sjúkraskrá og fá ljósritaðar upplýsingar úr henni ef þeir óska.


Sækja Dagbók  pdf


Útgefandi:
Landspítali - Háskólasjúkrahús.
Lyflækningasvið I.
Júní 2006

Umsjón og ábyrgð
:
Már Kristjánsson

Hönnun:
Kynningarmál
LSH/AV

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning