Lyfin - Gˇ­ Rß­

 Taktu lyfin rétt


Taktu lyfin rétt!


Lyfjunum (andretróvírus-lyfjum)
er ætlað að stöðva fjölgun HIV-veirunnar í líkamanum eins mikið og hægt er og eins lengi og hægt er. Svo það takist átt þú ekki bara taka meðulin á hverjum degi, þú verður að taka þau í réttum skömmtum,á réttum tíma og á réttan hátt.

Lyf sem stöðva HIV-veiruna kallast andretróvírus-lyf. Lyfin virka best þegar þú tekur hverja töflu/skammt á réttan hátt. Það átt að taka nákvæmlega þann skammt sem þér er ávísað, á réttum tíma á sólarhringnum og á réttan hátt með tilliti til matar og matmálstíma.

Sama reglan gildir fyrir öll lyfin, hún er sú að þau skulu tekin með töluverðum vökva. Töluverður vökvi er ekki einn sopi vatns heldur minnst hálft vatnsglas!

Áður en byrjað er að nota lyfin, skaltu skipuleggja hvernig á að taka lyfin í réttum skömmtum, á réttum tíma og á réttan hátt. Það er skynsamlegt að gera áætlun þar sem hver og einn tekur tillit til vana þinna, matmálstíma, vinnutíma, o.s.frv., og að taka ákvörðun um hvenær lyfin eru tekin með hliðsjón af þessu.

Það er gott ráð að "æfa sig" með dropum eða vítamínpillum nokkrum vikum áður en lyfjameðferð hefst. Þá býrðu þér til stundaskrá og getur séð fyrir óvænt vandamál.

Forðastu að veiran verði ónæm fyrir lyfjunum!


Það er sama hversu mörg lyf þú tekur, þú losnar aldrei við veiruna úr líkamanum. En ef þú notar lyfin rétt, hægir það á fjölgun veirunnar í líkamanum (eins og hægt er). Ef þú ert kærulaus með að taka lyfin, verður veiran ónæm fyrir lyfjameðferð. Þetta þýðir að lyfin hætta að virka þar sem veiran er orðin ónæm fyrir lyfjameðferðinni. Því kærulausari sem þú ert, þeim mun meiri hætta er á ónæmi fyrir meðferð.

Ef þú gleymir eða lætur vera að taka lyfin í marga daga er mikil hætta á að veiran hafi myndað ónæmi fyrir lyfjunum. Hafðu því alltaf samband við lækninn þinn þegar þú hefur misst úr að taka lyfin í meir en tvo daga með eitt eða fleiri andretróvírus lyf sem þú notar.

Kæruleysi með lyfin

Það er auðvelt að vera kærulaus þegar maður er tilneyddur til að taka lyf reglulega. Allir gleyma að taka lyfin sín af og til, það er ekkert óeðlilegt. Svo lyfjameðferðin virki sem best er mjög áríðandi að að taka lyfin nákvæmlega samkvæmt leiðbeiningum læknis þíns.

Það er m.a., nauðsynlegt að þú hafir alltaf lyf heima! Gerðu þær ráðstafanir sem þú þarft að gera, svo þú eigir alltaf lyf! Ekki bíða þar til lyfjapakkningin er tóm!

Gættu þess að eiga alltaf gildan lyfseðil á lyfin sem þú notar áður en lyfin klárast, bíddu ekki með að sækja lyfin þar til pakningin er tóm, þá gæti orðið snúið að sækja lyfin þegar þú þarft á þeim að halda!

Það er góð regla að fá aldrei lánuð lyf hjá öðrum,en það er betra að fá lánuð lyf en að sleppa úr að taka HIV-lyfin! Ef þú gleymir að taka einn skammt, skaltu taka hann eins fljótt og þú getur. Ef þú manst ekki eftir því fyrr en að næstu lyfjatöku kemur skaltu ekki taka tvöfaldan skammt. Styttu frekar tímann milli skamtanna svo þú fáir réttan fjölda af töflum þann sólarhringinn.

Aukaverkanir

Aukaverkanir eru óæskilegir eða skaðlegir fylgikvillar af lyfjum. Öll lyf hafa minni eða meiri aukaverkanir. Við vitum í mörgum tilvikum hvaða aukaverkanir gömlu vel þekktu lyfin hafa. aukaverkanir geta komið upp í kjölfarið á langvarandi notkun bæði gamalla og nýrra læknalyfja. Mörg af lyfjunum (andretróvírus-lyf) sem notuð eru við HIV, hafa verið þróuð síðustu 16-17 árin. Þar af leiðandi liggur ekki fyrir full vitneskja yfir mögulegar aukaverkanir.

Því er mjög mikilvægt að þú segir lækni þínum frá því ef einhver breyting verður á líðaninni og eitthvað angrar þig. Í sumum tilvikum geta aukaverkanir verið svo slæmar eða alvarlegar að viðkomandi verður að hætta nota lyfið sem veldur aukaverkununum. Tvö læknalyf tekin samtímis geta orsakað aukaverkanir sem koma ekki fram sé lyfið notað eitt og sér. Til að forðast ónauðsynlegar aukaverkanir skaltu alltaf taka hverja töflu/skammt nákvæmlega eins og læknirinn hefur ráðlagt. Ef þú ert í einhverjum vafa skaltu spyrja lækni þinn, hjúkrunarfræðing eða lyfjafræðing.

í upplýsingum um aukaverkanir læknalyfja er að finna flest þau óþægindi sem hafa komið upp í sambandi við notkun hvers einstaks lyfs. Þetta þýðir alls ekki að þú fáir allar þær aukaverkanir sem hafa komið upp. Oftast finna færri en 5% fyrir einhverjum aukaverkunum og algengast er að vanalegar aukaverkanir hverfi eftir nokkra vikna lyfjameðferð. Það gerist líka oft að viðkomandi heldur að lyfin séu orsök einkenna sem valda óþægindum,en oft er sjálfur sjúkdómurinn orsökin eða jafnvel eitthvað annað.


Góð ráð við aukaverkunum

Þú getur gert margt til að minnka óþægindi v/aukaverka. Það er mikilvægast að taka lyfin á réttan hátt. Þegar taka á lyfið inn með mat, getur það verið vegna þess að það dregur úr eða mildar aukaverkanir. Allar töflur/hylki/pillur skulu teknar með góðum skammti af vökva (vatni). Þetta stuðlar að betri verkun lyfsins og aukaverkanir verða mildari. Góður skammtur af vökva er ekki einn sopi, minnst hálft glas. Mikill vökvi er líkamanum hollur, burtséð frá hvort þú notar lyf eða ekki. Reyndu að drekka minnst 2 ltr á hverjum degi. Þú getur drukkið vatn, saft, ávaxtasafa, kaffi eða te. Nokkur lyf virka ekki örugglega ef drukkin er mjólk, spurðu því lækni eða lyfjafræðing ef þú ert mjólkurþambari.

Niðurgangur

Niðurgangur er algengasta aukaverkun (óþægindi) hjá þeim sem nota andretróvírus-lyf. Venjulega lagast það sjálfkrafa eftir nokkrar vikur. Ef þú þarft hjálp til að losna við niðurgang, geturðu notað og keypt í næsta apoteki án lyfseðils: Imodium 16 töflur, fæst líka sem mixtura 100 ml, eða dulcolax 6 stíla, virk kol norit 200 mg kolatöflur imodium 16 töflur. Ef þú þarft að fá lyf við niðurgang er hægt að fá ávísað með lyfseðli imodium 100 stk. Þegar þú hefur niðurgang, missir líkaminn mikinn vökva. Þess vegna skaltu drekka mikinn vökva til að bæta líkamanum upp vökvatapið, helst drykki sem innihalda kaloriur og steinefni. Forðastu feitan mat og steiktan mat þegar þú ert með niðurgang. Jógurt og trefjar geta stuðlað að jafnvægi í þörmunum og ef þú notar lyf sem ekki á að taka með mjólk eða mjólkurvörum,getur þú borðað jógurt, þó ekki fyrstu klukkustundina eftir lyfjatöku.

Ógleði

Ógleði er oft vandamál þegar notuð eru andretróvírus-lyf, sérstaklega í byrjun lyfjameðferðar. Reyndu að borða smávegis áður en þú tekur lyfin inn, t.d., kex, ristað brauð eða hrökkbrauð. Te, sótavatn, sykurvatn eða gos í smásopum hjálpar oft. Ef þér er flökurt á morgnana geturðu haft kexpakka og eitthvað að drekka á náttborðinu, svo þú getir borðað aðeins áður en þú ferð á fætur og tekur lyfin. Ef þú ert með flökurleika yfir daginn ættirðu að reyna að borða nokkrar smámáltíðir í staðinn fyrir 2-3 stórar máltíðir. Það eru til nokkur lyf við flökurleika, bæði í töfluformi og sem stikkpillur. Biddu læknirinn þinn um ráð eða lyf dugi þessi ráð ekki.

Slæm matarlyst

Slæm matarlyst er vandamál hjá mörgum sem nota andretróvírus-lyf. Þegar einstaklingur þarf að taka mörg lyf nokkrum sinnum á dag með miklum vökva, og er samfara því flökurt, lystarlaus og líður illa, er augljóst að matarlystin er ekki sem best. Engu að síður er mjög mikilvægt að þú sleppir því ekki að borða. Borðaðu fleiri smá máltíðir, gjarnan annan hvern klukkutíma, og borðaðu þann mat sem þú hefur lyst á þegar þú vilt.

Ekki hugsa um hvað sé eðlilegt í morgunmat eða hádegisverð. Ef þig langar í kjúkling í morgunmat og morgunkorn í hádegisverð, hefurðu það þannig! Stundum getur það verið vonlaust að koma niður mat. Þá geturðu í staðinn drukkið nóg af vökva sem inniheldur hitaeiningar og vítamín. Reyndu mjólkurhristing með frískandi bragðefnum, ferskan ávaxtadjús eða súpu. Það er mjög mikilvægt að þú vandir mataræði þitt. Mikið er til af góðum matreiðslubókum sem auka matarlyst og gefa rétta hugarfarið til að matreiða. Spurðu á bókasafninu eða í bókabúðinni.

Á Internetinu er hægt að finna sérstaka matseðla og uppskriftir fyrir HIV-jákvæða. Þú getur líka beðið um ráð frá næringarfræðingi á sjúkrahúsinu þar sem þú færð meðferð. Það eru til lystaukandi lyf, eins og t.d. Periactin, prednisolon og önnur hormónalyf. Þessi lyf eru lyfseðilsskyld og það er læknirinn sem ákveður hvort það sé nauðsynlegt fyrir þig að nota eitthvað af þeim.

Megrun/þyngdartap

Megrun/þyngdartap er algengt og stórt vandamál hjá mörgum Hiv-jákvæðum einstaklingum. Ef þyngdartap á sér stað verður þú að bæta matvenjur og velja fæðu á allt annan hátt en þú átt að venjast.

Hér fylgja nokkur einföld ráð sem geta hjálpað:


Borðaðu oftar en þú hefur vanist - smámáltíðir milli mála eru skynsamlegar.

Ekki bíða eftir hungrinu - borðaðu annan til þriðja hvern tíma þótt þú sért ekki svangur/svöng

Hugsaðu um hvað þú borðar, borðaðu kaloríuríkan mat, forðastu allan skyndi- og ruslmat.

Bættu við aukahitaeiningum. Sykur,feiti og smjör gerir matinn oft betri!

Snakk getur verið hollt, t.d.,þurkaðir ávextir t.d. ,rúsínur, fíkjur,eplaskífur, aprikosur og hnetur.

Hreyfing eykur matarlystina,og hreyfing þarf ekki að vera margra kílómetra skokktúrar. Prufaðu að hreyfa þig aðeins meira fyrir hverja máltíð, það getur aukið matarlystina! Ef þú ætlar að halda við eða byggja upp vöðva þarftu að borða mat sem er ríkur af kolvetnum, t.d. pasta, rís, kornvörur, kartöflur og baunir. Svo er hægt að fá sérstaka næringardrykki sem má nota sem aukamáltíðir (t.d. fortimel, fortifresh, Nutridrink, Metadrink, semper).

Þessar vörur innihalda protein, fitu, kolvetni, vítamín og steinefni, þessar vörur fást í apótekum og heilsubúðum með ýmsum bragðtegundum.

Munnþurrkur

Mörg lyf geta orsakað munnþurk. Eðlileg munnvatnsframleiðsla hefur mikið að segja fyrir góða líðan og tannheilsuna. Munnþurrkur getur valdið allsherjar óþægindum á það háu stigi að það veldur vandamálum eða óþægindum í daglegu lífi. Erfiðleikar með að kyngja og talörðugleikar eru ekki óalgengir. Þar fyrir utan getur minnkandi munnvatnsframleiðsla orsakað tannskemmdir og sár í munni.

Það eru til nokkur hjálparmeðul við munnþurrki sem vert er að skoða:
Í apótekinu færðu keyptar sykurlausar töflur sem eru sérstaklega ætlaðar fólki með vandamál varðandi munnvatnsframleiðslu. Flúorsogtöflur með piparmyntu- eða bananabragði hafa tvöfalda virkni, þær örva munnvatnsframleyðslu og fyrirbyggja þar með tannskemmdir.

Þú getur tekið allt að 20 töflur á sólarhring af veikustu flúortöflunum (0,25mg). Þar fyrir utan er til flúortyggigúmmí og önnur tyggigúmmí sem koma að gagni. Margar tannkremstúbur innihalda efni (natriumlaurylsulfat) sem geta orsakað munnþurrk. Þessar vörur ættirðu að forðast.

Regluleg tannhirða og eftirlit hjá tannlækni er að sjálfsögðu nauðsynlegt og enn frekar ef þú þjáist af munnþurrki. Reyndu að forðast sætindi og mat og drykk sem inniheldur sykur!

Efni sem geta hjálpað gegn munnþurrki

Sogtöflur og tyggjó með flúor:

Flux sogtöflur 0,25 mg með piparmyntu- eða bananabragði  

Flux tyggjó  

Fluorette tuggtöflur

Tannkrem án natriumlaurylsulfat

Zendium tannkrem  

Si-Ko tannkrem  

Denivit tannburstunavökvi

Gervimunnvatn og töflur sem auka munnvatnsframleiðslu:

Saliva Orthana munnúði og töflur  

Saliment sogtöflur og munnúði  

Salivin töflur með stikkelsberja- eða ávaxtabragði  

Gervimunnvatn til skolunar og penslunar  

Caroxin, V6 og Xylitol tyggjó

Aths:

Dent-o-sept er frauðgúmmísvampur með glycerol-sitron til penslunar í munni. Þetta efni má EKKI nota því það getur innhaldið lífshættulegar bakteríur.

Munnsár og kyngingarvandamál

Bæði andretróvírus-lyf og HIV-smitið sjálft getur orsakað sár í munni og erfiðleika með að kyngja. Í slíkum tilvikum verður að hafa mat og drykk sem er létt að kyngja. Nota má matarvinnsluvél (mixer) til að tæta matinn og þú getur borðað kartöflumús í stað kartaflna, soðið grænmeti í stað fersks og kaldan mat í stað heits. Borðaðu t.d. búðinga, súpur, stappaða banana og eggjakökur og leitaðu að léttum mat í búðunum! Reyndu sogrör í súpu og drykki. Forðastu súra ávexti, súran djús og kryddaðan mat. Láttu lækni þinn vita ef þú færð sár í munn. Kannski er orsökin sveppasýking eða annað sem hægt er að fá meðferð við.

Þurr húð og exem

Margir sem nota andretróvírus-lyf, fá þurra húð og exem. Það er til mikið úrval af rakakremum með breytilegu fitu- og rakastigi á mismunandi verði. Mundu bara að það er ekki algilt að það dýrasta sé það besta! Apótekið hefur stórt úrval af kremum , baðolíum, sturtuolíum o.fl. og þú færð ráðgjöf við að finna þær vörur sem passa þér. Það er til mikið af smyrslum og kremum við kláða og exemi (einnig töflur með og án lyfseðils).

Uppköst

Ef þú kastar upp strax og þú hefur tekið lyfin, skaltu taka annan skammt strax, helst innan klukkustundar. Ef þú kastar upp hálftíma eða síðar eftir að þú hefur borðað eða kyngt lyfjahylki eða töflu,skaltu ekki taka annan skammt heldur bíða til næsta lyfjatíma. Það er ómögulegt að vita hvað langan tíma það tekur frá því þú kyngir eða borðar lyfjahylki eða töflu, þar til lyfið leysist upp í magasekknum og byrjar að virka. Það veltur t.d., á hvað þú hefur borðað eða ekki borðað, hvaða lyf þú tekur, hve fljótt magasekkurinn tæmir sig o.fl.. Þess vegna er þetta ekki algild regla aðeins gott ráð.

Máltíðir og andretróvírus-lyf

Lyf gegn veirum eru tekin á þrjá vegu:

Án matar (á tóman maga)  

Með mat/máltíð  

Með léttri máltíð

Nokkur lyfjanna virka best ef þau eru tekin með mat og önnur virka best ef þau eru tekinn á tóman maga en í flestum tilvikum skiptir engu máli hvort lyfin eru tekin með eða án mats. Ath því vel hvernig þú átt að taka lyfin þín!

Venjur og siðir annarra landa eru oft mjög ólíkar íslenskum venjum og siðum. Þess vegna geta ráð sem þú færð hér á landi,jafnvel ekki átt við annars staðar en Islandi. Hér á landi er t.d. morgunmatur létt máltíð sem ekki er með nokkru móti hægt að bera saman við enskan morgunmat, egg og beikon, pylsur og baunir.

Hér koma nokkur dæmi um létta máltíð sem þú getur borðað ef lyfjaframleiðandinn segir að töflurnar/hylkin eigi að taka með mat:

1 sneið ristað brauð ein skinkusneið, ostur eða sulta og kaffi eða te og eins mikið vatn og þú getur torgað.

Ef þú mátt taka lyfin með mat, skaltu gera það. Það getur minkað aukaverkanir. Þar að auki er léttara að taka lyfin þegar þú getur tekið þau með morgunmat, hádegismat eða kvöldmat. Engu skiptir hvort lyfin eigi að taka með mat eða ekki, alltaf skal neyta mikils vökva.

Samsetning með öðrum lyfjum

Nokkur lyf geta eyðilagt virkni andretróvírus-lyfjameðferðarinnar þannig að veirufjölgunin stöðvast ekki. Lyf gegn HIV-vírus (andretróvírus-lyf ) geta aukið eða minnkað áhrifin af öðrum lyfjum, þannig að virkun þeirra verði alltof mikil eða lítil. Þess vegna er mikilvægt að þú segir smitsjúkdómalækni þínum hvaða önnur lyf þú notar.

Þú mátt ekki byrja nota ný lyf án þess að vera viss um að þau megi taka með veirulyfjunum sem þú notar. Í yfirlitinu í lyfjabókinni yfir einstök andretróvírus-lyf finnur þú nokkrar af samsetningunum sem geta orsakað óheppileg eða hættuleg viðbrögð í líkamanum.

Það standa yfir miklar rannsóknir og þróun varðandi meðferð á HIV, og við fáum sífellt nýja þekkingu og reynslu. Þetta þýðir betri og öruggari meðferð og vitneskju um hvað við skulum varast sérstaklega, m.a. notkun á fleiri en einu lyfi samtímis.

Áfengi, tóbak og ólögleg fíknilyf

Við vitum als ekki með vissu hvernig áfengi, tóbak eða ólögleg efni eins og amfetamín, kókaín, hass, E-pillur (helsæla) eða önnur "ólögleg eiturlyf" hafa áhrif á andretróvírus-HIV lyfjameðferðina. Þumalputtareglan er þó sú að viti maður ekki með vissu hvað samsetningin orsakar, forðast maður hana.

Það mikilvægasta er að þú fáir sem bestan árangur af andretróvírus-lyfjameðferðinni. Ef þú á einn eða annan hátt ert í vímu áfengis, lyfja eða eiturlyfja samtímis því að nota andretróvírus-lyf sem hefta HIV-veiruna í að fjölga sér, eru líkurnar miklar á að þú gleymir að taka lyfin. Þannig getur þú eyðilagt lyfjameðferðina og minnkað lífslíkur þínar all verulega.

Það hefur verið talað um að stórreykingamenn fái ekki fulla virkni af
andretróvírus-lyfjameðferðinni , en rannsóknir vantar þó. Það sem við vitum með nokkri vissu, er að áfengi í hófi eyðileggur ekki gildi HIV-lyfjameðferðar. Það er þó alveg öruggt að hjá öllum þeim einstaklingum sem eru í HIV-lyfjameðferð, hefur það mikil áhrif á líf þeirra.

Vítamín, steinefni og mataræði

Gott mataræði og vítamín og steinefni eru mikilvæg fyrir alla en sérstaklega nauðsynlegt fyrir þá sem nota andretróvírus HIV-lyf sem stöðva fjölgun HIV-veirunnar í líkamanum. Gott mataræði er samansett af bæði fiski, kjöti, grænmeti, ávöxtum og kornvörum (brauði, trefjum, pasta, rís o.fl.) auk mikils vökva. Þetta gefur ónæmiskerfinu styrk til að vinna gegn veirunni.

Aukaskammtar af vítamínum og steinefnum eru oft nauðsynlegir, ekki síst ef ónæmiskerfið er lélegt. Sjúkdómurinn sjálfur og aukaverkanir af lyfjum eins og t.d. ógleði, uppköst og niðurgangur , geta leitt til hreyfingarleysis, þyngdartaps og slæmrar líðanar.

Vítamín styrkja ónæmiskerfið sem berst á móti árás hiv-veirunnar í líkamanum. Fyrir HIV-jákvæða eru A,C,E og B-vítamín (sérstaklega B6 og B12) mjög mikilvæg. Líkaminn getur fengið of mikið af fituleysanlegum vítamínum. Þess vegna skaltu ekki taka of stóra skammta af þeim. C-vítamín er sýra sem getur orsakað að þú verður súr í maganum en það getur valdið óþægindum. Of mikil sýra getur eyðilagt virkni nokkra læknalyfja. Þar fyrir utan geta of stórir skamtar af C-vítamínum aukið hættu á nýrnasteinum.

Meðfylgjandi listi er ábending um vítamínnotkun fyrir alla sem nota veirulyf:

Fjölvítamíntöflur með járni + steinefnum

- 2 töflur á dag  

Afi-C 250 mg (C-vítamín) - 4 töflur á dag * Afi-B Total (B-vítamín)

- 6 töflur á dag

(A+D+E- vítamín) - 2 hylki á dag * Ido-E (E- vítamín)

- 4 töflur á dag  

Flestum, sem fá andretróvírus-lyfjameðferð,finnst þeir fá meira en nóg af lyfjum á hverjum degi! Þá geta vítamín í fljótandi formi eða tuggutöflur verið góð leið.

B-vítamín - B-Tonin eða Tonipan mixtúra

A + D-vítamín - Lýsi (sítrón/appelsínubragð)  

E- vítamín - Ido-E-tuggutöflur með bananabragði  

Fjölvítamíntöflur með járni + steinefnum - Smátöflur sem auðvelt er að gleypa

Antiretróvírus HIV-lyf  

Sem stöðva fjölgun HIV-veirunnar í líkamanum.

Allur líkaminn samanstendur af frumum. Frumurnar eru minnstu "byggingarsteinarnir" í líkamanum, og gegna mismunandi hlutverki, allt eftir því hvar í líkamanum þær er að finna. "Human Immunodeficiency Virus" - HIV - eyðileggur fyrst og fremst frumurnar í ónæmiskerfinu sem hafa það hlutverk að vernda líkamann fyrir hvers konar sýkingum.

Hiv-veiran býr um sig inni í frumum ónæmiskerfisins og dreifir sér til nýrra fruma (CD4). Eftir því sem meira magn er af HIV-veirum í líkamanum, því meira veikist og skaddast ónæmiskerfið. Þegar þetta gerist á líkaminn í sífellt auknum vanda með að verjast sýkingum.

Lyfin sem stöðva fjölgun á HIV vírusnum kallast andretróvírus-lyf. Til að stöðva fjölgun vírusins í líkamanum eins vel og hægt er þarf að nota samsetningu minnst þriggja mismunandi andretróvírus-lyfja. Það finnst engin föst regla um hvað er besta samsetningin.

Smitsjúkdómalæknarnir finna réttu samsetninguna sem hentar hverjum og einum best. Þau andretróvírus-lyf sem nú eru til, skiptast í þrjá flokka. Hvaða flokki lyfið tilheyrir er undir því komið hvernig það ræðst á veiruframleiðsluna.

 

 

 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning