Velkomin/n ß HIV.IS

Velkomin/n  á  HIV.IS 
 
 
Tilgangurinn með þessu vefsvæði er að auðvelda aðgengi að almenna upplýsingum um HIV og kynsjúkdómar, veita fræðslu og vinna gegn fordómum á HIV/alnæmi hér á landi. Á vefsvæðinu HIV.IS er m.a., að fá svör við hinum ýmsu spurningum sem geta vaknað við það að smitast eða ef einhver nákominn hefur greinst með smit.

Staðreyndin er sú að það hefur verið mjög erfitt fyrir smitaða að opna sig um sjúkdóminn hér á landi og erfitt fyrir smitaða og aðstandendur þeirra að afla sér fróðleiks og stuðnings sem er afar takmarkaður.Smitaðir einstaklingar á
Íslandi lifa margir í skugga með sinn sjúkdóm.

Með tilkomu nýrra lyfja sem hefta í flestum tilfellum þróun HIV veirunnar til alnæmis sem er lokastig sjúkdómsins hefur umræðan um HIV að mestu horfið af sjónarsviðinu. Álit margra virðist að lyfjameðferðin nýja, sem hófst hér 1996, hafi leyst svo til allan vanda. En því miður er það alls ekki þannig.

Um leið og þú ert boðin velkominn að vafra um vefinn er það von okkar, að vefurinn nýtist þér vel.

 

Opnast í nýjum vafraglugga
 

Nřjustu frÚttir

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning